Auka eigi kröfur um þekkingu

Vélin endaði á hvolfi á túninu.
Vélin endaði á hvolfi á túninu. ljósmynd/Úr skýrslu RNSA

Vinna Samgöngustofu við end­ur­skoðun á samþykkt­um hand­bók­um fyr­ir fis­fé­lög­in, sem farið var í eftir að rannsóknarnefnd samgönguslysa beindi því að stofnuninni að gera auknar kröfur um þekkingu og vinnubrögð þeirra sem vinna að samsetningu og viðhaldi fisa, er á lokastigi.

Frétt mbl.is: Missti afl vegna rangs frágangs

Þetta kemur fram í skriflegu svari Samgöngustofu við fyrirspurn mbl.is, en eins og greint var frá fyrr í dag má rekja orsök slyss í Úlfarársdal í júní í fyrra til rangs frágangs á vélinni. Fisflugvélinni var nauðlent á túni við bónda­bæ og endaði á hvolfi eftir að hún missti afl. 

Í svarinu segir að sérfræðingar stofnunarinnar hafi fundað með Fisfélagi Reykjavíkur og gert væri ráð fyrir að viðeigandi breytingum á handbókum yrði lokið innan skamms og verklagi breytt til samræmis við það.

Vonuðust til að klára vinnuna fyrir vorið 2016

Rannsóknarnefndin hafði áður gefið út skýrslu í tengsl­um við ófull­nægj­andi frá­gang við eldsneytis­kerfi fiss, en var það vegna bana­slyss er varð þann 20. októ­ber 2012 í grennd við fis­flug­völl­inn Slétt­una á Reykja­nesi. Í kjöl­farið á því flug­slysi gaf nefndin út skýrslu þar sem ein til­lag­an í ör­ygg­is­átt, sem snéri að Sam­göngu­stofu, hljóðaði svo: „Aukn­ar kröf­ur verði gerðar um þekk­ingu og vinnu­brögð þeirra sem vinna að sam­setn­ingu sem og viðhaldi fisa.“

Viðbrögð Sam­göngu­stofu við til­lög­unni voru að hefja, í sam­vinnu við Fis­fé­lag Reykja­vík­ur, vinnu við end­ur­skoðun á samþykkt­um hand­bók­um fyr­ir fis­fé­lög­in. Að auki gat Sam­göngu­stofa þess að ferli stofn­un­ar­inn­ar við samþykkt­ir á hand­bók­um væri til end­ur­skoðunar og vonaðist til þess að sú vinna kláraðist fyr­ir vorið 2016. Í skýrslu rannsóknarnefndarinnar í dag kom í ljós að þess­ari vinnu væri ekki lokið og ít­rek­aði nefndin því til­lögu sína.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert