Úrkomumet slegið á Austfjörðum

Veðurfræðingum lýst ekki á hvernig sumarið er að þróast.
Veðurfræðingum lýst ekki á hvernig sumarið er að þróast. mbl.is/Ómar

Á Skjaldþingsstöðum í Vopnafirði var úrkomumet slegið á laugardaginn. Þar var mesta úrkoma á sólarhring í júnímánuði. Þetta segir Óli Þór Árnason, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands.

„Eðli regnskúra er svolítið snúið, maður getur ekki neglt niður stað og stund. Á Skjaldþingsstöðum í Vopnafirði var úrkomumet síðastliðinn laugardag, þar var mesta úrkoma á sólarhring í júnímánuði. En á Austfjörðum eru mælingastöðvarnar hins vegar svo nýjar að metin eru veigaminni en annars.

Óli Þór segir að það gert gæti síðdegisskúrir inn til landsins fyrir norðan og austan á morgun og næstu daga. Búist er við hægum vindi en loftið verður ekki sérstaklega hlýtt. Hann segir að næstu helgi verði svipað veður og undanfarið en þó gæti stytt upp og létt til að einhverju leyti þar sem þá fari að anda úr norðaustri. 

„Á föstudaginn má búast við góðum skúradembum um mest allt land. Á laugardaginn kemur smá úrkomupakki upp að suðurströndinni á leið sinni til austurs. Þá verða einhverjar skúrir fyrir norðan og austan en Vesturlandið ætti að sleppa að mestu leyti. Sunnudagurinn verður þó bjartari, hlýjast og bjartast á Suðurlandi en mestar líkur á rigningu á Austurlandi.

Hann býst ekki við að hitastigið nálgist 20 stigin á næstunni. Spáin næstu tíu daga sýnir ekki háar hitatölur en ekki mjög lágar heldur. „Sumir séu orðnir tvístígandi um það hvernig fari fyrir þessu sumri,“segir Óli

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert