Svanur ræðst á kind (myndskeið)

Svanirnir vernda afkvæmi sín.
Svanirnir vernda afkvæmi sín. mbl.is/Ómar Óskarsson

Bolvíkingurinn Sigríður Línberg Runólfsdóttir birti fyrr í kvöld nokkuð magnað myndskeið á Facebook-síðu sinni. Þar má sjá svan ráðast að á og lambi í Álftafirði.

Í myndskeiðinu má sjá svan, lamb og á. Allt virðist leika í lyndi þar til svanurinn fer að elta ána, sem hleypur burt. Svanurinn ræðst á ána á meðan lambið hraðar sér burt. Ánni tekst að lokum að snúa svaninn niður og í lok myndskeiðsins sjást lambið og ærin forða sér.

Sigríður segir í samtali við mbl.is að allt hafi þetta farið vel að lokum en eiginmaður hennar, Halldór Margeir Sverrisson, tók myndskeiðið upp á flygildi. 

Hún bendir á að svanurinn hafi verið að vernda afkvæmi sín. „Það er stórvarasamt að fara nálægt álft þegar hún er með unga eða hreiður. Minn maður var eitt sinni á hestbaki í hópi reiðmanna þegar svanur kom hlaupandi á móti þeim.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert