Allt að 18 stiga hiti

Spáin er fín fyrir austan.
Spáin er fín fyrir austan. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Áfram hæglætisveður í kortunum, að sögn veðurfræðings á Veðurstofu Íslands. Skýjað að mestu vestan til á landinu en skýjahulan brotnar heldur upp yfir daginn og því hægt að vonast eftir sólarglennum. Bjartara veður fyrir austan en líkur á síðdegisdembum. Milt í veðri, allt að 18 stiga hiti þar sem best lætur fyrir austan.

Veðurspá fyrir næstu daga

Suðvestlæg eða breytileg átt, víða 3-8 m/s. Skýjað og smáskúrir V-til, en bjart með köflum um landið A-vert og sums staðar skúrir síðdegis. Hiti 8 til 17 stig að deginum, hlýjast eystra.

Á fimmtudag:

Suðvestanátt, víða 3-8 m/s. Smáskúrir V-til, en bjart með köflum á A-verðu landinu og stöku skúrir síðdegis. Hiti 8 til 18 stig, hlýjast A-lands. 

Á föstudag:
Suðlæg eða breytileg átt 3-8 m/s. Skýjað með köflum og skúrir, einkum síðdegis. Hiti yfirleitt 10 til 16 stig að deginum. 

Á laugardag og sunnudag:
Norðaustlæg átt og skýjað með köflum og dálitlar skúrir. Hiti 8 til 16 stig, mildast á S-landi. 

Á mánudag og þriðjudag:
Suðvestlæg átt og víða skúrir, en bjart með köflum á NA-verðu landinu. Hiti 8 til 16 stig, hlýjast í innsveitum NA-lands.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert