Bera virðingu fyrir hákörlum í úthafinu

Veiðimenn segja gjarnan að ekkert jafnist á við það að vera úti í náttúrunni og fanga bráð, hvort sem er á sjó eða landi. Hjónin Ólafur Vigfússon og María Anna Clausen, sem eiga og reka veiðivöruverslunina Veiðihornið í Síðumúla í Reykjavík, hafa nær 40 ára reynslu af veiðum og leggja nú mest upp úr fluguveiði í fjarlægum löndum.

Kíríbatí eða Jólaeyja rétt sunnan við miðbaug í Kyrrahafinu er draumastaður Ólafs og Maríu Önnu um þessar mundir og þangað er ferðinni næst heitið í haust með fernum öðrum hjónum. Þau hafa farið víða og segja alla staði hafa margt til síns ágætis, en það sé engu líkt að kasta flugu við rifin á Jólaeyju. „Þarna vöðum við í sjónum innan við hákarla,“ segir Ólafur.

Anna María Clausen og Ólafur Vigfússon.
Anna María Clausen og Ólafur Vigfússon. Ljósmynd Stuart Webb

Leiðsögumaður með í sjónum

Veiðarnar á Jólaeyju ganga þannig fyrir sig að farið er með fólkið á báti á milli sand- eða kóralrifja, þar sem það fer frá borði og veiðir þar til náð er aftur í það. Leiðsögumaður er með þeim í sjónum og vísar veginn. Ólafur segir að hákarlarnir séu litlir og ekki sé mikil hætta af þeim enda séu þeir yfirleitt meinlausir. „Í fyrsta sinn sem ég sá hákarl hnippti leiðsögumaðurinn í mig, sagði mér að hafa ekki áhyggjur heldur umgangast hann af virðingu. Svo barði hann með flugustönginni í sjóinn!“

Ljósmynd Stuart Webb

Hjónin hafa farið í veiðiferðir til margra misjafnra staða og allt gengið upp. „Þetta hefur verið eitt ævintýri,“ segir María og Ólafur tekur undir það. Þau eru byrjuð að undirbúa ferðir á næsta ári og segja að stöðugt fleiri hafi áhuga á að fara með.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert