„Er ég með óeðlilega píku?“

Frá skurðstofu. Aðgerð á skapa­börm­um tek­ur um eina klukku­stund.
Frá skurðstofu. Aðgerð á skapa­börm­um tek­ur um eina klukku­stund. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Er ég með óeðlilega píku?“, „Á þetta að vera svona?“, „Er þetta öðruvísi en á öðrum konum?“

Þessar spurningar eru meðal þeirra sem íslenskir kvensjúkdómalæknar, lýtalæknar og snyrtifræðingar hafa fengið frá konum sem hafa áhyggjur af útliti kynfæra sinna. Óskir um svokallaðar skapabarmaaðgerðir hafa færst mikið í aukana á síðustu árum, og sumir kenna klámvæðingu um. Lýtalæknar benda hins vegar á að um nauðsynlegt úrræði sé að ræða fyrir konur sem finna fyrir óþægindum vegna síðra skapabarma. mbl.is fór ofan í saumana á málinu og ræddi við sérfræðinga.

200 aðgerðir á stúlkum undir 18 ára í Bretlandi

Skapabarmaaðgerðir hafa verið töluvert í umræðunni undanfarið, en greint var frá því á vef breska ríkisútvarpsins BBC í gær að slíkar aðgerðir hefðu færst mikið í vöxt í Bretlandi síðustu ár. Þar kom fram að á síðasta ári hafi verið gerðar 200 slíkar aðgerðir á stúlkum undir 18 ára aldri, og þar af yfir 150 aðgerðir á stúlkum undir 15 ára. Stúlkur allt niður í níu ára hafi leitað til lýtalæknis til að óska eftir aðgerð á skapabörmum.

Samkvæmt fræðilegri samantekt um skapabarmaaðgerðir sem birt var í Ljósmæðrablaðinu árið 2015 er skapabarmaminnkun þegar innri skapabarmar eru skornir af og er tilgangur aðgerðanna oftast í fegrunarskyni eða vegna óþæginda sem skapast vegna stærðar og lögunar skapabarma. Hérlendis bjóða lýtalæknar upp á þessar aðgerðir og samkvæmt samantektinni hafa þær einnig verið framkvæmdar á Landspítalanum að einhverju marki.

Dæmi um aðgerðir á undir 18 ára hér á landi

Ebba Margrét Magnúsdóttir, fæðinga- og kvensjúkdómalæknir.
Ebba Margrét Magnúsdóttir, fæðinga- og kvensjúkdómalæknir. mbl.is/Ómar Óskarsson

Ebba Margrét Magnúsdóttir, fæðinga- og kvensjúkdómalæknir, segir töluverða aukningu hafa orðið í óskum um aðgerðir á kynfærum kvenna á síðustu árum. Aukningin sé ekki aðeins bundin við Ísland, heldur allan heiminn. „Grunnurinn af þessu er einhvers konar angi af þessari útlitsdýrkun um að allir eigi að falla í sama mót,“ segir hún. Mikilvægt sé að benda ungu fólki á að kynfæri séu jafn misjöfn og þau eru mörg.

Ebba segist hafa heyrt af því að aðgerðir hafi verið gerðar á stúlkum yngri en 18 ára hér á landi, og hún viti ekki til þess að tekið sé fyrir slíkt í lögum eða reglugerðum. Hún hafi fundað með umboðsmanni barna um málið og segir mikilvægt að stúlkum sé leyft að klára sinn kynþroska áður en aðgerðir sem þessar séu ræddar. Kynfærin séu enn að taka breytingum fyrir 18 ára aldur.

Lýtalæknar neita að veita Landlækni upplýsingar

Mikil umræða skapaðist um málið á Læknadögum árið 2010, þegar vakin var athygli á því að lýtalæknar neituðu að veita Landlæknisembættinu upplýsingar um fjölda aðgerða sem gerðar eru á einkastofum þeirra. Enn í dag hefur þetta ekki breyst, en lýtalæknar hafa sagt Landlækni óska eftir of ítarlegum upplýsingum. Það líki sjúklingum ekki út frá persónuverndarsjónarmiðum.

Samkvæmt 8. gr laga nr. 41/2007, um landlækni og lýðheilsu, er heilbrigðisstarfsmönnum skylt að veita landlækni þær upplýsingar sem honum eru nauðsynlegar til að halda heilbrigðisskrá. Landlæknir hefur árlega frá 2007 óskað eftir upplýsingum frá lýtalæknum um starfsemi þeirra en ekki fengið. Hér á landi liggja því hvorki fyrir upplýsingar um algengi aðgerða sem gerðar eru á kynfærum kvenna né um aldur kvenna sem fara í aðgerðirnar.

Birgir Jakobsson landlæknir segir í samtali við mbl.is að embættið hafi lagalega skyldu til að fylgja málinu eftir vegna öryggis sjúklinga. Nauðsynlegt sé að upplýsingar um aðgerðir séu skráðar inn, en þar sem það sé ekki gert hafi embættið enga yfirsýn. Skapabarmaaðgerðir séu tiltölulega nýjar af nálinni en engin leið sé að sjá langtímaafleiðingar slíkra aðgerða þar sem lýtalæknar veiti embættinu ekki upplýsingarnar. Um alvarlega stöðu sé að ræða, og ef lögin stangist á við persónuverndarlög sé það löggjafans að skýra það út. 

„Hafa pening af saklausum stúlkum“

„Ef þú ferð í fóstureyðingu eða ófrjósemisaðgerð er það skráð. Af hverju eru þessar aðgerðir meira persónuverndarmál? Þessi rök halda ekki,“ segir Ebba. „Ég held það sé á ábyrgð lækna að opna munninn og tjá sig þó það sé gegn kollegum þeirra. Það er sorglegt að fólk sé að hafa pening af saklausum stúlkum sem vita ekki betur.“

Vissulega sé í sumum tilfellum þörf á aðgerð af þessu tagi, ef síðir skapabarmar valda konum miklum óþægindum og hefur Ebba framkvæmt slíkar aðgerðir sjálf. Það gerir hún hins vegar á Landspítalanum þar sem konur greiða ekki gjald beint til læknis fyrir aðgerðina. 

Fræðsla gríðarlega mikilvæg

Ebba segir mikilvægt að foreldrar, kennarar og heilbrigðisstarfsmenn fræði ungt fólk um fjölbreytileikann og að líkamar séu mismunandi. Slík umræða geti aukið sjálfstraust ungs fólks sem er óöruggt með kynfæri sín. Nefnir hún sem dæmi að hafa fengið til sín unga konu sem vildi fara í skapabarmaaðgerð fyrir nokkrum árum en hún hafi ráðlagt henni að gera það ekki. Konan hafi komið til hennar seinna og þakkað henni fyrir.

Sigríður Dögg Arnardóttir kynfræðingur, jafnan kölluð Sigga Dögg, tekur í sama streng og segir fræðslu gríðarlega mikilvæga. Sigga Dögg lét árið 2014 taka ljósmyndir af kynfærum karla og kvenna á aldrinum 20-60 ára sem fræðsluefni. Það sama ár var lögð fram kæra eftir að hún sýndi myndirnar í fermingarfræðslu á Selfossi. Málið var hins vegar látið niður falla eftir rannsókn.

Sigga Dögg kynfræðingur.
Sigga Dögg kynfræðingur. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Kveðst Sigga Dögg mjög reglulega heyra stúlkur og konur ræða um áhyggjur sínar af útliti kynfæra sinna, og hefur oft og tíðum fengið spurningar frá konum sem finnst þær hafa of stóra innri barma. Einmitt það sé ástæða þess að mikilvægt er að sýna kynfæramyndirnar, og sýna stúlkum og konum að píkur eru alls konar.

„Ég hef heyrt það frá sumum að þær haldi að konur séu ekki að pæla í þessu í dag og að við séum komin miklu lengra en það, en það er bara alls ekki þannig,“ segir Sigga Dögg. „Ég hef stundum opnað píkumyndirnar og farið með hópum yfir hverja og eina og það er ótrúlega dýrmætt að heyra umræðuna sem myndast,“ segir hún.

Erna María Eiríksdóttir, snyrtimeistari og eigandi snyrtistofunnar Verði þinn vilji, segist einnig oft hafa fengið spurningar frá konum um það hvort kynfæri þeirra séu eðlileg. „Ég held að það sé viss brenglun í gangi með þessari internetvæðingu. Konur sjá eitthvað á netinu og halda að svona þurfi þær að líta út,“ segir hún. „Við erum öll með ólík andlit og það er eins með þetta; það er enginn eins að neðan.“

Skapabarmaaðgerðir á 150 til 275 þúsund krónur

Á vefsíðu Ágústs Birgissonar lýtalæknis er verðskrá þar sem fram kemur að skapabarmaaðgerð kosti 150 þúsund krónur. Þá má einnig finna verðskrá á vefsíðu Guðmundar Más Stefánssonar lýtalæknis þar sem fram kemur að verð á skapabarmaaðgerð í svæfingu sé 275 þúsund krónur og verð á skapabarmaaðgerð í staðdeyfingu sé 175 þúsund krónur.  

Ágúst Birgisson lýtalæknir.
Ágúst Birgisson lýtalæknir.

Í samtali við mbl.is segist Ágúst ekki sjá gríðarlega aukningu á aðgerðum af þessu tagi, en þó hafi hugsanlega orðið einhver aukning. Ekki séu þó margar skapabarmaaðgerðum framkvæmdar og að hans sögn eru þær ekki á meðal algengustu aðgerðanna.

En eru gerðar aðgerðir á stúlkum undir 18 ára aldri? „Nei á prívat stofunum eru ekki gerðar fegrunaraðgerðir á neinum undir 18 ára,“ segir hann. Ástæður aðgerðanna segir hann lang oftast vera óþægindi og sársauki hjá konunum.

Þá segist hann hafa borið saman þessar aðgerðir og aðgerðir á forhúð karla. Engum þyki tiltökumál ef karlmaður fari í slíka aðgerð en það þyki stórmál þegar konur fari í skapabarmaaðgerð. „Ég gæti trúað því að það séu gerðar tíu sinnum fleiri svona aðgerðir á körlum en það er ekkert talað um það,“ segir hann.

Ottó Guðjónsson lýtalæknir segist gera örfáar skapabarmaaðgerðir, en hefur oft fengið til sín konur sem sækjast eftir slíkri aðgerð. Skoðun leiði þó í langflestum tilvikum í ljós að ekki er þörf á aðgerðinni og gerir hann hana þá ekki.

Þórdís Kjartansdóttir lýtalæknir í Dea Medica.
Þórdís Kjartansdóttir lýtalæknir í Dea Medica. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Mikilvægt úrræði fyrir konur sem finni fyrir óþægindum

Þórdís Kjartansdóttir lýtalæknir segist ekki hafa tekið eftir aukningu á aðgerðum af þessu tagi, en hún hefur gert þær í þó nokkuð mörg ár. Þetta sagði hún í samtali við Svala og Svavar á K100 í morgun. Þá sagðist Þórdís oft fá til sín konur sem hræddar eru um að skapabarmar sínir séu óeðlilegir. Í flestum tilvikum leiði skoðun í ljós að þeir reynast ekki vera óeðlilegir og gerir Þórdís þá ekki aðgerð á þeim konum.

„Ég vil ekki meina að þetta tengist klámmenningu. Það er okkar lýtalækna að koma í veg fyrir að fylgja slíkum straumum, enda vísa ég konum oft frá og segi þeim að þær séu eðlilegar,“ sagði Þórdís. Hún bætti þó við að mikilvægt væri að það kæmi fram í umræðu af þessu tagi að sumar konur verða fyrir raunverulegum óþægindum, til dæmis við hjólreiðar eða samfarir. Mikilvægt væri fyrir þær konur að hafa þetta úrræði. „Það er mikilvægt fyrir konur sem eru með óþægindi viti að það sé hægt að laga þetta,“ sagði hún.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Óhæfur vegna veikinda

06:02 Ökumaður sem olli umferðaróhappi í Sólheimum um níu leytið í gærkvöldi var færður á lögreglustöð þar sem læknir kom og mat ökumanninn óhæfan til að stjórna ökutæki vegna veikinda.   Meira »

Tafir á dreifingu Morgunblaðsins

05:46 Tafir verða á dreifingu Morgunblaðsins í dag vegna bilunar í prentsmiðju. Byrjað er að dreifa blaðinu á höfuðborgarsvæðinu en ljóst að einhverjir fá blaðið sitt seinna en venjulega. Meira »

Konurnar fundnar heilar á húfi

05:41 Gönguhópur fann konurnar þrjár sem var í gærkvöldi á gönguleið við Skalla sunnan Landmannalauga um tvö leytið í nótt. Konurnar voru kaldar en að öðru leyti amaði ekkert að þeim. Meira »

Lítill fiskur veldur heilabrotum

05:30 Lítill torkennilegur fiskur hefur valdið sérfræðingum Hafrannsóknastofnunar nokkrum heilabrotum síðustu vikur.  Meira »

BRCA-konur hafa val

05:30 Konur sem eru með BRCA-stökkbreytingu í genum sem eykur áhættuna á að fá krabbamein í brjóst og eggjastokka geta nú farið í fyrirbyggjandi brjóstnám og uppbyggingu á Klíníkina í Ármúla og fengið það greitt af Sjúkratryggingum Íslands (SÍ). Meira »

20 stiga hitamúr féll í gær

05:30 Í gærdag fór hiti í fyrsta sinn í ágústmánuði þetta árið í 20 gráður. Þetta var í Mörk í Landsveit þar sem er sjálfvirk veðurathugunarstöð. Í gær var heiðríkja á Suðurlandi og sólin sendi heita geisla sína yfir landið. Meira »

Rétt að afhenda RÚV tölvupósta

05:30 Vegglistaverk á Sjávarútvegshúsinu við Skúlagötu í Reykjavík hefur verið mikið á milli tannanna á fólki. Málað var yfir verkið í síðasta mánuði og í kjölfarið var deilt um ástæður þess og hver bæri ábyrgð. Meira »

Festir ræðir við erlenda hótelkeðju

05:30 Festir fasteignafélag ræðir nú við erlenda hótelkeðju um leigu á Suðurlandsbraut 18. Breytingar á byggingunni eru í undirbúningi og hafa leigutakar flutt úr húsinu. Meira »

Þörf á fleiri úrræðum í skólunum

05:30 Staðan í sveitarfélögum utan Reykjavíkurborgar um pláss fyrir nemendur sem eru með hegðunar-, geðræna- eða félagslega erfiðleika í sérskólum eða sérdeildum innan grunnskóla er misjöfn, segir Sædís Ósk Harðardóttir, formaður Félags sérkennara, í Morgunblaðinu í dag. Meira »

Reyndi svik í nafni Costco

05:30 Blaðamanni á Morgunblaðinu barst nýlega tölvupóstur frá „hr. Lee Clark“, sem kvaðst vera innkaupastjóri hjá Costco í Bretlandi. Meira »

Ófyrirséðar afleiðingar af Costco

05:30 Jón Gerald Sullenberger í Kosti hefur velt fyrir sér þeirri ákvörðun yfirvalda að leyfa risaverslun eins og Costco að koma inn á þann örmarkað sem Ísland er. Meira »

Leitað að þremur ferðakonum

01:43 Björgunarsveitir á Suðurlandi leita nú þriggja spænskra ferðakvenna nærri Landmannalaugum. Rúmlega tuttugu manns eru farnir af stað og leit hafin. Meira »

Mega flytja mjaldra til Eyja

Í gær, 21:30 Vestmannaeyjabær hefur fengið heimild Umhverfisstofnunar til innflutnings á mjöldrum frá Kína til Eyja. Þetta segir Elliði Vignisson, bæjarstjóri Vestmannaeyja, í samtali við mbl.is, en um er að ræða samstarfsverkefni með fyrirtækinu Merlin Entertainment. Meira »

Forvitnilegt súpurölt um Hvolsvöll

Í gær, 21:00 „Hátíðin hefur vaxið síðustu ár og sérstaklega síðust fimm ár. Það er alltaf fullt á tjaldsvæðinu og margir brottfluttir Hvolsvellingar láta sjá sig,“ segir Árný Lára Karvelsdóttir markaðs- og kynningarfulltrúi Rangárþings eystra um Kjötsúpuhátíðina sem verður haldin á Hvolsvelli um helgina. Meira »

Vantar þrjá kennara í Hafnarfirði

Í gær, 20:25 Í Hafnarfirði vantar þrjá grunnskólakennara til starfa þegar tölur voru teknar saman í gær, samkvæmt upplýsingum frá Hafnarfjarðarbæ. Í Störf skólaliða og stuðningsfulltrúa vantar 12 starfsmenn og 13 frístundaleiðbeinendur á frístundaheimilum. Meira »

Stöðva rekstur ef slökkt er á ofninum

Í gær, 21:00 Umhverfisstofnun mun stöðva rekstur kísilverksmiðju United Silicon, komi til þess að slökkt verði á ofni verksmiðjunnar lengur en í klukkustund eða ef afl hans fer undir tíu megavött. Meira »

Strætó ekur á hjólreiðamann

Í gær, 20:40 Strætisvagn ók á hjólreiðamann á gatnamótum Miklubrautar og Háleitisbrautar laust fyrir hálfníu í kvöld.  Meira »

„Við getum ekki borgað okkur laun“

Í gær, 20:00 Við eldhúsborðið á Hallgilsstöðum í Þistilfirði situr sauðfjárbóndinn Maríus Halldórsson með reiknivél í hönd. Hann rýnir í nýútgefna verðskrá KS og reiknast til að fyrir lamb sem vegur 15 kíló fái hann greiddar 5.600 krónur. Meira »
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristniboðs- salnum. R...
Lækjarmel 12
Atvinnuhúsnæði
Stórglæsilegt iðnaðarhúsnæði Lækjarme...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Atvinna óskast
Starf óskast
Atvinna óskast Véliðnfræðingur / vél...