Hálstakið leiddi til dauða

Frá vettvangi í Mosfellsdal þar sem Arnar Jónsson Aspar lést.
Frá vettvangi í Mosfellsdal þar sem Arnar Jónsson Aspar lést. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Hæstiréttur  telur að ekki hafi verið sýnt fram á það af lögreglu að Jón Trausti Lúth­ers­son sé undir rökstuddum grun um að hafa orðið Arnari Jónssyni Aspar að bana. Því var gæsluvarðhaldsúrskurður yfir honum felldur úr gildi í gær. Aftur á móti er Sveini Gesti Tryggvasyni gert að sæta gæsluvarðhaldi áfram.

Jón Trausti er því laus úr gæsluvarðhaldi en Sveinn Gestur sætir gæsluvarðhaldi til 21. júlí vegna gruns um aðild að manndrápi í Mosfellsdal 7. júní.

Samkvæmt gögnum málsins komu þeir Sveinn Gestur og Jón Trausti að heimili Arnars Jónssonar Aspar síðdegis 7. júní í félagi við þrjá karla og eina konu. Eftir að Arnar hafði hent kústi í aðra þeirra bifreiða, sem komumenn voru á, sótti hann járnrör og fór að bifreiðunum. Stigu þá Jón Trausti og Sveinn út úr bifreiðinni og gengu að Arnari. Tók Jón Trausti járnrörið af Arnari en við það féll hinn síðarnefndi í jörðina. Hélt Sveinn Arnari þar í hálstaki í margar mínútur og sló hann ítrekað í andlitið. Var Arnar úrskurðaður látinn klukkan 19:14 um kvöldið.

Fram kom í bráðabirgðaniðurstöðu krufningar að þvinguð frambeygð staða Arnars í langan tíma hafi leitt til mikillar minnkunar öndunargetu, sem að lokum leiddi til stöðutengdrar köfnunar og láts hans. Sagði í niðurstöðunni að við þessar kringumstæður væri hægt að líta á hálstakið sem aðalþáttinn „í því sem leiddi til láts“ Arnars.

Jón Trausti hvatti Svein Tryggva áfram við ofbeldið

Fyrir héraðsdómi í síðustu viku kom fram að lögregla hafi síðustu tvær vikur rætt við fjölda aðila vegna málsins. Samkvæmt framburði þeirra aðila hafi Jón Trausti og Sveinn í félagi við fjórmenningana komið á tveimur bílum að heimili Arnars umrætt sinn.

Á meðan Sveinn gekk í skrokk á Arnari stóð Jón Trausti hjá og hvatti Svein áfram, að sögn vitnis að árásinni. Sama vitni lýsti því að þegar vitnið hafi kallað til tvímenninganna að láta af hegðun sinni hafi hvorugur þeirra brugðist við því og atlagan gegn Arnari haldið áfram þar til ljóst hafi verið að hann hefði misst meðvitund.

Sé því lýst af vitnum að svo hafi virst sem Jón Trausti og Sveinn væru að mynda brotaþola í kjölfar átakanna og hringja einhver símtöl. Vitni hafi síðan lýst því að skömmu áður en lögregla hafi komið á vettvang hafi tvímenningarnir sýnt tilburði til endurlífgunar á Arnari með því að blása í nokkur skipti í hann og ýtt á bringu hans með annarri hendi.

Tóku báðir upp myndskeið af Arnari meðvitundarlausum

Meðal gagna málsins liggi fyrir nokkur símtöl við Neyðarlínuna þar sem tilkynnt sé um átök og ástand Arnars umrætt sinn. Bæði Sveinn og Jón Trausti eru meðal þeirra sem hringdu í Neyðarlínuna. Í símtali Sveins við Neyðarlínuna tilkynnti hann um að þörf sé á sjúkrabifreið vegna manns sem hafi verið keyrt á. Eftir samtalið við starfsmann Neyðarlínunnar megi heyra hvar Sveinn leggi símann frá sér og byrji að hreyta ókvæðisorðum í Arnar.

Þá liggi fyrir Snapchat-upptökur bæði úr símum Sveins og Jóns Trausta og megi þar sjá að báðir hafi þeir tekið upp myndband af Arnari þar sem sjá megi hann liggja hreyfingarlausan, blóðugan og bláan í framan. Heyra megi á upptökunum að þeir tali á niðrandi hátt til Arnars og sömuleiðis heyrist Jón Trausti segja að svona fari fyrir þeim sem ráðist að sér.

Bæði Sveinn og Jón Trausti neita sök og kannist ekki við hafa veist að Arnari með ofbeldi líkt og vitni hafa lýst. Þeir segjast hafa komið að heimili Arnars til þess að sækja þangað garðverkfæri sem hafi verið eign Sveins. 

Arnar hafi hins vegar að ástæðulausu ráðist að þeim vopnaður kústskafti og skemmt bifreiðar þeirra og í framhaldi hafi hann veist að þeim með járnröri sem þeir hafi séð sig knúna til að stöðva hann með. Í framhaldi hafi þeir haldið Arnari í tökum þar til þeim hafi verið ljóst að hann væri meðvitundarlaus en þá hafi þeir hafið endurlífgun á honum þar til lögreglan hafi komið á vettvang.

Bloggað um fréttina

Innlent »

Kanna aðstæður við Öræfajökul

10:59 Fulltrúar á vegum almannavarna lögðu af stað í eftirlitsflug yfir Öræfajökul um níuleytið í morgun vegna vísbendinga um aukna virkni í jöklinum. Rík­is­lög­reglu­stjóri, í sam­ráði við lög­reglu­stjór­ann á Suður­landi, lýstu yfir óvissu­stigi al­manna­varna á svæðinu í gær. Meira »

Bílvelta á Bústaðavegi

10:27 Bílvelta varð á bústaðavegi um tíuleytið í morgun og er nú mikill viðbúnaður lögreglu, slökkviliðs og sjúkrabíla á staðnum, en atvikið átti sér stað til móts við verslunarkjarnann Grímsbæ. Meira »

Óráðlegt að vera á ferðinni við Múlakvísl

10:24 Rafleiðni heldur áfram að hækka í Múlakvísl á Mýrdalssandi. Há raf­leiðni hefur mæl­st í ánni síðustu daga og hefur hækkað veru­lega síðustu tvo daga og mæl­ist nú 430 míkrósímens/​cm. Meira »

Éljagangur norðan- og austantil

10:20 Ekkert lát virðist vera á norðanáttinni hér á landi og meðfylgjandi köldu veðri. Í dag er útlit fyrir að vindur verði nokkuð hægur og að áfram verði éljagangur norðan- og austantil á landinu. Sunnan- og vestanlands verður hins vegar að mestu þurrt og bjart með köflum. Meira »

Skilur við fortíðina

10:10 Nýjasta plata Bjarkar Guðmundsdóttur, Utopia, kemur út 24. nóvember. Platan er óður til ástarinnar og bjartsýninnar. Björk segir hana marka nýjan kafla í lífi hennar eftir uppgjör við skilnað sinn fyrir nokkrum árum. Björk opnar sig og segir frá valdníðslu og áreitni fyrir átján árum. Meira »

Hætt kominn vegna fíkniefnaleka

09:57 Íslenskur karlmaður var nýverið hætt kominn þegar að pakkning með fíkniefnum sem hann hafði komið fyrir innvortis fór að leka. „Maðurinn var fluttur með hraði á Landspítala þar sem gerð var á honum aðgerð sem án vafa hefur bjargað lífi hans,“ að því er segir í fréttatilkynningu frá lögreglu. Meira »

Ökumaður í vímu ók á rútu

08:53 Ökumaður fólksbifreiðar og farþegi í henni sluppu með skrekkinn þegar bílnum var ekið inn í framanverða hliðina á rútu á Reykjanesbraut nú í vikunni. Hugðist ökumaðurinn aka fram úr rútunni, að því er segir í tilkynningu lögreglunnar á Suðurnesjum, en ók þess í stað á hana. Meira »

Fluttur á sjúkrahús vegna ammoníaksleka

09:18 Einn var fluttur undir læknishendur í vikunni eftir að ammoníaksleki varð í vinnslusal frystihúss í Grindavík. Ástæðu lekans má rekja til ammoníaksrörs í frystisamstæðu í vinnslusal frystihússins sem rofnaði. Starfsmaður hafði sett lítið plastskurðarbretti upp við hlið samstæðunnar sem olli því að rörið fór í sundur. Meira »

Grenitréð skreytt 36 dögum fyrir jól

08:18 Í gær var unnið að því hörðum höndum að skreyta fagurlega myndað grenitréð í Smáralind og ljá því jólasvip.  Meira »

Ræddu örlög bankakerfisins

08:15 Í endurriti af símtali Davíðs Oddssonar, formanns bankastjórnar Seðlabanka Íslands, og Geirs H. Haarde forsætisráðherra, sem átti sér stað 6. október 2008, má sjá að í fyrri samskiptum þeirra hafi forsætisráðherra lagt á það áherslu að allra leiða yrði leitað til að bjarga Kaupþingi frá gjaldþroti. Meira »

Leitað að þeim sem áttu bætur

07:57 Alþingi var óheimilt að skerða atvinnuleysisbótarétt þeirra sem þegar höfðu virkjað rétt sinn fyrir 1. janúar 2015. Þetta kom fram í dómi Hæstaréttar 1. júní sl. um styttingu á bótatímabili atvinnuleysistrygginga úr 36 mánuðum í 30 mánuði. Meira »

Vatnslekar í heimahúsum í miðbænum

07:55 Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út í tvígang í miðborg Reykjavíkur vegna vatnsleka í heimahúsum í nótt.  Meira »

Skjálfti af stærðinni 3,4 við Siglufjörð

07:40 Jarðskjálfti af stærðinni 3,4 varð í nágrenni Siglufjarðar um klukkan eitt í nótt. Skjálftinn varð um 11 km norðvestur af Siglufirði að því er fram kemur á vef Veðurstofu Íslands. Meira »

Jólatörnin hjá hárgreiðslufólki er hafin

05:30 Útvarps- og hárgreiðslumaðurinn Svavar Örn Svavarsson segir að jólatörnin sé þegar hafin hjá hárgreiðslufólki og segir að bókanir hafi hrúgast inn að undanförnu. Meira »

Margnota pokar í boði á Vestfjörðum

05:30 Verslanir á sunnanverðum Vestfjörðum eru farnar að bjóða upp á margnota poka. Verkefnið er hluti af alþjóðlegu verkefni sem hefur verið nefnt Boomerang og gengur út á að minnka plastpokanotkun í heiminum. Meira »

Fjórir í fangageymslum vegna ölvunar

07:21 Nokkur erill var hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt og handtók hún m.a. sjö einstaklinga í vegna ölvunar- og fíkniefnaaksturs. Voru þeir allir látnir lausir að lokinni blóðsýnatöku. Meira »

Skylda að gera áhættumat og aðgerðaáætlun

05:30 „Það er lagaleg skylda að gera áhættumat sem snýr að andlegum og félagslegum þáttum á vinnustað.  Meira »

Skipta út tveimur stöðvum

05:30 Kynnt hefur verið áætlun um að breyta skipulagi í Þykkvabæ þannig að Biokraft ehf. geti sett upp tvær nýjar vindrafstöðvar í stað þeirra sem þar eru fyrir. Önnur eldri rafstöðin eyðilagðist í bruna í sumar. Meira »

Mátturinn eða dýrðin - Greinaflokkur

Tattoo
...
Allt þetta fólk Þormóðsslysið 18.2. 1943
Þormóðsslysið var hræðilegt áfall og hafði mikil áhrif á Bíldudal og nærsveitir....
Vestfjarðabækurnar 2017 Allur pakkinn
Vestfjarðabækurnar 2017 Allur pakkinn 22,000 kr. Frítt með Póstinum. Vestfirska...
Harðviður til húsbygginga
Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, palla...
 
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og j...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Við byrjum daginn á opnu v...
Framhald
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristniboðs- salnum. R...