Kona í staðinn fyrir hús

Helga Þórisdóttir sýningarstjóri ásamt Jóni Sigurpálssyni forstöðumanni Byggðasafns Vestfjarða.
Helga Þórisdóttir sýningarstjóri ásamt Jóni Sigurpálssyni forstöðumanni Byggðasafns Vestfjarða.

Helgu Þórsdóttur, safnverði og sýningarstjóra grunnsýningar sem opnuð var í Byggðasafni Vestfjarða á Ísafirði á kvennréttindadaginn 19. júní sl., fannst fara vel á að fá Karítas Skarphéðinsdóttur fiskverkakonu til að segja safngestum sögu fiskverkunar í landi sem og þess samfélags sem byggðist upp á norðanverðum Vestfjörðum í hennar tíð og hvernig það mótaði manneskjurnar. Leiðsögumaður sýningarinnar fæddist 1890 og lést 1972.

Karítas og elstu börnin.
Karítas og elstu börnin.

„Karítas er táknmynd staðar og hugmyndafræðilegs samtíma; hún er líkami konu sem ekki var ætlað að hafa yfirráð yfir sjálfri sér,“ segir Helga og skírskotar til þess að Karítas hafi aðeins verið sextán ára þegar faðir hennar gerði samning við Magnús Guðmundsson um að hann fengi að giftast henni í skiptum fyrir hús. „Hann var fullorðinn maður og ég var óviti,“ sagði Karítas á efri árum um ráðahaginn, en Magnús var 37 ára ekkjumaður og fjögurra barna faðir þegar til hjónabandsins var stofnað. Þau skildu.

Fiskvinnslan útundan í sjávarútvegssögunni

Helga ólst upp í Reykjavík en er ættuð að vestan og dvaldist sem krakki öll sumur hjá ömmu sinni og afa á Flateyri. Hún er myndlistarmaður og menningarfræðingur og á nokkrar listsýningar að baki sem sýningarstjóri. „Ég var aldrei barn er fyrsta sögusýningin sem ég set upp og því töluverð áskorun. Mig langaði til að gera fiskvinnslunni skil því henni hefur lítill gaumur verið gefinn í sjávarútvegssögunni og þar af leiðandi ekki konum sem unnu þessi erfiðu störf. Öðrum þræði varpar sýningin ljósi á blómlegt borgarsamfélag á Ísafirði í tíð Karítasar og ekki síður þá hörðu stéttabaráttu sem hér var og hún tók virkan þátt í. Jafnframt langaði mig til að tala inn í samtímann og skapa umræðu. Rifja upp ákveðna orðræðu sem hér var og skoða hverju verkalýðsbaráttan hefur áorkað til dagsins í dag,“ segir Helga.

Karítas og Magnús áttu átta börn sem komust á legg.
Karítas og Magnús áttu átta börn sem komust á legg.

Í því skyni lét hún framreikna tímakaup verkafólksins. Eftir verkfall á Ísafirði árið 1936 var gengið að kröfum um að konur fengju 85 aura, sem jafngilda 600 krónum í dag, og karlar eina krónu og tuttugu aura, eða um 800 krónur á núvirði. „Sorglega nálægt þeim launamun sem við þekkjum núna,“ segir Helga og heldur áfram: „Eins og hinar konurnar sem vöskuðu fisk vann Karítas frá því klukkan sjö á morgnana til sex á kvöldin. Þær fengu einn og hálfan tíma í mat svo þær kæmust heim til að fæða börn sín. Unnið var árið um kring og ekkert sumarfrí. Fiskvöskunarkonur voru með hendurnar ofan í ísköldu vatni allan daginn í húsakynnum sem þurftu að vera opin í báða enda til að vindar næddu þar um. Eitt af afrekum Karítasar var að fá því framgengt að vinnuveitendur settu heitt vatn í körin á morgnana svo konurnar þyrftu ekki að byrja á að brjóta ísinn.“

Braust úr einangrun

Helga viðurkennir að hafa ekki haft hugmynd um tilvist þessarar merku baráttukonu fyrr en konurnar á Bókasafni Ísafjarðar bentu henni á hana. „Þegar ég sagði þeim að kona ætti að vera í brennidepli á sýningunni, var Karítas sú fyrsta sem þeim datt í hug. Almenningur á Vestfjörðum þekkir þó lítið til hennar sögu, hún hefur að mestu verið gleymd öðrum en þeim sem hafa starfað í verkalýðshreyfingunni eða rannsakað sögu Vestfjarða.“

Með sýningunni verður efalítið breyting þar á. Helga sökkti sér niður í heimildir, sem þó nokkuð var til af, og nú er fátt sem hún ekki veit um lífshlaup Karítasar; bláfátækrar konu sem þurfti að vinna hörðum höndum frá blautu barnsbeini, braust úr einangrun og gerðist einn skörulegasti talsmaður verkafólks á Vestfjörðum. Allir vissu hver Karítas var. Og allir hlustuðu þegar hún tók til máls; atvinnurekendur og pólitíkusar jafnt sem verkafólk.

„Karítas var mælsk, ákveðin og ákaflega meðvituð um eigið hlutverk sem málsvari verkalýðsins og þau áhrif sem hún gat haft. Mér finnst mjög fallegt hversu stéttvís hún var og stóð vel með sínu fólki. Á þessum árum var gjarnan sagt að allir alvöru kommúnistarnir væru á Ísafirði, þessir sem menntuðu sig í Sovétríkjunum. Sjálfum ku þeim hafa þótt kommúnistarnir fyrir sunnan hálfgerðir aular, sem ekki tækju við ritningunni hreinni. Karítas var einn af stofnendum Kommúnistaflokksins á Ísafirði og alla tíð virk í flokknum.

Líka eftir hún fluttist suður árið 1938 og hélt áfram að berjast í félags- og verkalýðsmálum,“ segir Helga og bætir við að þrátt fyrir fátæktina og ómegðina hafi verið sérstaklega til þess tekið hversu fín og vel tilhöfð hún var á fundum. „Rétt eins og stjórnmálamaður lagði hún mikið upp úr ímynd sinni. Auk annarra hæfileika mun hún hafa verið afburðaflink saumakona og börn hennar alltaf fín og strokin.“

Ofurkona síns tíma

Svo notuð sé útþvæld klisja er Helga spurð hvort Karítas hafi verið ofurkona síns tíma. Svarið er já. „Hún var samt ólík meintri ofurkonu nútímans, oftast hálaunakonu sem montar sig af að vakna klukkan fimm á morgnana til að fara í ræktina áður en hún tekst á við fjölbreytileg og krefjandi verkefni dagsins, heima og heiman. Sú er ekkert endilega stéttvís eins og Karítas var. Kannski hefur eitthvað mistekist í kvennahreyfingunni, sem virðist ekki höfða til verkakvenna, þeim finnst hún snobbuð og háborgaraleg – sem hún er,“ segir Helga og heldur áfram: „Karítas var ótrúlega heilsuhraust, hún eignaðist tíu börn, en tvö dóu í fæðingu, og fór bara daginn eftir eins og ekkert hefði í skorist að verka fisk. Þótt hún hefði aðeins fengið tilsögn í lestri, skrift, reikningi og kristinfræði í einn eða tvo mánuði hjá prestinum kringum fermingu, var hún vel upplýst, las mikið, fór vel með kvæði og vísur og naut fegurðarinnar í lífinu þegar henni gafst tóm til.“

Helga gerir því skóna að Karítas hefði getað átt sér þægilegra líf í faðmi íhaldsins eins og henni var margoft boðið. „Hún var hugsjónamanneskja, trú sinni sannfæringu og hafði engan áhuga á að fikra sig upp þjóðfélagsstigann með þeim hætti. Hún var svo föst fyrir að einu sinni átti að reka hana og þrjá aðra félaga úr verkalýðsfélaginu Baldri.“

Leikþáttur um átakafund

Helga fékk Eirík Örn Norðdahl rithöfund til skrifa leikþátt um átakafund, þar sem tillaga var tekin fyrir um brottvikningu fjögurra kommúnista úr verkalýðsfélaginu. Kratarnir höfðu töglin og hagldirnar í félaginu. Brottvikning þýddi að fjórmenningunum voru allar bjargir bannaðar varðandi vinnu á Ísafirði og þar um slóðir. Svo fór að þau voru rekin, en misstu þó ekki vinnuréttindi.

Sýningin er að hluta byggð á innsetningarverkum og er leikþátturinn eitt þeirra. „Ég fékk leikara til að leiklesa á íslensku, ensku, frönsku og þýsku. Flutningurinn tekur um tíu mínútur og með því einu að ýta á takka geta gestir horfið til fortíðar og ímyndað sér að vera staddir í fundarsal Baldurs árið 1936.“

Eftir nokkra daga geta safngestir kippt með sér Fréttablaðinu við Djúp, sem Sölvi Björn Sigurðsson skrifaði sérstaklega fyrir sýninguna og byggir á rannsókum Sigurðar Péturssonar sagnfræðings um það sem efst var á baugi fyrir vestan á fjórða tug liðinnar aldar. Eins og nærri má geta var Karítas mikið í fréttum.

Spurð um yfirskrift sýningarinnar, Ég var aldrei barn, segir Helga að hún sé að vísu ekki orðrétt eftir Karítas höfð. „„Ég var aldrei ung stúlka,“ svaraði Karítas hryssingslega þegar Hallfreður Örn Eiríksson, þjóðháttafræðingur segir í útvarpsviðtali við hana aldraða á Hrafnistu: „Segðu mér Karítas, þegar þú varst ung stúlka, fórstu þá með ljóð og kvæði?“ Ég ímynda mér að hún hafi hugsað með sér hvað maðurinn héldi eigilega – að hún hefði ekki haft annað við tímann að gera en sitja við hafið og þylja ljóð og kvæði,“ segir sýningarstjórinn brosandi.

Ísafjörður þakinn saltfiski.
Ísafjörður þakinn saltfiski.

Innlent »

Baráttan við bjarnarklóna

14:30 Vinnuhópur á vegum Reykjavíkur vinnur að því að hreinsa bjarnarkló í Laugarnesi. Plöntunni hefur fjölgað mikið síðustu ár og finnst einna helst í einkagörðum. Ef safi úr plöntunni kemst í tæri við húð getur hann valdið slæmum blöðrum og brunasárum. Meira »

Alvarlegt vinnuslys í Keflavík

13:32 Alvarlegt vinnuslys varð í Plastgerð Suðurnesja um hádegið. Maður klemmdist illa í vinnuvél og hefur verið fluttur á slysadeild Landspítalans til aðhlynningar. Þetta staðfesti lögreglan á Suðurnesjum í samtali við mbl.is. Meira »

Björgunarsveitarmenn í háska í Hvítá

13:21 Þrír björgunarsveitarmenn lentu í háska við Bræðratungubrú í Hvítá í dag eftir að bátur þeirra varð vélarvana. Hending réð því að aðrir nærstaddir björgunarsveitarmenn athuguðu með hópinn og sáu þá þrjá björgunarsveitarmenn fasta við net undir Bræðratungubrú. Meira »

Ætla að lagfæra og breikka Gjábakkaveg

13:15 „Það hefur staðið lengi til að gera þetta,“ segir Einar Magnússon, verkefnastjóri hjá Vegagerðinni, þegar hann er inntur eftir því hvort standi til að breikka Gjábakkaveg á Þingvöllum. Rúta fór þar út af veginum á miðvikudag og framkvæmdastjóri rútufyrirtækisins sagði veginn stórhættulegan. Meira »

Berghlaupið skoðað í þrívídd

12:32 Sprungan sem myndast hefur í Litlahöfða á Fjallabaki er um 155 metra löng og er er flatarmál brotsins um 3.800 fermetrar, eða sem nemur hálfum fótboltavelli. Áætlað rúmmál brotsins er á bilinu 160 til 400 þúsund rúmmetrar, en það fer eftir því við hvaða stærð brotsins er miðað. Meira »

Missteig sig og lagðist niður á graseyju

12:12 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu keyrði ölvaða konu heim í nótt sem hafði lagst til hvílu á graseyju við strætóskýli í Kópavogi. Þá handtók hún tvo menn grunaða um akstur undir áhrifum. Meira »

Vill ryðja brautina

11:30 Svo gæti farið að á Íslandi rísi fyrsta verksmiðja heims sem endurvinnur veiðarfæri til fulls. Bretinn Paul Rendle-Barnes skoðar möguleikann á að reisa verksmiðjuna hérlendis en hann segir Ísland ákjósanlegt land fyrir starfsemi af þessum toga. Meira »

Stígamót hreinsuð af ásökunum

11:48 Stígamót hafa verið hreinsuð af ásökunum og Guðrún Jónsdóttir, talskona samtakanna, hefur tekið við því hlutverki að nýju. Guðrún steig til hliðar á meðan úttekt var gerð á vinnuumhverfi Stígamóta, eftir yfirlýsingu níu kvenna um neikvæða reynslu sína af starfi samtakanna. Meira »

Fanginn labbaði í burtu

11:19 Fanginn sem slapp á Akureyri í gær var laus í rúmar 5 klukkustundir og fannst í kvikmyndahúsi. Þegar hann slapp var hann við garðvinnu við lögreglustöðina og gekk í burtu á meðan fangavörðurinn sem var með honum hafði brugðið sér frá. Meira »

Salan aukist frá fyrri stórmótum

11:10 „Treyjusalan hefur aukist mjög, bæði í aðdraganda mótsins og núna þegar það er farið í gang,“ segir Þorvaldur Ólafsson, eigandi Errea á Íslandi, um treyjusölu í kringum Evrópumót kvenna í knattspyrnu. Meira »

Nafn mannsins sem lést í Gullfossi

10:47 Maðurinn sem lést í Gullfossi á miðvikudag og leitað hefur verið að undanfarna tvo daga hét Nika Begades. Hann var 22 ára frá Georgíu, búsettur í Reykjanesbæ og hafði stöðu hælisleitanda hér á landi. Hann var einhleypur og barnlaus. Meira »

Standa saman í blíðu og stríðu

09:50 Emil Atlason, knattspyrnumaður og bróðir Sifjar Atladóttur, er á leiðinni til Hollands og mun styðja stelpurnar það sem eftir lifir móts. Hann segir mikla spennu ríkja innan fjölskyldunnar fyrir mótinu í sumar. Meira »

Vöknuðu við að húsið lék á reiðiskjálfi

09:13 Sóley Kaldal, sem dvelur nú á grísku eyjunni Rhodos, varð vel vör við jarðskjálftann sem varð úti fyrir ströndum Grikklands í nótt. Jarðskjálftinn mældist 6,7 að styrk og kostaði tvo ferðamenn á eyjunni Kos lífið. Meira »

Í toppstandi þrátt fyrir aldur

08:18 „Heyskapurinn gengur mjög vel núna,“ segir Helgi Þór Kárason, bóndi í Skógarhlíð í Reykjahverfi sem er í syðsta hluta Norðurþings, en hann var að dreifa heyi er fréttaritara Morgunblaðsins bar að garði. Meira »

Milljónatjón vegna röskunar ferða

07:57 Röskun á ferðum Herjólfs til Landeyjahafnar á háannatíma veldur ferðaþjónustuaðilum í Vestmannaeyjum miklu tjóni.  Meira »

Sér til sólar á Norðaustur- og Austurlandi

08:31 Hægur vindur verður á landinu í dag, skýjað og þokuloft eða súld fram eftir morgni. Það léttir víða til á Norðaustur- og Austurlandi í dag, en líkur eru þó á stöku síðdegisskúrum. Í öðrum landshlutum er hins vegar talið ólíklegt að sjái til sólar. Meira »

Ingibjörg Sólrún tekin til starfa

08:05 Ingibjörg Sólrún Gísladóttir skrifaði í gær undir samning til þriggja ára sem framkvæmdastjóri Lýðræðis- og mannréttindastofnunar ÖSE. Stofnunin er lítt þekkt almenningi þar sem hún er meira að beita sér gegn aðildarríkjum en ekki opinberlega. Hún tók formlega við stöðunni í gær. Meira »

Tíu vilja stýra Jafnréttisstofu

07:46 Tíu sóttu um embætti framkvæmdastjóra Jafnréttisstofu á Akureyri sem velferðarráðuneytið auglýsti laust til umsóknar 24. júní síðastliðinn. Meira »
Fjórir stál-stólar - nýtt áklæði. Þessir gömlu góðu
Er með fjóra íslenska gæða stálstóla, nýklædda á 8.500.kr Sími 869-2798 STYKKI...
Ritverkið Reykvíkingar 1-4
til sölu fyrstu fjögur bindin (öll sem hafa komið út) af ritverkinu Reykvíkingar...
Egat Luxe - Ferðanuddstóll á 39.000 Tilvalið í vinnustaðanudd, Borgar stólinn upp á 1 degi
Egat Luxe - Ferðanuddstóll til söluwww.egat.is simi 8626194 egat@egat.is (sv...
VÖNDUÐ VEL BÚIN KENNSLUBIFREIÐ
Vönduð, vel búin kennslubifreið Subaru XV 4WD . Akstursmat og endurtökupróf. Gyl...
 
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar 4 Smíðar/útskurður með leiðb. k...
Aðalfundur
Fundir - mannfagnaðir
Aðalfundur Hollvinasamtaka Heilsustofn...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar 4 Smíðar/útskurður m./leiðb. kl...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar 4 Opin smíðastofa kl. 9-16. Sun...