Grænlandssöfnunin gengur vel

Flóðbylgja skall á þorpinu Nuugatsiaq á Grænlandi og olli miklu …
Flóðbylgja skall á þorpinu Nuugatsiaq á Grænlandi og olli miklu tjóni. Hrókurinn

„Söfnin hefur staðið innan við viku og fór af stað án nokkurs undirbúnings. Við erum komin vel yfir 20 milljónir, sem er ótrúlegur árangur og áður óþekktur í sögu Hjálparstarfs kirkjunnar á þetta stuttum tíma,“ segir Hrafn Jökulsson, forsvarsmaður landsöfnunarinnar „Vinátta í verki“, vegna náttúruhamfaranna sem urðu 18. júní þegar flóðbylgja skall á þorpinu Nuugatsiaq á Grænlandi og olli miklu tjóni.

Skorað hefur verið á sveitarfélög landsins, fyrirtæki og einstaklinga að leggja söfnuninni lið.

Númer söfnunarreikningsins er 0334-26-056200, kennitala 450670-0499. Þá er hægt að hringja í 907 2003 og leggja þannig til 2.500 kr.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert