Vilja efla lögreglusamstarf við Grænland

Grímur Grímsson.
Grímur Grímsson. mbl.is/Júlíus

Lögregla á Íslandi mun leita eftir auknu samstarfi við grænlensk lögregluyfirvöld hvað fíkniefnamál varðar. Þetta segir Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, en málið er þó enn á umræðustigi.

Á mánudag var maður dæmdur í fangelsi í Héraðsdómi Austurlands, m.a. vegna útflutnings frá Íslandi og innflutnings til Grænlands, á 665 grömmum af hassi sem hann hafði innvortis.

Ekki er um einsdæmi að ræða, en nokkur slík mál hafa komið inn á borð lögreglu síðustu ár.

Einnig má nefna 20 kg af hassi sem fundust í togaranum Polar Nanoq við Hafnarfjarðarhöfn í janúar, en honum var stefnt til Grænlands.

Grímur segir tvær meginástæður fyrir auknum samstarfsvilja.

„Ein ástæðan er þessi flutningur í skipinu í janúar. Svo hefur töluvert verið framleitt af kannabisefnum á Íslandi eftir hrun. Menn virðast hafa náð árangri, ef svo má segja, í gæðum þeirra efna sem eru ræktuð hér. Það er þá bara einhver ályktun sem maður dregur að getan sé orðin það mikil að það þurfi að fara í útflutning,“ segir hann.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert