Litlar breytingar á veðrinu

Ferðamenn við Gullfoss.
Ferðamenn við Gullfoss. mbl.is/Ómar Óskarsson

Svipað veður í dag og verið hefur, hæg suðvestlæg átt og stöku skúrir. Suðlægari á morgun, en austlægari norðan til og síðar norðaustlægari um kvöldið, einkum við ströndina. Hiti breytist lítið, segir í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands.

Spáin fyrir næstu daga

Suðvestlæg eða breytileg átt, víða 3-8 m/s. Skýjað að mestu og skúrir, einkum vestan til. Hiti 8 til 18 stig að deginum, hlýjast SA-lands í dag en á Austurlandi á morgun.

Á föstudag:

Suðlæg eða breytileg átt 3-8 m/s. Skýjað með köflum og skúrir, einkum síðdegis. Hiti yfirleitt 10 til 15 stig að deginum. 

Á laugardag og sunnudag:
Fremur hæg norðaustlæg eða breytileg átt, skýjað með köflum og dálitlar skúrir, en lengst af þurrt V-lands. Hiti 8 til 15 stig, mildast á S-landi. 

Á mánudag, þriðjudag og miðvikudag:
Lengst af hæg breytileg átt eða hafgola. Skúrir, einkum síðdegis. Hiti 10 til 15 stig að deginum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert