Sömu einstaklingar í gögnunum

„Embætti ríkisskattstjóra og skattrannsóknarstjóra óskuðu eftir upplýsingum um þátttakendur í gjaldeyrisútboðum Seðlabanka Íslands sem þeim voru afhentar með nokkrum sendingum vegna áranna 2012 til 2015.“

Þannig segir meðal annars í svari Seðlabanka Íslands við fyrirspurn Björns Levís Gunnarssonar, þingmanns Pírata, um fjárfestingaleið Seðlabankans.

Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknarstjóri var í gær spurð hvort upplýsingar frá Seðlabankanum hefðu leitt til aðgerða af hálfu embættisins: „Við óskuðum eftir upplýsingum vegna þess sem fór fram á tímabilinu 2012 til 2015. Beiðnin var send í lok apríl í fyrra. Við vorum m.a. að leita upplýsinga sem tengjast skattaskjólsgögnunum. Það var 21 einstaklingur sem kom fram á skattaskjólsgögnunum sem kom einnig fram í gögnunum sem við fengum frá Seðlabankanum. Einhver þeirra mála eru í rannsókn,“ segir Bryndís í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert