Afnema sumarlokanir

Fram kemur í tilkynningunni að samþykktin sé gerð með þeim …
Fram kemur í tilkynningunni að samþykktin sé gerð með þeim fyrirvara að það takist að ráða starfsfólk í afleysingar. mbl.is/Sverrir

Velferðarráð Reykjavíkurborgar hefur samþykkt að afnema sumarlokanir í félagsmiðstöðvum Reykjavíkurborgar. Þetta er gert til þess að koma í veg fyrir skerðingu á matarþjónustu fyrir eldri borgara sem margir nýta sér í hádeginu.

Síðustu ár hafa nokkrar félagsmiðstöðvar á velferðarsviði verið lokaðar í fjórar vikur á sumrin. Notendaráð félagsmiðstöðvanna og hverfaráðin hafa mótmælt lokununum og óskuðu eftir endurskoðun sem nú hefur verið samþykkt. Í staðinn hefur verið ákveðið að stytta opnunartíma um tvær klukkustundir.

Fram kemur í tilkynningunni að samþykktin sé gerð með þeim fyrirvara að það takist að ráða starfsfólk í afleysingar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert