Ákærður fyrir stórfelld leigusvik

Lögreglan á Suðurnesjum.
Lögreglan á Suðurnesjum. mbl.is/Sigurður Bogi

Hæstirétt­ur hef­ur staðfest gæslu­v­arðhalds­úrsk­urð Héraðsdóms Reykja­ness yfir manni sem grunaður er um fjöl­mörg svik á leigu­markaði. Maðurinn hefur setið í gæsluvarðhaldi frá því 28. mars en honum er gert að sæta varðhaldi til 18. júlí.

Maður­inn aug­lýsti hús­næði til leigu á Bland.is. Hann var hins veg­ar ekki rétt­mæt­ur eig­andi íbúðanna. Með þess­um hætti hafði hann millj­ón­ir af grun­laus­um leigj­end­um. Bæði er um brot að ræða síðan snemma á þessu ári sem og frá árinu 2015 en þau brot voru framin þegar maðurinn var á reynslulausn, samkvæmt gögnum sem lögð voru fram í héraðsdómi.

Það er mat lögreglustjóra að yfirgnæfandi líkur séu á því að maðurinn muni halda áfram brotastarfsemi fari hann frjáls ferða sinna en nauðsynlegt sé að ljúka þeim málum sem séu til meðferðar hjá  lögreglu og dómstólum sem fyrst. Gefin var út ákæra á hendur manninum 20. júní.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert