Leitað að pari á Vestfjörðum

Galtarviti.
Galtarviti. Kort/map.is

Björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar á norðanverðum Vestfjörðum voru kallaðar út til leitar á ellefta tímanum í kvöld þegar par sem ætlaði að ganga frá Bolungarvík að Galtarvita og þaðan í Selárdal skilaði sér ekki á réttum tíma.

Svæðið sem um ræðir er nokkuð erfitt yfirferðar, segir í tilkynningu frá Landsbjörg, en sjö hópar eru lagðir af stað til leitar.

Uppfært kl. 00.34:

Samkvæmt upplýsingum frá Landsbjörg hefur ekki náðst í parið en símhringingar í síma þeirra fara beint í talhólf. Búið er að senda parinu SMS með vefslóð sem þau geta ýtt á til að gefa upp staðsetningu sína. Það hafa þau ekki gert, enn sem komið er.

Parið hugðist skila sér í Selárdal kl. 16 í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert