Aftur dæmdir í fangelsi í Marple-máli

Frá aðalmeðferð Marple-málsins í fyrri umferð þess í héraðsdómi árið …
Frá aðalmeðferð Marple-málsins í fyrri umferð þess í héraðsdómi árið 2015. Árni Sæberg

Héraðsdóm­ur Reykja­vík­ur kvað upp dóm í Marple-mál­inu svo­kallaða í annað sinn í dag en Hæstiréttur ómerkti fyrri dóm héraðsdómsins því Ásgeir Brynjar Torfason, sérfróður meðdómsmaður, var úrskurðaður vanhæfur vegna ummæla hans og athafna á samfélagsmiðlum þar sem hann lýsti eindreginni afstöðu sinni um málefni Kaupþings og stjórnenda bankans.

Dómur þyngdur yfir Hreiðari Má

Hreiðar Már Sig­urðsson, fyrr­ver­andi banka­stjóri Kaupþings, var dæmd­ur í 12 mánaða fangelsi en í dómnum sem var ómerktur var hann dæmdur í sex mánaða fang­elsi, Magnús Guðmunds­son, fyrr­verandi banka­stjóri Kaupþings í Lúx­em­borg, var dæmd­ur í 18 mánaða fangelsi líkt og áður. Skúli Þor­valds­son var dæmd­ur í sex mánaða fangelsi líkt og í fyrri dómi Héraðsdóms Reykjavíkur sem var ómerkur.

Verjendur í Marple-málinu í héraðsdómi í dag.
Verjendur í Marple-málinu í héraðsdómi í dag. mbl.is/Kristinn Magnússon

Guðný Arna Sveins­dótt­ir, fyrr­verandi fjár­mála­stjóri bank­ans, var sýknuð líkt og áður.

Í ákæru sér­staks sak­sókn­ara voru Hreiðar Már Sig­urðsson, fyrr­ver­andi for­stjóri Kaupþings, og Guðný Arna Sveins­dótt­ir, fyrr­ver­andi fjár­mála­stjóri bank­ans, sögð hafa skipu­lagt og fram­kvæmt fjár­drátt og umboðssvik með því að hafa fært um 8 millj­arða úr sjóðum Kaupþings til fé­lags­ins Marple Hold­ing S.A. SPF.

Fé­lagið er skráð í Lúx­em­borg, en það er í eigu fjár­fest­is­ins Skúla Þor­valds­son­ar. Var Skúli einn af stærstu viðskipta­vin­um bank­ans fyr­ir fall bank­ans og í stóra markaðsmis­notk­un­ar­mál­inu var meðal ann­ars ákært fyr­ir lán­veit­ing­ar til fé­lags í hans eigu. Magnús Guðmunds­son, fyrr­ver­andi for­stjóri Kaupþings í Lúx­em­borg, er í mál­inu ákærður fyr­ir hlut­deild í fjár­drætti og umboðssvik­um, meðan Skúli er ákærður fyr­ir hylm­ingu.

Björn Þorvaldsson, saksóknari í Marple-málinu.
Björn Þorvaldsson, saksóknari í Marple-málinu. mbl.is/Kristinn Magnússon

Í mál­inu voru Hreiðar Már Sig­urðsson, fyrr­verandi for­stjóri í Kaupþingi, og Guðný Arna Sveins­dótt­ir, fyrr­verandi fjár­mála­stjóri bank­ans, ákærð fyr­ir fjár­drátt og umboðssvik. Magnús Guðmunds­son, fyrr­verandi for­stjóri Kaupþings í Lúx­em­borg, var aft­ur á móti ákærður fyr­ir hlut­deild í sömu brot­um, og fjár­fest­ir­inn Skúli Þor­valds­son ákærður fyr­ir hylm­ingu og pen­ingaþvott.

Sím­on Sig­valds­son héraðsdóm­ari var dóms­formaður máls­ins eins og við fyrri um­ferð þess, Kristrún Krist­ins­dótt­ir meðdóm­ari og Jón Hreins­son sér­fróður meðdóm­ari.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert