Söfnuðu meira en 20 milljónum

CCP vann bæði hjólreiðakeppnina og áheitasöfnunina en liðið safnaði tæpum …
CCP vann bæði hjólreiðakeppnina og áheitasöfnunina en liðið safnaði tæpum tveimur milljónum króna. Kristinn Magnússon

Söfnun WOW Cyclothon fyrir Slysavarnafélagið Landsbjörg lauk í gær en alls söfnuðust 20.425.710 krónur. 

Lið CCP vann áheitakeppnina með 1.651.000 krónur en liðið vann einnig hjólreiðakeppnina í B-flokki 10 manna liða karla. Í öðru sæti áheitakeppninnar var Aero Mag sem safnaði 1.410.000 krónum en það kemur sérstaklega á óvart þar sem liðið er erlent og málefnið þeim því framandi. Í þriðja sæti hafnaði lið Opinna kerfa – Credit Info en þau söfnuðu 1.400.000 krónum.

Slysa­varn­a­fé­lagið Lands­björg var stofnað 2. októ­ber árið 1999 og er lands­sam­tök björg­un­ar­sveita og slysa­varn­asveita á Íslandi. Hjá þeim starfa um 18.000 sjálf­boðaliðar sem halda uppi björg­un­ar- og leit­ar­störf­um í land­inu auk þess að sinna slysa­vörn­um á landsvísu. Und­ir þeirra hatti eru alls 99 björg­un­ar­sveit­ir, 33 slysa­varn­a- og kvenna­deild­ir auk 30 ung­linga­deilda.

Í fyrra var safnað fyr­ir sam­tök­in Hjólakraft og söfnuðust þá tæp­ar 12 millj­ón­ir króna. Árið þar á und­an söfnuðust rúm­ar 20 millj­ón­ir króna fyr­ir upp­bygg­ingu Batamiðstöðvar á geðsviði Land­spít­al­ans á Kleppi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert