Gönguhópur í sjálfheldu á Vestfjörðum

Björgunarsveitin gat staðsett hópinn eftir að hann náði að gefa …
Björgunarsveitin gat staðsett hópinn eftir að hann náði að gefa upp GPS-staðsetninguna. mbl.is/Eggert

Björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar á norðanverðum Vestfjörðum hafa verið kallaðar út fyrir vegna gönguhóps sem er í sjálfheldu á fjallinu Öskubak. Að minnsta kosti þrír hópar eru á leið á staðinn auk harðbotnabjörgunarbáts en skoða þarf hvort öruggara sé að komast að fólkinu frá landi eða sjó. 

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landsbjörg. Fjallið er ekki langt frá Galtarvita þar sem sömu sveitir leituðu pars í nótt. Hópurinn sem telur fimm einstaklinga gat gert vart við sig og gefið upp GPS-staðsetningu sína. 

Þá var Björgunarsveitin Höfn kölluð út rétt fyrir fimm í dag vegna tveggja einstaklinga sem höfðu fest sig í Skyndidalsá. Farið var að flæða inn í bílinn og þurftu einstaklingar að klifra upp á þakið. Björgunarsveitin fór á staðinn á tveimur bílum og sótti einstaklingana og ók þeim til Hafnar. Engan sakaði í óhappinu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert