Hálstakið leiddi til dauða

Frá vettvangi í Mosfellsdal þar sem Arnar Jónsson Aspar lést.
Frá vettvangi í Mosfellsdal þar sem Arnar Jónsson Aspar lést. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Hæstiréttur  telur að ekki hafi verið sýnt fram á það af lögreglu að Jón Trausti Lúth­ers­son sé undir rökstuddum grun um að hafa orðið Arnari Jónssyni Aspar að bana. Því var gæsluvarðhaldsúrskurður yfir honum felldur úr gildi í gær. Aftur á móti er Sveini Gesti Tryggvasyni gert að sæta gæsluvarðhaldi áfram.

Jón Trausti er því laus úr gæsluvarðhaldi en Sveinn Gestur sætir gæsluvarðhaldi til 21. júlí vegna gruns um aðild að manndrápi í Mosfellsdal 7. júní.

Samkvæmt gögnum málsins komu þeir Sveinn Gestur og Jón Trausti að heimili Arnars Jónssonar Aspar síðdegis 7. júní í félagi við þrjá karla og eina konu. Eftir að Arnar hafði hent kústi í aðra þeirra bifreiða, sem komumenn voru á, sótti hann járnrör og fór að bifreiðunum. Stigu þá Jón Trausti og Sveinn út úr bifreiðinni og gengu að Arnari. Tók Jón Trausti járnrörið af Arnari en við það féll hinn síðarnefndi í jörðina. Hélt Sveinn Arnari þar í hálstaki í margar mínútur og sló hann ítrekað í andlitið. Var Arnar úrskurðaður látinn klukkan 19:14 um kvöldið.

Fram kom í bráðabirgðaniðurstöðu krufningar að þvinguð frambeygð staða Arnars í langan tíma hafi leitt til mikillar minnkunar öndunargetu, sem að lokum leiddi til stöðutengdrar köfnunar og láts hans. Sagði í niðurstöðunni að við þessar kringumstæður væri hægt að líta á hálstakið sem aðalþáttinn „í því sem leiddi til láts“ Arnars.

Jón Trausti hvatti Svein Tryggva áfram við ofbeldið

Fyrir héraðsdómi í síðustu viku kom fram að lögregla hafi síðustu tvær vikur rætt við fjölda aðila vegna málsins. Samkvæmt framburði þeirra aðila hafi Jón Trausti og Sveinn í félagi við fjórmenningana komið á tveimur bílum að heimili Arnars umrætt sinn.

Á meðan Sveinn gekk í skrokk á Arnari stóð Jón Trausti hjá og hvatti Svein áfram, að sögn vitnis að árásinni. Sama vitni lýsti því að þegar vitnið hafi kallað til tvímenninganna að láta af hegðun sinni hafi hvorugur þeirra brugðist við því og atlagan gegn Arnari haldið áfram þar til ljóst hafi verið að hann hefði misst meðvitund.

Sé því lýst af vitnum að svo hafi virst sem Jón Trausti og Sveinn væru að mynda brotaþola í kjölfar átakanna og hringja einhver símtöl. Vitni hafi síðan lýst því að skömmu áður en lögregla hafi komið á vettvang hafi tvímenningarnir sýnt tilburði til endurlífgunar á Arnari með því að blása í nokkur skipti í hann og ýtt á bringu hans með annarri hendi.

Tóku báðir upp myndskeið af Arnari meðvitundarlausum

Meðal gagna málsins liggi fyrir nokkur símtöl við Neyðarlínuna þar sem tilkynnt sé um átök og ástand Arnars umrætt sinn. Bæði Sveinn og Jón Trausti eru meðal þeirra sem hringdu í Neyðarlínuna. Í símtali Sveins við Neyðarlínuna tilkynnti hann um að þörf sé á sjúkrabifreið vegna manns sem hafi verið keyrt á. Eftir samtalið við starfsmann Neyðarlínunnar megi heyra hvar Sveinn leggi símann frá sér og byrji að hreyta ókvæðisorðum í Arnar.

Þá liggi fyrir Snapchat-upptökur bæði úr símum Sveins og Jóns Trausta og megi þar sjá að báðir hafi þeir tekið upp myndband af Arnari þar sem sjá megi hann liggja hreyfingarlausan, blóðugan og bláan í framan. Heyra megi á upptökunum að þeir tali á niðrandi hátt til Arnars og sömuleiðis heyrist Jón Trausti segja að svona fari fyrir þeim sem ráðist að sér.

Bæði Sveinn og Jón Trausti neita sök og kannist ekki við hafa veist að Arnari með ofbeldi líkt og vitni hafa lýst. Þeir segjast hafa komið að heimili Arnars til þess að sækja þangað garðverkfæri sem hafi verið eign Sveins. 

Arnar hafi hins vegar að ástæðulausu ráðist að þeim vopnaður kústskafti og skemmt bifreiðar þeirra og í framhaldi hafi hann veist að þeim með járnröri sem þeir hafi séð sig knúna til að stöðva hann með. Í framhaldi hafi þeir haldið Arnari í tökum þar til þeim hafi verið ljóst að hann væri meðvitundarlaus en þá hafi þeir hafið endurlífgun á honum þar til lögreglan hafi komið á vettvang.

Bloggað um fréttina

Innlent »

Kosningafundur sjálfstæðismanna í beinni

11:01 Opinn kosningafundur sjálfstæðismanna með Bjarna Benediktssyni, formanni Sjálfstæðisflokksins hófst klukkan 11 á Hilton Reykjavík Nordica. Fundurinn er sendur út í beinni útsendingu og hægt er að fylgjast með henni á mbl.is. Meira »

Kom hingað til að lifa af

09:33 Majid Zarei vissi ekki að hann væri á Íslandi fyrr en hann sótti um alþjóðlega vernd hér á landi hjá lögreglunni á Keflavíkurflugvelli. Majid var handtekinn á flugvellinum og eyddi tveimur vikum í Hegningarhúsinu við Skólavörðustíg. Meira »

Finnur fyrir stuðningi og meðbyr

08:59 Það lá vel á Katrínu Jakobsdóttur, formanni VG, í Alþingishúsinu í gær. Ekki dró það úr ánægjunni að heyra að VG væri stærsti flokkurinn á þingi. Meira »

Gefa tæki fyrir 40 milljónir

08:55 Í nóvember munu Hollvinasamtök SHA afhenda tæki og búnað að andvirði tæplega 40 milljóna króna. „Við höfum verið ansi drjúg en það hittir þannig á fyrir tilviljun að nóvembermánuður verður óvenjustór hjá okkur,“ segir formaður samtakanna. Meira »

Ullserkur setur svip á borgina

08:18 Sveppur hefur verið áberandi í borginni að undanförnu, til dæmis á grænum svæðum og umferðareyjum. Hann heitir ullserkur eða ullblekill, en hefur einnig verið nefndur bleksveppur. Meira »

Um 2.500 fá ekki lífeyrisaukann

07:57 Um 2.500 starfsmenn hjá sveitarfélögum utan Reykjavíkur sem eru félagsmenn í aðildarfélögum ASÍ fá ekki umsamda viðbótargreiðslu við hefðbundið iðgjald í lífeyrissjóð sem ASÍ samdi um á dögunum við ríki og borg vegna starfsmanna þeirra. Meira »

Haustlægð kemur í heimsókn

07:07 Haustið er gengið í garð með öllum sínum haustlægðum og í dag kemur ein slík í heimsókn. Hlýskil hennar ganga norður yfir landið og fylgir þeim talsverð eða mikil rigning, mest á Suðausturlandi og Austfjörðum, þó í mun minni mæli fyrir norðan, segir í hugleiðingum veðurfræðings Veðurstofu Íslands. Meira »

Unnið að því að manna sendinefnd

07:37 Alþingi vinnur nú að því að finna fulltrúa til þess að sitja allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna í New York. Reglan er núna sú að fjórir eða fimm alþingismenn sitja þingið fyrir Íslands hönd. Meira »

Fann mikið magn peninga

06:59 Heiðvirður borgari kom á lögreglustöðina í Reykjanesbæ í gærkvöldi með peningaveski sem hann hafði fundið. Í veskinu er mikið magn reiðufjár sem lögreglan vill koma í réttar hendur. Meira »

Fluttur á slysadeild eftir árekstur

06:49 Einn var fluttur á slysadeild með minni háttar meiðsl eftir árekstur við Kópavogslæk seint í gærkvöldi.   Meira »

Lögregla lokaði skemmtistað

06:39 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu þurfti að loka skemmtistað í Kópavogi í nótt þar sem þar reyndist vera töluverður fjöldi krakka undir aldri á staðnum þegar lögreglan kom þangað í eftirlitsferð um þrjúleytið. Meira »

Stjórnlaus af sveppaneyslu

06:34 Rétt eftir miðnætti þurfti lögreglan á höfuðborgarsvæðinu að flytja mann, sem var í mjög annarlegu ástandi sökum neyslu sveppa, á slysadeild Landspítalans. Meira »

Íslensku konurnar áfrýja í PIP-málinu

05:30 Flestar þeirra íslensku kvenna sem hlutu greiðslur frá þýska fyrirtækinu TÜV Rheinland, vegna PIP-brjóstapúðamálsins, vilja áfrýja málinu á næsta dómstig. Meira »

Þrír milljarðar urðu eftir í þrotabúum

05:30 Helmingur sáttagreiðslu Deutsche Bank til Kaupþings, um 212,5 milljónir evra eða um 27 milljarðar króna, rann fyrst í gegnum félögin Chesterfield og Partridge, sem eru í gjaldþrotameðferð, og barst þaðan til Kaupþings. Meira »

Undiralda í Framsóknarflokknum

05:30 Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi, segir marga framsóknarmenn „æfa“ yfir því baktjaldamakki sem nú standi yfir í Skagafirði. Það geti „stórskaðað“ flokkinn svo skömmu fyrir þingkosningar. Meira »

Vilja vinna þangi í Breiðafirði

05:30 Íslenska kalkþörungafélagið hefur nú mikinn áhuga á að hefja vinnslu á þangi í Breiðafirði með aðstöðu í Stykkishólmi.  Meira »

Ferðamenn í íbúð Félagsbústaða

05:30 Félagsbústaðir hf. munu senda öllum leigutökum sínum, sem eru um 2.500 talsins, bréf til að vekja athygli þeirra á því að framleiga íbúða til ferðamanna sé með öllu óheimil. Meira »

Vísbendingar um nokkurt launaskrið

05:30 Merki eru um að eitthvert launaskrið sé komið í gang á vinnumarkaði um þessar mundir en launavísitalan í ágúst hækkaði um 0,2% frá fyrri mánuði. Síðastliðna tólf mánuði hefur launavísitalan hækkað um 7,2% samkvæmt tölum sem Hagstofan birti í gær. Meira »
Akureyri - vönduð íbúðagisting
Vönduð og vel útbúin íbúðagisting. Uppábúin rúm, net og lokaþrif. Komdu á norður...
GLÆSILEGT HÚS T LEIGU Í VENTURA FLORIDA
Í húsi sem er v. 18 holu golfvöll eru 3 svh. m. sjónv., 2 bh., 1 wc, stór stofa,...
FJÖLNOTAKERRUR _ STURTUKERRUR
Fjölnotakerrur, auðvelt er að koma bílum og vélum uppá, 4 til 6 metra langar. St...
Olíumálverk eftir Ásgrím Jónsson
Olíumálverk eftir Ásgrím Jónsson, málað í Húsafelli. Stærð ca. 70x63 cm. Uppl í ...
 
Utankjörfundaratkvæða- greiðsla uta
Tilkynningar
Utankjörfundaratkvæðagreiðs...
Opinn fundur
Fundir - mannfagnaðir
Sjálfstæðisflokkurinn í Hafnarfi...
Reikningsskiladagur
Fundir - mannfagnaðir
Reikningsskiladagur FLE Föstudagur...
L edda 6017091919 i fjhst
Félagsstarf
? EDDA 6017091919 I Fjhst Mynd af au...