Hafa sömu reynslu af Stígamótum

Húsnæði Stígamóta.
Húsnæði Stígamóta. mbl.is/Árni Sæberg

Níu konur sem komu að starfi Stígamóta á síðustu árum hafa lýst yfir að reynsla þeirra af starfi Stígamóta sé sambærileg og sú sem Helga Bald­vins­dótt­ir Bjarg­ar­dótt­ir lýsti í pistli sínum um daginn. 

Þetta kemur fram í fréttatilkynningu sem send var á fjölmiðla í dag. 

Á mbl.is var greint frá færslu Helgu Bald­vins­dótt­ur Bjarg­ar­dótt­ur á Facebook. Helga rekur reynslu sína af því að starfa hjá Stíga­mót­um, grasrót­ar­sam­tök­um sem berj­ast gegn kyn­ferðisof­beldi.

Helga sagði lausu starfi sínu hjá Sam­tök­un­um ’78 á dög­un­um eft­ir aðeins sex mánuði í starfi. Sagðist hún hafa átt í ofbeldissambandi við Stígamót. 

Yfirlýsingin sem fjölmiðlum barst í dag ber yfirskriftina „Yfirlýsing frá níu konum sem starfað hafa á vettvangi Stígamóta“. Þar kemur fram að í kjölfar pistils Helgu Baldvinsdóttur Bjargardóttur vilji þær lýsa því yfir að þær trúi henni enda hafi þær allar sambærilega reynslu af því að starfa á vettvangi Stígamóta. Skorað er á framkvæmdahóp Stígamóta að taka á málinu af ábyrgð og fagmennsku. 

Undir yfirlýsinguna skrifar Thelma Ásdísardóttir, fyrrverandi starfskona Stígamóta, fyrir hönd hópsins. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert