Búi keppir erlendis

Inga Lísa Middleton
Inga Lísa Middleton mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Íslenska stuttmyndin Búi, sem leikstýrt er af Ingu Lísu Middleton, keppir á kvikmyndahátíðunum Nordic Panorama í Malmö og Alþjóðlegu barnakvikmyndahátíðinni í Giffoni á Ítalíu í flokki 6-9 ára. Myndin er framleidd af ZikZak Filmworks. Í helstu hlutverkum eru Anja Sæberg, Bjarni Kristbjörnsson, Nanna Kristín Magnúsdóttir, Hanna María Karlsdóttir og Bjarni Kristbjörnsson. Handritið er byggt á byrjun barnabókar sem Inga Lísa er að skrifa og fjallar um það hversu flókið er að eiga vin sem enginn annar sér. Inga Lísa hefur alltaf haft mikinn áhuga á huldufólki og nefnist BA-ritgerð hennar Hulda þjóð Íslands.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert