Hálstakið leiddi til dauða

Frá vettvangi í Mosfellsdal þar sem Arnar Jónsson Aspar lést.
Frá vettvangi í Mosfellsdal þar sem Arnar Jónsson Aspar lést. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Hæstiréttur  telur að ekki hafi verið sýnt fram á það af lögreglu að Jón Trausti Lúth­ers­son sé undir rökstuddum grun um að hafa orðið Arnari Jónssyni Aspar að bana. Því var gæsluvarðhaldsúrskurður yfir honum felldur úr gildi í gær. Aftur á móti er Sveini Gesti Tryggvasyni gert að sæta gæsluvarðhaldi áfram.

Jón Trausti er því laus úr gæsluvarðhaldi en Sveinn Gestur sætir gæsluvarðhaldi til 21. júlí vegna gruns um aðild að manndrápi í Mosfellsdal 7. júní.

Samkvæmt gögnum málsins komu þeir Sveinn Gestur og Jón Trausti að heimili Arnars Jónssonar Aspar síðdegis 7. júní í félagi við þrjá karla og eina konu. Eftir að Arnar hafði hent kústi í aðra þeirra bifreiða, sem komumenn voru á, sótti hann járnrör og fór að bifreiðunum. Stigu þá Jón Trausti og Sveinn út úr bifreiðinni og gengu að Arnari. Tók Jón Trausti járnrörið af Arnari en við það féll hinn síðarnefndi í jörðina. Hélt Sveinn Arnari þar í hálstaki í margar mínútur og sló hann ítrekað í andlitið. Var Arnar úrskurðaður látinn klukkan 19:14 um kvöldið.

Fram kom í bráðabirgðaniðurstöðu krufningar að þvinguð frambeygð staða Arnars í langan tíma hafi leitt til mikillar minnkunar öndunargetu, sem að lokum leiddi til stöðutengdrar köfnunar og láts hans. Sagði í niðurstöðunni að við þessar kringumstæður væri hægt að líta á hálstakið sem aðalþáttinn „í því sem leiddi til láts“ Arnars.

Jón Trausti hvatti Svein Tryggva áfram við ofbeldið

Fyrir héraðsdómi í síðustu viku kom fram að lögregla hafi síðustu tvær vikur rætt við fjölda aðila vegna málsins. Samkvæmt framburði þeirra aðila hafi Jón Trausti og Sveinn í félagi við fjórmenningana komið á tveimur bílum að heimili Arnars umrætt sinn.

Á meðan Sveinn gekk í skrokk á Arnari stóð Jón Trausti hjá og hvatti Svein áfram, að sögn vitnis að árásinni. Sama vitni lýsti því að þegar vitnið hafi kallað til tvímenninganna að láta af hegðun sinni hafi hvorugur þeirra brugðist við því og atlagan gegn Arnari haldið áfram þar til ljóst hafi verið að hann hefði misst meðvitund.

Sé því lýst af vitnum að svo hafi virst sem Jón Trausti og Sveinn væru að mynda brotaþola í kjölfar átakanna og hringja einhver símtöl. Vitni hafi síðan lýst því að skömmu áður en lögregla hafi komið á vettvang hafi tvímenningarnir sýnt tilburði til endurlífgunar á Arnari með því að blása í nokkur skipti í hann og ýtt á bringu hans með annarri hendi.

Tóku báðir upp myndskeið af Arnari meðvitundarlausum

Meðal gagna málsins liggi fyrir nokkur símtöl við Neyðarlínuna þar sem tilkynnt sé um átök og ástand Arnars umrætt sinn. Bæði Sveinn og Jón Trausti eru meðal þeirra sem hringdu í Neyðarlínuna. Í símtali Sveins við Neyðarlínuna tilkynnti hann um að þörf sé á sjúkrabifreið vegna manns sem hafi verið keyrt á. Eftir samtalið við starfsmann Neyðarlínunnar megi heyra hvar Sveinn leggi símann frá sér og byrji að hreyta ókvæðisorðum í Arnar.

Þá liggi fyrir Snapchat-upptökur bæði úr símum Sveins og Jóns Trausta og megi þar sjá að báðir hafi þeir tekið upp myndband af Arnari þar sem sjá megi hann liggja hreyfingarlausan, blóðugan og bláan í framan. Heyra megi á upptökunum að þeir tali á niðrandi hátt til Arnars og sömuleiðis heyrist Jón Trausti segja að svona fari fyrir þeim sem ráðist að sér.

Bæði Sveinn og Jón Trausti neita sök og kannist ekki við hafa veist að Arnari með ofbeldi líkt og vitni hafa lýst. Þeir segjast hafa komið að heimili Arnars til þess að sækja þangað garðverkfæri sem hafi verið eign Sveins. 

Arnar hafi hins vegar að ástæðulausu ráðist að þeim vopnaður kústskafti og skemmt bifreiðar þeirra og í framhaldi hafi hann veist að þeim með járnröri sem þeir hafi séð sig knúna til að stöðva hann með. Í framhaldi hafi þeir haldið Arnari í tökum þar til þeim hafi verið ljóst að hann væri meðvitundarlaus en þá hafi þeir hafið endurlífgun á honum þar til lögreglan hafi komið á vettvang.

Bloggað um fréttina

Innlent »

Íslendingar virðast frekar vilja dætur

08:18 Ekki er endilega ástæða til að hafa áhyggjur af lækkandi fæðingartíðni hérlendis, sem lesa má úr tölum allra síðustu ára. Konur gætu einfaldlega verið að seinka barneignum. Auk þess virðast Íslendingar fremur vilja eignast dætur en syni. Meira »

Vilja afskrá sjö vita á landinu

07:57 Samráðshópur Vegagerðarinnar hefur lagt til að leggja niður og afskrá sjö vita auk þess að leggja niður þrjá vita sem landsvita og gera þá að hafnarvitum. Meira »

Tafir vegna framkvæmda í Borgarnesi

07:16 Talsverðar viðhaldsframkvæmdir verða á hringvegi frá Borgarnesi að Laugabakka í Miðfirði næstu daga og verður umferðarstýring við framkvæmdasvæðið með 10-15 mínútna bið í senn. Einnig er unnið við blettanir í Dölunum. Vegfarendur eru beðnir um að sýna tillitsemi á meðan þessu stendur yfir. Meira »

Tveir lögreglumenn kærðir

07:05 Tveir lögreglumenn á höfuðborgarsvæðinu sæta rannsókn vegna gruns um að hafa beitt tvo menn grófu ofbeldi við handtöku í maí, með þeim afleiðingum að annar mannanna tvífótbrotnaði. Lögð hefur verið fram kæra á hendur báðum lögreglumönnunum, karli og konu. Meira »

Bæjarins bestu flytur yfir götuna

06:30 Hinn vinsæli pylsuvagn Bæjarins bestu verður í dag fluttur yfir götuna og komið fyrir til bráðabirgða á gangstéttinni fyrir framan Hótel 1919 í Eimskipafélagshúsinu. Meira »

Hlýjast á Vesturlandi í dag

06:26 Hlýjast verður á Vesturlandi en svalast á norðausturhorni landsins í dag og verður hitinn á bilinu 8 til 23 stig. Léttskýjað vestantil en þokuloft við Faxaflóa í nótt og á þokunni að létta þegar líður á morguninn. Meira »

Tveir buðu í veg við Dettifoss

05:30 Tilboð voru opnuð hjá Vegagerðinni í vikunni í gerð Dettifossvegar, frá Dettifossvegi vestri og norður fyrir Súlnalæk.   Meira »

„Súpa seyðið“ af stjórnarsamstarfi

05:30 „Það kemur í sjálfu sér ekkert á óvart að Flokkur fólksins mælist stærri en Björt framtíð og Viðreisn, vegna þess að þau eru auðvitað að súpa seyðið af því að hafa gengið allt of langt á forsendum Sjálfstæðisflokksins í stjórnarsamstarfinu og gengið á bak orða sinna frá því í kosningabaráttunni.“ Meira »

Annar rekstur verði ekki ríkisstyrktur

05:30 Steinþór Arnarson, einn eigenda Fjallsárlóns ehf., sem rekur ferðaþjónustu við Fjallsárlón, segist ekki óttast aukna samkeppni vegna friðlýsingar Jökulsárlóns og umfangsmikils svæðis á Breiðamerkursandi, sem tók gildi í gær. Meira »

Matsmenn fá ekki gögn

05:30 Dómkvaddir matsmenn sem fengnir voru í fyrra til að meta verðmæti stofnfjár í Sparisjóði Vestmannaeyja hafa ekki fengið fullnægjandi aðgang að gögnum til verðmatsins. Bankinn ber fyrir sig bankaleynd. Meira »

Vinnu við vegskála lýkur senn

05:30 Vinna við vegskála Vaðlaheiðarganga Fnjóskadalsmegin hefur gengið vel og er á áætlun.  Meira »

Júlíhitametin falla hvert af öðru

05:30 Í hitabylgjunni sem gengið hefur yfir landið á Norður- og Austurlandi undanfarið hafa júlíhitamet fallið á nokkrum sjálfvirkum stöðvum sem athugað hafa í 17 ár eða meira, segir Trausti Jónsson veðurfræðingur. Meira »

Óvissa með laxaseiðaeldisstöð

05:30 Byggðaráð Norðurbyggðar hefur samþykkt aðal- og deiliskipulag vegna uppbyggingar á seiðaeldisstöð á Röndinni á Kópaskeri. Skipulags- og umhverfisnefnd bókaði á fundi sínum að uppbygging fyrirhugaðs fiskeldis á Röndinni væri líkleg til að styrkja byggð á Kópaskeri. Meira »

Skjálfti upp á 4,5 í Kötlu

Í gær, 22:43 Jarðskjálfti að stærðinni 4,5 varð í Kötlu nú á ellefta tímanum í kvöld. Skjálftinn fannst vel í Mýrdal og í Skaftártungu að sögn heimamanna. Annar skjálfti upp á 3,2 varð í kjölfarið. Meira »

„Erum í raun einir á fjallinu“

Í gær, 21:21 „Ég ætlaði reyndar að fara 2020 en svo dó pabbi um jólin þannig að ég ákvað bara að drífa mig af stað,“ segir John Snorri Sigurjónsson í samtali við mbl.is. Svartaþoka, drunur frá snjóflóðum, snjóhengjur og sprungur í fjallinu hafa sett mark sitt á för hans á tind fjallsins K2. Meira »

Öflugir skjálftar í Kötlu

05:30 „Skjálftarnir fundust mjög vel hérna í Mýrdalnum og í Skaftártungum,“ segir Jónas Erlendsson, fréttaritari Morgunblaðsins í Mýrdal, en tveir öflugir jarðskjálftar mældust í öskju Mýrdalsjökuls rétt eftir klukkan tíu í gærkvöldi. Meira »

Ökklabrotinn göngumaður á Arnarstapa

Í gær, 21:28 Björgunarsveitir Landsbjargar eru að aðstoða göngufólk í vanda á þremur stöðum nú í kvöld. Rétt fyrir átta var tilkynnt um ökklabrotinn göngumann á gönguleiðinni á milli Arnarstapa og Hellna á Snæfellsnesi. Meira »

Villtist á fjalli við Seyðisfjörð

Í gær, 21:13 Kona villtist vegna þoku í grennd við Hánefstaðafjall við Seyðisfjörð. Búið er að staðsetja konuna með GPS-tækjum og bíður hún þess að vera sótt og ferjuð niður. Meira »
Rúmnuddari á 7800 kr. Andlitspúði sem fer undir rúmdýnur , vatns og olíuheldur
Rúmnuddari Andlitspúði sem fer undir rúmdýnur , vatns og olíuheldur kr 7800. ...
Hársnyrtistóll með pumpu
Góður og þægilegur hársnyrtistóll auðvelt að skipta um áklæði. Verðhugmynd 15-20...
Stálstólar nýklæddir - gæða stólar - sími 869-2798
Er með nokkra gæða íslenska stálstóla, þessa gömlu góðu á 12,500 kr, stykkið, N...
Eimskip - 100 ára saga félagsins
Ónotað eintak á 5000 kr. Bókin var gefin út í tilefni af aldarafmæli Eimskipafél...
 
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar 4 Smíðar/útskurður m./leiðb. kl...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar 4 Smíðar/útskurður með leiðb. k...
Geirlandsá - útboð óskað er eftir tilbo
Veiði
Geirlandsá - útboð Óskað er eftir til...
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristniboðs- salnum. R...