„Er ég með óeðlilega píku?“

Frá skurðstofu. Aðgerð á skapa­börm­um tek­ur um eina klukku­stund.
Frá skurðstofu. Aðgerð á skapa­börm­um tek­ur um eina klukku­stund. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Er ég með óeðlilega píku?“, „Á þetta að vera svona?“, „Er þetta öðruvísi en á öðrum konum?“

Þessar spurningar eru meðal þeirra sem íslenskir kvensjúkdómalæknar, lýtalæknar og snyrtifræðingar hafa fengið frá konum sem hafa áhyggjur af útliti kynfæra sinna. Óskir um svokallaðar skapabarmaaðgerðir hafa færst mikið í aukana á síðustu árum, og sumir kenna klámvæðingu um. Lýtalæknar benda hins vegar á að um nauðsynlegt úrræði sé að ræða fyrir konur sem finna fyrir óþægindum vegna síðra skapabarma. mbl.is fór ofan í saumana á málinu og ræddi við sérfræðinga.

200 aðgerðir á stúlkum undir 18 ára í Bretlandi

Skapabarmaaðgerðir hafa verið töluvert í umræðunni undanfarið, en greint var frá því á vef breska ríkisútvarpsins BBC í gær að slíkar aðgerðir hefðu færst mikið í vöxt í Bretlandi síðustu ár. Þar kom fram að á síðasta ári hafi verið gerðar 200 slíkar aðgerðir á stúlkum undir 18 ára aldri, og þar af yfir 150 aðgerðir á stúlkum undir 15 ára. Stúlkur allt niður í níu ára hafi leitað til lýtalæknis til að óska eftir aðgerð á skapabörmum.

Samkvæmt fræðilegri samantekt um skapabarmaaðgerðir sem birt var í Ljósmæðrablaðinu árið 2015 er skapabarmaminnkun þegar innri skapabarmar eru skornir af og er tilgangur aðgerðanna oftast í fegrunarskyni eða vegna óþæginda sem skapast vegna stærðar og lögunar skapabarma. Hérlendis bjóða lýtalæknar upp á þessar aðgerðir og samkvæmt samantektinni hafa þær einnig verið framkvæmdar á Landspítalanum að einhverju marki.

Dæmi um aðgerðir á undir 18 ára hér á landi

Ebba Margrét Magnúsdóttir, fæðinga- og kvensjúkdómalæknir.
Ebba Margrét Magnúsdóttir, fæðinga- og kvensjúkdómalæknir. mbl.is/Ómar Óskarsson

Ebba Margrét Magnúsdóttir, fæðinga- og kvensjúkdómalæknir, segir töluverða aukningu hafa orðið í óskum um aðgerðir á kynfærum kvenna á síðustu árum. Aukningin sé ekki aðeins bundin við Ísland, heldur allan heiminn. „Grunnurinn af þessu er einhvers konar angi af þessari útlitsdýrkun um að allir eigi að falla í sama mót,“ segir hún. Mikilvægt sé að benda ungu fólki á að kynfæri séu jafn misjöfn og þau eru mörg.

Ebba segist hafa heyrt af því að aðgerðir hafi verið gerðar á stúlkum yngri en 18 ára hér á landi, og hún viti ekki til þess að tekið sé fyrir slíkt í lögum eða reglugerðum. Hún hafi fundað með umboðsmanni barna um málið og segir mikilvægt að stúlkum sé leyft að klára sinn kynþroska áður en aðgerðir sem þessar séu ræddar. Kynfærin séu enn að taka breytingum fyrir 18 ára aldur.

Lýtalæknar neita að veita Landlækni upplýsingar

Mikil umræða skapaðist um málið á Læknadögum árið 2010, þegar vakin var athygli á því að lýtalæknar neituðu að veita Landlæknisembættinu upplýsingar um fjölda aðgerða sem gerðar eru á einkastofum þeirra. Enn í dag hefur þetta ekki breyst, en lýtalæknar hafa sagt Landlækni óska eftir of ítarlegum upplýsingum. Það líki sjúklingum ekki út frá persónuverndarsjónarmiðum.

Samkvæmt 8. gr laga nr. 41/2007, um landlækni og lýðheilsu, er heilbrigðisstarfsmönnum skylt að veita landlækni þær upplýsingar sem honum eru nauðsynlegar til að halda heilbrigðisskrá. Landlæknir hefur árlega frá 2007 óskað eftir upplýsingum frá lýtalæknum um starfsemi þeirra en ekki fengið. Hér á landi liggja því hvorki fyrir upplýsingar um algengi aðgerða sem gerðar eru á kynfærum kvenna né um aldur kvenna sem fara í aðgerðirnar.

Birgir Jakobsson landlæknir segir í samtali við mbl.is að embættið hafi lagalega skyldu til að fylgja málinu eftir vegna öryggis sjúklinga. Nauðsynlegt sé að upplýsingar um aðgerðir séu skráðar inn, en þar sem það sé ekki gert hafi embættið enga yfirsýn. Skapabarmaaðgerðir séu tiltölulega nýjar af nálinni en engin leið sé að sjá langtímaafleiðingar slíkra aðgerða þar sem lýtalæknar veiti embættinu ekki upplýsingarnar. Um alvarlega stöðu sé að ræða, og ef lögin stangist á við persónuverndarlög sé það löggjafans að skýra það út. 

„Hafa pening af saklausum stúlkum“

„Ef þú ferð í fóstureyðingu eða ófrjósemisaðgerð er það skráð. Af hverju eru þessar aðgerðir meira persónuverndarmál? Þessi rök halda ekki,“ segir Ebba. „Ég held það sé á ábyrgð lækna að opna munninn og tjá sig þó það sé gegn kollegum þeirra. Það er sorglegt að fólk sé að hafa pening af saklausum stúlkum sem vita ekki betur.“

Vissulega sé í sumum tilfellum þörf á aðgerð af þessu tagi, ef síðir skapabarmar valda konum miklum óþægindum og hefur Ebba framkvæmt slíkar aðgerðir sjálf. Það gerir hún hins vegar á Landspítalanum þar sem konur greiða ekki gjald beint til læknis fyrir aðgerðina. 

Fræðsla gríðarlega mikilvæg

Ebba segir mikilvægt að foreldrar, kennarar og heilbrigðisstarfsmenn fræði ungt fólk um fjölbreytileikann og að líkamar séu mismunandi. Slík umræða geti aukið sjálfstraust ungs fólks sem er óöruggt með kynfæri sín. Nefnir hún sem dæmi að hafa fengið til sín unga konu sem vildi fara í skapabarmaaðgerð fyrir nokkrum árum en hún hafi ráðlagt henni að gera það ekki. Konan hafi komið til hennar seinna og þakkað henni fyrir.

Sigríður Dögg Arnardóttir kynfræðingur, jafnan kölluð Sigga Dögg, tekur í sama streng og segir fræðslu gríðarlega mikilvæga. Sigga Dögg lét árið 2014 taka ljósmyndir af kynfærum karla og kvenna á aldrinum 20-60 ára sem fræðsluefni. Það sama ár var lögð fram kæra eftir að hún sýndi myndirnar í fermingarfræðslu á Selfossi. Málið var hins vegar látið niður falla eftir rannsókn.

Sigga Dögg kynfræðingur.
Sigga Dögg kynfræðingur. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Kveðst Sigga Dögg mjög reglulega heyra stúlkur og konur ræða um áhyggjur sínar af útliti kynfæra sinna, og hefur oft og tíðum fengið spurningar frá konum sem finnst þær hafa of stóra innri barma. Einmitt það sé ástæða þess að mikilvægt er að sýna kynfæramyndirnar, og sýna stúlkum og konum að píkur eru alls konar.

„Ég hef heyrt það frá sumum að þær haldi að konur séu ekki að pæla í þessu í dag og að við séum komin miklu lengra en það, en það er bara alls ekki þannig,“ segir Sigga Dögg. „Ég hef stundum opnað píkumyndirnar og farið með hópum yfir hverja og eina og það er ótrúlega dýrmætt að heyra umræðuna sem myndast,“ segir hún.

Erna María Eiríksdóttir, snyrtimeistari og eigandi snyrtistofunnar Verði þinn vilji, segist einnig oft hafa fengið spurningar frá konum um það hvort kynfæri þeirra séu eðlileg. „Ég held að það sé viss brenglun í gangi með þessari internetvæðingu. Konur sjá eitthvað á netinu og halda að svona þurfi þær að líta út,“ segir hún. „Við erum öll með ólík andlit og það er eins með þetta; það er enginn eins að neðan.“

Skapabarmaaðgerðir á 150 til 275 þúsund krónur

Á vefsíðu Ágústs Birgissonar lýtalæknis er verðskrá þar sem fram kemur að skapabarmaaðgerð kosti 150 þúsund krónur. Þá má einnig finna verðskrá á vefsíðu Guðmundar Más Stefánssonar lýtalæknis þar sem fram kemur að verð á skapabarmaaðgerð í svæfingu sé 275 þúsund krónur og verð á skapabarmaaðgerð í staðdeyfingu sé 175 þúsund krónur.  

Ágúst Birgisson lýtalæknir.
Ágúst Birgisson lýtalæknir.

Í samtali við mbl.is segist Ágúst ekki sjá gríðarlega aukningu á aðgerðum af þessu tagi, en þó hafi hugsanlega orðið einhver aukning. Ekki séu þó margar skapabarmaaðgerðum framkvæmdar og að hans sögn eru þær ekki á meðal algengustu aðgerðanna.

En eru gerðar aðgerðir á stúlkum undir 18 ára aldri? „Nei á prívat stofunum eru ekki gerðar fegrunaraðgerðir á neinum undir 18 ára,“ segir hann. Ástæður aðgerðanna segir hann lang oftast vera óþægindi og sársauki hjá konunum.

Þá segist hann hafa borið saman þessar aðgerðir og aðgerðir á forhúð karla. Engum þyki tiltökumál ef karlmaður fari í slíka aðgerð en það þyki stórmál þegar konur fari í skapabarmaaðgerð. „Ég gæti trúað því að það séu gerðar tíu sinnum fleiri svona aðgerðir á körlum en það er ekkert talað um það,“ segir hann.

Ottó Guðjónsson lýtalæknir segist gera örfáar skapabarmaaðgerðir, en hefur oft fengið til sín konur sem sækjast eftir slíkri aðgerð. Skoðun leiði þó í langflestum tilvikum í ljós að ekki er þörf á aðgerðinni og gerir hann hana þá ekki.

Þórdís Kjartansdóttir lýtalæknir í Dea Medica.
Þórdís Kjartansdóttir lýtalæknir í Dea Medica. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Mikilvægt úrræði fyrir konur sem finni fyrir óþægindum

Þórdís Kjartansdóttir lýtalæknir segist ekki hafa tekið eftir aukningu á aðgerðum af þessu tagi, en hún hefur gert þær í þó nokkuð mörg ár. Þetta sagði hún í samtali við Svala og Svavar á K100 í morgun. Þá sagðist Þórdís oft fá til sín konur sem hræddar eru um að skapabarmar sínir séu óeðlilegir. Í flestum tilvikum leiði skoðun í ljós að þeir reynast ekki vera óeðlilegir og gerir Þórdís þá ekki aðgerð á þeim konum.

„Ég vil ekki meina að þetta tengist klámmenningu. Það er okkar lýtalækna að koma í veg fyrir að fylgja slíkum straumum, enda vísa ég konum oft frá og segi þeim að þær séu eðlilegar,“ sagði Þórdís. Hún bætti þó við að mikilvægt væri að það kæmi fram í umræðu af þessu tagi að sumar konur verða fyrir raunverulegum óþægindum, til dæmis við hjólreiðar eða samfarir. Mikilvægt væri fyrir þær konur að hafa þetta úrræði. „Það er mikilvægt fyrir konur sem eru með óþægindi viti að það sé hægt að laga þetta,“ sagði hún.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Gífurlegt tjón á húsnæði Kvikkfix

18:19 Starfsemi bílaverkstæðis Kvikkfix liggur niðri og gífurlegt tjón varð á húsnæði fyrirtækisins. „Það flæddi í öll 3 húsin okkar, um öll herbergi og allt saman,“ segir Hinrik Morthens, einn þriggja eigenda Kvikkfix í samtali við mbl.is. Meira »

Dragi til baka kaupaukagreiðslur

18:15 Stjórn Klakka hefur ákveðið að mæla með því við hluthafa félagsins að fyrirhugaðar kaupaukagreiðslur, sem hluthafafundur samþykkti á mánudag, verði dregnar til baka. Ástæðan fyrir ákvörðuninni er sögð vera hin hörðu viðbrögð sem kaupaukagreiðslurnar hafa vakið hjá almenningi. Meira »

Jesú hitað upp fyrir eigið afmæli

18:09 Jólatorgið í Hjartagarðinum í Reykjavík var opnað í dag, en það var Dagur B. Eggertsson borgarstjóri sem opnaði torgið formlega. Jesús kristur var meðal þeirra sem mætti á svæðið og virtisthann vera að hita upp fyrir sitt eigið afmæli sem nálgast óðfluga. Meira »

Framlög til háskóla hækka um 2,8 milljarða

17:58 Fjárveitingar til framhalds- og háskólanna í landinu hækka um 3,8 milljarða króna á næsta ári, samkvæmt fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar sem kynnt var í morgun. Hækkun til háskólanna nemur 2,8 milljörðum og framlög til framhaldsskólanna hækka um 1.040 milljónir miðað við framlagt fjárlagafrumvarp fyrir 2017. Meira »

Páll fær allsherjarnefnd en Lilja atvinnumálin

17:32 Gengið var frá vali í nefndir 148. þings Alþingis í dag. Páll Magnússon verður formaður allsherjarnefndar, Lilja Rafney Magnúsdóttir fer fyrir atvinnuveganefnd, Óli Björn Kárason er formaður efnahagsnefndar og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir er formaður utanríkisnefndar Meira »

Neitaði að yfirgefa vinnustað eftir uppsögn

17:27 Um klukkan þrjú í dag var óskað eftir aðstoð lögreglu á vinnusvæði í miðbænum vegna manns, sem hafði verið sagt upp störfum, en harðneitaði að yfirgefa svæðið og hafði jafnframt í hótunum við fólk. Þegar maðurinn neitaði að hlýða margítrekuðum fyrirmælum lögreglu var hann tekinn tökum og fluttur handtekinn á lögreglustöð þar sem hann bíður nú yfirheyrslu. Meira »

Sakfelldir fyrir hatursorðræðu

16:54 Hæstiréttur dæmdi í dag tvo karlmenn til að greiða 100.000 krónur í sekt vegna skrifa þeirra í kommentakerfum fjölmiðla vegna ályktunar sem bæjarstjórn Hafnarfjarðarbæjar hafði samþykkt og sneri að samstarfssamningi við Samtökin ´78 um hinsegin fræðslu. Meira »

Lægra hlutfall kvenna skyggir á

17:22 „Það skyggir nokkuð á þessa þingsetningu að hlutur kvenna í hópunum hafi minnkað verulega,“ sagði nýkjörinn forseti Alþingis, Steingrímur J. Sigfússon. Hann sagðist vona að það yrði stjórnmálaflokkum hvatning til þess efla hlut kvenna og skapa þeim skilyrði til stjórnmálaþátttöku. Meira »

Þriggja og hálfs árs dómur staðfestur

16:49 Hæstiréttur staðfesti í dag dóm Héraðsdóms Reykjaness yfir brasilískum karlmanni á þrítugsaldri, en hann hlaut þriggja og hálfs árs fangelsisdóm fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot. Var manninum gefið að sök að hafa staðið að innflutningi á kókaíni í sölu- og ágóðaskyni. Meira »

Steingrímur forseti og Guðjón varaforseti

16:42 Steingrímur J. Sigfússon var kjörinn forseti alþingis er 148. þing kom saman nú í dag. Fékk Steingrímur 54 atkvæði, en fimm greiddu ekki atkvæði. Þá var Guðjón S. Brjánsson kjörinn fyrsti varaforseti alþingis. Meira »

Geirmundur fær 18 mánaða dóm

16:34 Geir­mund­ur Krist­ins­son­, fyrr­ver­andi spari­sjóðsstjóri Spari­sjóðsins í Kefla­vík, var í dag dæmdur í 18 mánuða skilorðsbundið fangelsi í Hæstarétti fyrir umboðssvik. Þá var honum gert að greiða allan áfrýjunarkostnað málsins og málsvarnarlaun verjanda síns, samtals 6,1 milljón. Meira »

Myndavélin komst í réttar hendur

16:28 „Þetta er hann Brandon, en hann var hér á landi í síðustu viku ásamt eiginkonu sinni. Þau lentu í því leiðindaatviki að farið var inn í bifreið þeirra, sem þau gleymdu að læsa á bifreiðastæði við hótelið sitt nóttina fyrir brottför.“ Þannig hefjast skrif lögreglunnar á Suðurnesjum á Facebook. Meira »

Ákvörðun um veg um Teigsskóg frestað

16:10 Ekki hefur verið tekin ákvörðun um aðalskipulagsbreytingu vegna Vestfjarðarvegar númer 60 um Teigsskóg. Sveitarstjórn Reykhólahrepps hafði vonast til þess að ákvörðun yrði tekin í dag en það frestast fram í janúar. Meira »

Þau verða ræðumenn kvöldsins

15:25 Stefnuræða Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra og umræður um hana hefjast klukkan 19.30 í kvöld á Alþingi.  Meira »

„Þeir eiga næsta leik“

15:21 Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, hefur svarað bréfi velferðarráðuneytisins frá 21. nóvember. Hann svarar þar fyrir fjölmargar kvartanir frá barnaverndarnefndum höfuðborgarsvæðisins í hans garð. Meira »

Greinilegar breytingar í jöklinum

15:41 Ragnar Axelsson hefur flogið þrjár ferðir yfir Öræfajökul frá því að sigketillinn sást fyrst 17. nóvember. Hann flaug fyrstu ferðina 19. nóvember, aftur 28. nóvember og svo þriðju ferðina 11. desember. Meira »

Dæmt til að greiða uppsagnarfrestinn

15:23 Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt Myllusetur til að greiða fyrrverandi blaðakonu á Viðskiptablaðinu, sem hafði áunnið sér rétt til þriggja mánaða uppsagnarfrests, eina og hálfa milljón króna. Myllusetur hélt því fram að konan hefði ekki verið fastráðin og ætti þ.a.l. ekki rétt á greiðslunni. Héraðsdómur féllst hins vegar á kröfu blaðakonunnar. Meira »

Verðum að hlusta og gera betur

14:45 „Nú á dögum standa vonir til að við séum á tímamótum: Hingað og ekki lengra, heyrist um heim allan. Yfirgangur verður ekki lengur liðinn. Við verðum að hlusta, við verðum að gera betur. Við sem búum hér saman í þessu samfélagi,“ sagði forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, í ávarpi sínu við setningu Alþingis. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

Hagerty kristal spray
Hagerty kristal spray Slovak Kristal, Dalvegi 16 b, s. 5444333...
Sangyong Rexton 2006
7 manna, dökkar rúður, krókur, ssk, dísel, ekinn 200 km, Verð 990.000 Skoða ...
Akureyri - Vönduð íbúðagisting
Vel útbúnar og rúmgóðar íbúðir. Uppábúin rúm fyrir sjö manns, handklæði og þráðl...
 
Onrs- 2017- 19 ræstingaþjónusta
Tilboð - útboð
/ 14.12.2017 Útboð Orka náttúrunna...
Kröflulína
Tilkynningar
Mynd af auglýsingu ...
Onik 2017 20 skýli fyrir hleðslustöðvar
Tilboð - útboð
/ 14.12.2017 Útboð Orka náttúrunn...
Félagsstarf aldraðra
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, gön...