Einungis helmingur kemst að í HR

Háskólinn í Reykjavík.
Háskólinn í Reykjavík. Ljósmynd/Háskólinn í Reykjavík

Um 2.900 umsóknir bárust um nám við Háskólann í Reykjavík fyrir næsta skólaár. Búist er við að um 1.400 nýnemar hefji nám í haust og því ljóst að mun færri komast að en vilja. Þær upplýsingar fengust frá HR að umsóknir væru metnar út frá því hve líklegt þætti að umsækjandi gæti lokið því námi sem sótt er um og væri þá meðal annars litið til einkunna úr fyrra námi. Inntökupróf eru einungis haldin í íþróttafræði, en þar fjölgaði umsóknum um 40% frá í fyrra.

Aðsókn eykst í allar deildir skólans en mest í grunnnám í heilbrigðisverkfræði þar sem 87 sóttu um og er það 74% fjölgun frá í fyrra. Tölvunarfræði og viðskiptafræði eru vinsælustu greinarnar meðal nýnema, en um 320 sóttu um nám í hvorri grein fyrir sig. Þá stefna 175 á nám í lögfræði og 337 á nám í hinum ýmsu greinum verkfræðinnar. Af 2.900 umsóknum voru um 1.600 um grunnnám og 940 um meistara- og doktorsnám. Þá bárust 326 umsóknir um undirbúningsnám fyrir háskóla í frumgreinadeild.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert