Hætt við sameiningu FÁ og Tækniskólans

Mennta- og menningarmálaráðuneytið.
Mennta- og menningarmálaráðuneytið. mbl.is/Ófeigur

Hætt hefur verið við sameiningu á rekstri Fjölbrautaskólans við Ármúla og Tækniskólans að svo stöddu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu.

Segir þar að gerð verði greining á einstökum landsvæðum eða klösum skóla, sem og greining á einstökum skólum með tilliti til styrkleika og veikleika þeirra.

„Að þeirri vinnu lokinni mun ráðherra ákveða hvort ástæða sé til að ráðast í  sameiningar skóla eða gera aðrar breytingar á starfsemi þeirra svo efla megi gæði náms, skilvirkni í starfsemi og þjónustu við nemendur,“ segir svo í tilkynningunni.

Kemur þar fram að ráðuneytið hafi lokið greiningu á gögnum sem unnin hafi verið um hina hugsanlegu sameiningu. Niðurstaðan sé að ekki verði ráðist í að sameina reksturinn að svo stöddu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert