Rigna mun duglega í dag

Svona er úrkomuspáin kl. 8 í dag.
Svona er úrkomuspáin kl. 8 í dag.

Áfram mun rigna duglega á norðausturhorninu fram eftir degi, en mikið mun draga úr úrkomu þar í kvöld. 

„Í þessum aðstæðum er búist við talsverðu rennsli í ám og lækjum á svæðinu. Staðbundin flóð eru líkleg og aukin hætta á skriðuföllum. Ferðafólki er eindregið ráðlagt að fylgjast vel með veðurspám og fréttatilkynningum,“ segir í tilkynningu frá Veðurstofunni á Facebook-síðu hennar.

Í ábendingum veðurfræðings Vegagerðarinnar er vakin athygli á því að ekki sé hægt að útiloka grjóthrun á vegi á Austfjörðum vegna vatnsveðursins.

Þá verður áfram hvasst í dag undir Vatnajökli austan Öræfa og geta hviður hæglega feykt léttum vögnum af vegi, samkvæmt upplýsingum Veðurstofunnar.

Veðurhorfur á landinu næsta sólarhringinn:

Norðlæg átt, 8-15 m/s, en allt að 23 m/s suðaustantil fram eftir degi. Léttir til sunnan- og vestanlands. Skýjað og rigning með köflum norðan- og austanlands, en talsverð rigning á norðausturhorninu fram undir kvöld. Dregur úr vindi og úrkomu í kvöld. Norðaustlæg átt ríkjandi á morgun, yfirleitt 3-8. Skúrir norðaustanlands og einnig sunnanlands, annars víða bjartviðri. Hiti 7 til 17 stig, hlýjast um landið sunnanvert.

Veðurvefur mbl.is.

Hér að neðan er hægt að fylgjast með úrkomunni í „beinni“

 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert