Kona í staðinn fyrir hús

Helga Þórisdóttir sýningarstjóri ásamt Jóni Sigurpálssyni forstöðumanni Byggðasafns Vestfjarða.
Helga Þórisdóttir sýningarstjóri ásamt Jóni Sigurpálssyni forstöðumanni Byggðasafns Vestfjarða.

Helgu Þórsdóttur, safnverði og sýningarstjóra grunnsýningar sem opnuð var í Byggðasafni Vestfjarða á Ísafirði á kvennréttindadaginn 19. júní sl., fannst fara vel á að fá Karítas Skarphéðinsdóttur fiskverkakonu til að segja safngestum sögu fiskverkunar í landi sem og þess samfélags sem byggðist upp á norðanverðum Vestfjörðum í hennar tíð og hvernig það mótaði manneskjurnar. Leiðsögumaður sýningarinnar fæddist 1890 og lést 1972.

Karítas og elstu börnin.
Karítas og elstu börnin.

„Karítas er táknmynd staðar og hugmyndafræðilegs samtíma; hún er líkami konu sem ekki var ætlað að hafa yfirráð yfir sjálfri sér,“ segir Helga og skírskotar til þess að Karítas hafi aðeins verið sextán ára þegar faðir hennar gerði samning við Magnús Guðmundsson um að hann fengi að giftast henni í skiptum fyrir hús. „Hann var fullorðinn maður og ég var óviti,“ sagði Karítas á efri árum um ráðahaginn, en Magnús var 37 ára ekkjumaður og fjögurra barna faðir þegar til hjónabandsins var stofnað. Þau skildu.

Fiskvinnslan útundan í sjávarútvegssögunni

Helga ólst upp í Reykjavík en er ættuð að vestan og dvaldist sem krakki öll sumur hjá ömmu sinni og afa á Flateyri. Hún er myndlistarmaður og menningarfræðingur og á nokkrar listsýningar að baki sem sýningarstjóri. „Ég var aldrei barn er fyrsta sögusýningin sem ég set upp og því töluverð áskorun. Mig langaði til að gera fiskvinnslunni skil því henni hefur lítill gaumur verið gefinn í sjávarútvegssögunni og þar af leiðandi ekki konum sem unnu þessi erfiðu störf. Öðrum þræði varpar sýningin ljósi á blómlegt borgarsamfélag á Ísafirði í tíð Karítasar og ekki síður þá hörðu stéttabaráttu sem hér var og hún tók virkan þátt í. Jafnframt langaði mig til að tala inn í samtímann og skapa umræðu. Rifja upp ákveðna orðræðu sem hér var og skoða hverju verkalýðsbaráttan hefur áorkað til dagsins í dag,“ segir Helga.

Karítas og Magnús áttu átta börn sem komust á legg.
Karítas og Magnús áttu átta börn sem komust á legg.

Í því skyni lét hún framreikna tímakaup verkafólksins. Eftir verkfall á Ísafirði árið 1936 var gengið að kröfum um að konur fengju 85 aura, sem jafngilda 600 krónum í dag, og karlar eina krónu og tuttugu aura, eða um 800 krónur á núvirði. „Sorglega nálægt þeim launamun sem við þekkjum núna,“ segir Helga og heldur áfram: „Eins og hinar konurnar sem vöskuðu fisk vann Karítas frá því klukkan sjö á morgnana til sex á kvöldin. Þær fengu einn og hálfan tíma í mat svo þær kæmust heim til að fæða börn sín. Unnið var árið um kring og ekkert sumarfrí. Fiskvöskunarkonur voru með hendurnar ofan í ísköldu vatni allan daginn í húsakynnum sem þurftu að vera opin í báða enda til að vindar næddu þar um. Eitt af afrekum Karítasar var að fá því framgengt að vinnuveitendur settu heitt vatn í körin á morgnana svo konurnar þyrftu ekki að byrja á að brjóta ísinn.“

Braust úr einangrun

Helga viðurkennir að hafa ekki haft hugmynd um tilvist þessarar merku baráttukonu fyrr en konurnar á Bókasafni Ísafjarðar bentu henni á hana. „Þegar ég sagði þeim að kona ætti að vera í brennidepli á sýningunni, var Karítas sú fyrsta sem þeim datt í hug. Almenningur á Vestfjörðum þekkir þó lítið til hennar sögu, hún hefur að mestu verið gleymd öðrum en þeim sem hafa starfað í verkalýðshreyfingunni eða rannsakað sögu Vestfjarða.“

Með sýningunni verður efalítið breyting þar á. Helga sökkti sér niður í heimildir, sem þó nokkuð var til af, og nú er fátt sem hún ekki veit um lífshlaup Karítasar; bláfátækrar konu sem þurfti að vinna hörðum höndum frá blautu barnsbeini, braust úr einangrun og gerðist einn skörulegasti talsmaður verkafólks á Vestfjörðum. Allir vissu hver Karítas var. Og allir hlustuðu þegar hún tók til máls; atvinnurekendur og pólitíkusar jafnt sem verkafólk.

„Karítas var mælsk, ákveðin og ákaflega meðvituð um eigið hlutverk sem málsvari verkalýðsins og þau áhrif sem hún gat haft. Mér finnst mjög fallegt hversu stéttvís hún var og stóð vel með sínu fólki. Á þessum árum var gjarnan sagt að allir alvöru kommúnistarnir væru á Ísafirði, þessir sem menntuðu sig í Sovétríkjunum. Sjálfum ku þeim hafa þótt kommúnistarnir fyrir sunnan hálfgerðir aular, sem ekki tækju við ritningunni hreinni. Karítas var einn af stofnendum Kommúnistaflokksins á Ísafirði og alla tíð virk í flokknum.

Líka eftir hún fluttist suður árið 1938 og hélt áfram að berjast í félags- og verkalýðsmálum,“ segir Helga og bætir við að þrátt fyrir fátæktina og ómegðina hafi verið sérstaklega til þess tekið hversu fín og vel tilhöfð hún var á fundum. „Rétt eins og stjórnmálamaður lagði hún mikið upp úr ímynd sinni. Auk annarra hæfileika mun hún hafa verið afburðaflink saumakona og börn hennar alltaf fín og strokin.“

Ofurkona síns tíma

Svo notuð sé útþvæld klisja er Helga spurð hvort Karítas hafi verið ofurkona síns tíma. Svarið er já. „Hún var samt ólík meintri ofurkonu nútímans, oftast hálaunakonu sem montar sig af að vakna klukkan fimm á morgnana til að fara í ræktina áður en hún tekst á við fjölbreytileg og krefjandi verkefni dagsins, heima og heiman. Sú er ekkert endilega stéttvís eins og Karítas var. Kannski hefur eitthvað mistekist í kvennahreyfingunni, sem virðist ekki höfða til verkakvenna, þeim finnst hún snobbuð og háborgaraleg – sem hún er,“ segir Helga og heldur áfram: „Karítas var ótrúlega heilsuhraust, hún eignaðist tíu börn, en tvö dóu í fæðingu, og fór bara daginn eftir eins og ekkert hefði í skorist að verka fisk. Þótt hún hefði aðeins fengið tilsögn í lestri, skrift, reikningi og kristinfræði í einn eða tvo mánuði hjá prestinum kringum fermingu, var hún vel upplýst, las mikið, fór vel með kvæði og vísur og naut fegurðarinnar í lífinu þegar henni gafst tóm til.“

Helga gerir því skóna að Karítas hefði getað átt sér þægilegra líf í faðmi íhaldsins eins og henni var margoft boðið. „Hún var hugsjónamanneskja, trú sinni sannfæringu og hafði engan áhuga á að fikra sig upp þjóðfélagsstigann með þeim hætti. Hún var svo föst fyrir að einu sinni átti að reka hana og þrjá aðra félaga úr verkalýðsfélaginu Baldri.“

Leikþáttur um átakafund

Helga fékk Eirík Örn Norðdahl rithöfund til skrifa leikþátt um átakafund, þar sem tillaga var tekin fyrir um brottvikningu fjögurra kommúnista úr verkalýðsfélaginu. Kratarnir höfðu töglin og hagldirnar í félaginu. Brottvikning þýddi að fjórmenningunum voru allar bjargir bannaðar varðandi vinnu á Ísafirði og þar um slóðir. Svo fór að þau voru rekin, en misstu þó ekki vinnuréttindi.

Sýningin er að hluta byggð á innsetningarverkum og er leikþátturinn eitt þeirra. „Ég fékk leikara til að leiklesa á íslensku, ensku, frönsku og þýsku. Flutningurinn tekur um tíu mínútur og með því einu að ýta á takka geta gestir horfið til fortíðar og ímyndað sér að vera staddir í fundarsal Baldurs árið 1936.“

Eftir nokkra daga geta safngestir kippt með sér Fréttablaðinu við Djúp, sem Sölvi Björn Sigurðsson skrifaði sérstaklega fyrir sýninguna og byggir á rannsókum Sigurðar Péturssonar sagnfræðings um það sem efst var á baugi fyrir vestan á fjórða tug liðinnar aldar. Eins og nærri má geta var Karítas mikið í fréttum.

Spurð um yfirskrift sýningarinnar, Ég var aldrei barn, segir Helga að hún sé að vísu ekki orðrétt eftir Karítas höfð. „„Ég var aldrei ung stúlka,“ svaraði Karítas hryssingslega þegar Hallfreður Örn Eiríksson, þjóðháttafræðingur segir í útvarpsviðtali við hana aldraða á Hrafnistu: „Segðu mér Karítas, þegar þú varst ung stúlka, fórstu þá með ljóð og kvæði?“ Ég ímynda mér að hún hafi hugsað með sér hvað maðurinn héldi eigilega – að hún hefði ekki haft annað við tímann að gera en sitja við hafið og þylja ljóð og kvæði,“ segir sýningarstjórinn brosandi.

Ísafjörður þakinn saltfiski.
Ísafjörður þakinn saltfiski.

Innlent »

25% orðið fyrir kynferðislegri áreitni í starfi

09:14 Fjórðungur landsmanna hefur orðið fyrir kynferðislegri áreitni í starfi á einhverjum tímapunkti, samkvæmt niðurstöðum úr nýrri könnun Gallup. Er hlutfallið þeirra kvenna sem hafa orðið fyrir kynferðislegri áreitni töluvert hærri en karla, eða 45%, á móti 15%. Meira »

Ríkið sýknað í Landsdómsmáli

09:03 Mannréttindadómstóll Evrópu kvað upp þann dóm í dag að íslenska ríkið hafi ekki brotið gegn Mannréttindasáttmála Evrópu þegar Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, var dæmdur í landsdómi í apríl 2012. Meira »

54 vilja í skrifstofustjórann

09:01 54 sóttu um stöðu skrifstofustjóra menningarmála sem Menningar- og ferðamálasvið Reykjavíkurborgar auglýsti lausa til umsóknar í byrjun nóvember. Meðal umsækjenda eru Karl Pétur Jónsson, aðstoðarmaður Þorsteins Víglundssonar félagsmálaráðherra, og Sif Gunnarsdóttir, forstöðumaður Norðurlandahússins í Færeyjum. Meira »

„Fjöldafátækt“ meðal aldraðra

08:18 „Helsta niðurstaða rannsóknarinnar er að það hlutfall þjóðartekna sem rennur til aldraðra sem eftirlaun er 2-2,5% lægra hér á landi en meðaltal OECD-ríkjanna. Meira »

Tengsl milli jöklabráðnunar og eldgosa

07:57 Vísbendingar eru um að tengsl geti verið á milli jöklabreytinga og eldgosa í Öræfajökli. Dr. Hjalti J. Guðmundsson, landfræðingur og skrifstofustjóri hjá Reykjavíkurborg, skrifaði á sínum tíma doktorsritgerð um jöklabreytingar og gjóskulagafræði Öræfasveitar á nútíma. Meira »

Ósætti vegna fjarveru Erlings með landsliðinu

07:54 Klofningur virðist vera kominn upp í Vestmannaeyjum hvað varðar Erling Richardsson, skólastjóra grunnskóla Vestmannaeyjarbæjar, vegna þess að hann sinnir einnig starfi landsliðsþjálfara Hollands í handknattleik. Meira »

Víkurgarður ræddur í borgarráði

07:37 Varðmenn Víkurgarðs, sem svo kalla sig, fá að kynna sjónarmið sín um varðveislu Víkurkirkjugarðs hins forna í miðbæ Reykjavíkur á fundi borgarráðs fyrir hádegi í dag. Meira »

Losuðu bíla sem voru fastir á Fjarðarheiði

07:52 Engin útköll voru hjá björgunarsveitum í nótt, en óskað var eftir aðstoð björgunarveitar á Austurlandi rétt fyrir klukkan sex í morgun til að losa bíla sem fastir voru á Fjarðarheiði til að snjóruðningstæki gætu komist rutt heiðina. Þetta segir Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar. Meira »

Stormur, ofankoma og varasamir vindstrengir

07:00 App­el­sínu­gul viðvör­un er í gildi á Vest­fjörðum, Strönd­um, Norður­landi vestra, Norður­landi eystra og Suðaust­ur­landi, en norðan hvassviðri eða stormur verður á landinu í dag, með ofankomu um norðanvert landið og mjög hvössum vindhviðum undir Vatnajökli og víðar suðaustantil á landinu. Meira »

Reyndu að fela sig inni í fyrirtækinu

06:09 Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst á fjórða tímanum í nótt tilkynning um að verið væri að brjótast inn í fyrirtæki í Árbæ. Hafði sá sem tilkynnti innbrotið séð grunsamlega menn með þar á ferðinni með vasaljós, en þjófarnir spenntu upp glugga til að komast inn í fyrirtækið. Meira »

Dæmt í máli Geirs í dag

05:30 Mannréttindadómstóll Evrópu í Strassborg kveður upp dóm sinn í máli Geirs H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, gegn íslenska ríkinu í dag. Meira »

Orkuveitan metur fýsileika niðurrifs

05:30 Sérfræðingar Orkuveitu Reykjavíkur meta nú kosti þess að rífa vesturbyggingu höfuðstöðva fyrirtækisins á Bæjarhálsi í Reykjavík. Meira »

Misjöfn viðkoma rjúpna

05:30 Viðkoma rjúpna virðist hafa verið góð á Vestfjörðum, Norðausturlandi og Austurlandi í sumar en lélegri á Vesturlandi og Suðurlandi. Meira »

Aðgangi að auðlind fylgir ábyrgð

05:30 „Þó svo það megi finna að regluverkinu og árangri eftirlitsins leysir það ekki skipstjórnarmenn og útgerðarmenn undan ábyrgðinni sem fylgir því að hafa aðgang að auðlindinni og mikilvægt að hafa í huga að þeir verða að axla ábyrgðina á gjörðum sínum.“ Meira »

Eykur á skortinn

05:30 Vísbendingar eru um að breytt samsetning heimila muni ýta undir skort á íbúðum á höfuðborgarsvæðinu á næstu árum. Það mun sérstaklega koma fram í smærri íbúðum. Meira »

Áhyggjur af flutningum

05:30 „Þrátt fyrir ófærð síðustu daga hafa flutningar gengið vel til þessa og ekki er hægt annað en að hrósa Vegagerðinni fyrir frammistöðuna,“ segir Víkingur Gunnarsson, framkvæmdastjóri Arnarlax á Bíldudal. Meira »

Möguleikar ÍNN skoðaðir

05:30 Forsvarsmenn Íslands nýjasta nýtt (ÍNN) skoða nú, í samráði við skiptastjóra, hvaða möguleikar standa sjónvarpsstöðinni til boða eftir að hún var tekin til gjaldþrotaskipta fyrr í mánuðinum. Meira »

Athugasemdir, þukl og dónabrandarar

05:30 „Þegar maður er í vinnunni, stendur og heldur ræðu, þá setja athugasemdir af kynferðislegum toga mann út af laginu.“   Meira »

Mátturinn eða dýrðin - Greinaflokkur

Mazda 3 Vision 2015
Mazda 3 Vision 2015 dekurbíll til sölu Einn eigandi, keyrður 34.000 km, sjálfski...
HARMONIKKUHURÐIR SPARA MIKIÐ PLÁSS
Margar gerðir, oftast afgreiddar samdægurs, verð frá kr. 13.900,- Sími 848 3215...
GLÆSILEGT HÚS T LEIGU Í VENTURA FLORIDA
Í húsi sem er v. 18 holu golfvöll eru 3 svh. m. sjónv., 2 bh., 1 wc, stór stofa,...
PL Crystal Line, heitustu úrin í Paris.
Með SWAROVSKI kristals skífu, 2ja ára ábyrgð. Sama verð og í heimalandinu 16 til...
 
Framhald
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
L edda 6017112119 i h&v
Félagsstarf
? EDDA 6017112119 I H&V; Mynd af augl...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og g...