Þúsundir flytja til Íslands

Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Isavia, Samtök iðnaðarins og Þró- unarfélag Keflavíkurflugvallar …
Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Isavia, Samtök iðnaðarins og Þró- unarfélag Keflavíkurflugvallar (Kadeco) hafa spáð því að innan þeirra raða muni störfum fjölga um samtals 5.000 til 10.000 til ársloka 2022. mbl.is/Árni Sæberg

Vinnumálastofnun áætlar að um þrjú þúsund manns komi til Íslands á vegum starfsmannaleiga í ár. Það yrði tvöföldun milli ára.

Að auki áætlar stofnunin að um þúsund útsendir starfsmenn komi hingað til lands í ár. Það yrði álíka fjöldi og í fyrra.

Til að setja þennan fjölda, samtals um 4.000 manns, í íslenskt samhengi bjuggu um 4.300 manns í Vestmannaeyjum um áramótin, samkvæmt tölum Hagstofu Íslands.

Langflestir frá útlöndum

Gísli Davíð Karlsson, sérfræðingur hjá Vinnumálastofnun, áætlar að meðal þessara 4.000 einstaklinga verði nær eingöngu erlendir ríkisborgarar. Aðeins fáeinir Íslendingar séu taldir með í þessum hópi.

Misjafnt er hversu lengi þessir starfsmenn dvelja á Íslandi. Útsendir starfsmenn koma á vegum fyrirtækja í Evrópu og vinna að ákveðnum verkefnum. Þeir mega dvelja hér mest 183 daga án þess að þurfa að greiða hér skatta af launum. Starfsmenn á vegum starfsmannaleiga greiða hins vegar skatta af launum frá fyrsta degi, samkvæmt upplýsingum frá ríkisskattstjóra.

Karl Sigurðsson, sérfræðingur hjá Vinnumálastofnun, segir erlent vinnuafl sem hingað komi á eigin vegum vera utan við þessa hópa. Það komi því til viðbótar.

„Það er yfirleitt langstærsti hópurinn,“ segir Karl. Hann segir erfitt að áætla fjöldann í ár. Mannfjöldatölur sýni hins vegar að erlendum ríkisborgurum sé að fjölga hratt á Íslandi. Flestir séu á vinnualdri og komi hingað til að vinna.

Karl reiknar með að aðfluttir erlendir ríkisborgarar umfram brottflutta verði ekki færri í ár en í fyrra.

Samkvæmt tölum frá Hagstofunni voru hér um 26.500 erlendir ríkisborgarar í byrjun síðasta árs en tæplega 30.300 í byrjun þessa árs. Það er fjölgun um 3.800 manns milli ára.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert