20.000 atkvæði greidd í Strætó-keppni

Keppnin gengur út á að senda inn tillögur að skreytingu …
Keppnin gengur út á að senda inn tillögur að skreytingu á strætisvagn og áhugasamir geta greitt bestu tillögunni atkvæði sitt. Sú skreyting sem hlýtur flest atkvæði mun svo prýða raunverulegan strætisvagn. Sigurður Bogi Sævarsson

Meistaraverkakeppni Strætó hefur vakið þónokkra athygli, þar sem fleiri en 20.000 atkvæði hafa verið greidd. Keppnin, sem hefur hlotið nafnið „Meistaraverkið þitt“, lýkur um miðnætti í kvöld. Sigurstranglegustu vagnarnir eru vagn Jakobs Guðnasonar, með 4993 atkvæði og vagn Lenu Margret Aradóttur með 4961 atkvæði.

Undanfarinn mánuð hefur Strætó staðið fyrir hönnunarkeppninni, sem gengur út á að senda inn tillögur að skreytingu á strætisvagn og áhugasamir geta greitt bestu tillögunni atkvæði sitt. Sú skreyting sem hlýtur flest atkvæði mun svo prýða raunverulegan strætisvagn.

Sigurstranglegustu vagnarnir eru vagn Jakobs Guðnasonar, með 4993 atkvæði og vagn Lenu Margret Aradóttur, með 4961 atkvæði. Þriðji vinsælasti vagninn er vagn Kristjáns Lyngmo sem tileinkaður er Skálmöld, með 2477 atkvæði.

Vagnarnir tveir eru ólíkir þar sem vagn Jakobs vekur athygli á skátastarfi og skátamóti ársins á meðan vagn Lenu vekur athygli á femínisma, þá sérstaklega hugtakinu „KÞBAVD“ eða „kona þarf bara að vera dugleg að“. Undanfarið hafa þeir verið nokkuð jafnir og skipst á að vera í fyrsta sæti.

Samkvæmt Jóhannesi Svavari Rúnarssyni, framkvæmdastjóra Strætó átti keppninni að ljúka 1. júlí en vegna mikils álags hafi keppnin verið framlengd að miðnætti í dag. Nú sé samt aðeins hægt að kjósa vinsælustu tuttugu tillögurnar. Einnig hefur Strætó þurft að eyða mörgum tillögum af vefnum sem brutu í bága við stefnu Strætó hvað varðar einkarétt, persónurétt eða siðferðisreglur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert