Bílaumferð aðalorsök svifryks

Svifryk á höfuðborgarsvæðinu.
Svifryk á höfuðborgarsvæðinu. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Um 80% svifryks í Reykjavík má rekja til bílaumferðar. Þetta kemur fram í rannsókn sem Vegagerðin lét verkfræðistofuna EFLU vinna vorið 2015 og birt var á dögunum.

Um helmingur svifryksins er malbik og tæpur þriðjungur sót. Svifrikssýni voru tekin á tímabilinu mars-maí 2015 við gatnamót Miklubrautar og Grensásvegar en það eru ein fjölförnustu gatnamót borgarinnar.

Svifryk þykir sá mengunarþáttur í borgum sem hættulegastur er heilsu almennings enda á það greiða leið ofan í öndunarfæri fólks. Niðurstöðurnar styðja þann grun að vægi sóts í svifryki hafi aukist mjög að undanförnu og má það meðal annars rekja til hækkandi hlutfalls díselbíla í umferð. Skýrsluhöfundar segja ástæðu til að skoða leiðir til að draga úr sótmengun, svo sem með takmörkunum á umferð díselbíla sem ekki uppfylla ákveðin útblástursskilyrði.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert