Gráir dagar í höfuðborginni

Sólin er í fríi frá höfuðborgarsvæðinu.
Sólin er í fríi frá höfuðborgarsvæðinu. mbl.is/Ómar Óskarsson

Besta veðrið á landinu næstu dagana verður á suðausturhluta landsins fyrir sunnan Vatnajökul. Veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands gerir ráð fyrir allt að 17 gráðu hita á Kirkjubæjarklaustri á morgun en áfram er búist við gráum dögum á suðvesturhorninu.

„Besta veðrið verður á suðausturhluta landsins, sunnan við Vatnajökul, næstu daga. Einnig verður fínt veður inn til landsins á norðausturhlutanum,“ segir Haraldur Ólafsson, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, við mbl.is.

Hann segir að sama skapi geri spár ekki ráð fyrir neinu sérstöku sumarveðri á höfuðborgarsvæðinu í vikunni. Gert er ráð fyrir svipuðu veðri og hefur verið í gær og í dag; í kringum 10 gráðu hiti og stöku skúrir.

Aðspurður hvar besta veðrið verður um næstu helgi, fyrstu helgina í júlí, segir Haraldur að það sé ef til vill of snemmt að spá í slíka hluti núna. „Eins og staðan er í dag verður besta veðrið á Suðurlandi um næstu helgi.“

Veðurvefur mbl.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert