Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita fanga ofbeldi

Lögreglumaður hefur verið dæmdur í 60 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa ráðist á fanga í fangageymslu lögreglustöðvarinnar við Hverfisgötu í Reykjavík í maí á síðasta ári. Þetta kemur fram í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur yfir honum sem mbl.is hefur undir höndum. Atvikið náðist á myndband.

Hann er sakfelldur fyrir að fara offari í starfi og gæta ekki lögmætra aðferða, auk þess fyrir að hafa ráðist á fangann og veitt honum áverka. Atlagan var að mati héraðsdóms tilefnislaus og ekkert í fari fangans sem gaf tilefni til hennar. 

Héraðsdómur bendir á að fanginn hafi verið bundinn og varnarlaus í höndum lögreglumannsins og á myndbandi sést að hann reyndi ekki að veita mótspyrnu á nokkurn hátt. Lögreglumanninum var gert að greiða honum 400 þúsund krónur í miskabætur.

Verknaðurinn átti sér stað þegar lögreglumaðurinn átti að flytja karlmann úr fangageymslu á Hverfisgötu og fyrir dómara. Eftir að hann hafði handjárnað manninn fyrir framan búk tók hann um hálsmál á peysu hans, ýtti honum upp að vegg og tók hann svo niður í gólfið þar sem maðurinn lenti á bakinu, setti hægra hné sitt á bringu hans, hélt enn um peysu hans við hálsmál og skellti höfði mannsins tvisvar sinnum í gólfið auk þess að ógna honum með því að halda krepptum hnefa framan við andlit hans.

Þetta kemur fram í dómnum. Því næst dró hann manninn á fætur og skellti honum upp við vegg. Eftir að fórnarlambið hneig niður í gólfið dró lögreglumaðurinn það eftir jörðinni með því að halda í föt þess út fangaganginn og að lyftu í fangageymslu. 

Fanginn hlaut við þetta blæðingu í og undir húð á hnakka, eymsli og væga bólgu yfir liðbandi í hægri ökkla. Auk þess var grunur um rifbot á einu rifi vinstra megin.

Tók þátt í slagsmálum þar sem hnífum var beitt

Fanginn sem fyrir ofbeldinu varð var grunaður um að hafa tekið þátt í slagsmálum þar sem hnífum hafði verið beitt. Var í annarlegu ástandi, valtur á fótum og froðufellandi þegar hann var handtekinn auk þess sem fatnaður hans var blóðugur. 

Ákveðið var af lögreglu að hann skyldi úrskurðaður í gæsluvarðhald og þegar lögreglumaðurinn sótti hann í fangaklefann má sjá á myndbandsupptöku fangann kvitta á blað og fleygja pennanum síðan í gólfið. Lögreglumaðurinn skipar honum að taka hann upp og eftir nokkurt þref gerir hann það.

Eftir að fanginn var kominn í svonefnt flutningsbelti og hendur hans handjárnaðar við það má sjá hvernig fanginn horfir einbeittum svip á lögreglumanninn. Í endurriti segir brotaþoli „fokkings fíflin ykkar“ og rétt á eftir „fokkings ræfill“.

Þá spyr lögreglumaðurinn: „Ertu að segja að ég sé ræfill eða hvað, ha?“ Þá segir fanginn að hann sé bara að tala um lögregluna almennt, ekki viðkomandi lögreglumann. Þá spyr lögreglumaðurinn hann aftur og aftur hvort hann hafi verið að kalla hann ræfil áður en ofbeldið hefst.

Við aðalmeðferð málsins sagðist lögreglumaðurinn hafa haft mikinn vara á sér í viðskiptum við fangann enda hafi hann verið merktur hættulegur í kerfi lögreglunnar. Hann fór til yfirmanns síns daginn eftir atvikið og skýrði frá því sem hafði gerst. Hann viðurkenndi sök og sagði að atferli sínu væri rétt lýst í ákæru að því undanskildu að hann hefði ekki skellt höfði fangans í gólfið heldur búk hans í gólfið og þá fylgdi höfuðið með. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Unnið að því að losa rútuna

18:47 Vegurinn við vest­ari af­leggj­ar­ann að Detti­fossi er enn lokaður en umferðaróhapp varð þar um miðjan daginn þegar rúta með ferðamenn um borð náði ekki beygju þar. Meira »

Bærinn tekur við rekstrinum í sumar

18:42 Vestmannaeyjabær mun taka við rekstri Herjólfs þegar ný ferja verður tekið í gagnið næsta sumar. Samningur þess efnis er á lokametrunum að sögn Jóns Gunnarssonar samgönguráðherra. Meira »

Sjálfstæðisflokkurinn fékk mest

18:26 Átta stjórnmálaflokkar fengu framlög upp á 678 milljónir á síðasta ári. Framlögin koma frá ríki, sveitarfélögum, fyrirtækjum, einstaklingum, auk annarra rekstrartekna. Sjálfstæðisflokkurinn fékk mest en Flokkur fólksins minnst. Meira »

Þrengt að umferð á morgun

18:17 Á morgun má búast við töfum á umferð á Hafnarfjarðarvegi. Þá þarf að þrengja að umferð á um 250 metra kafla, Akrahverfismegin í Garðabæ, vegna vinnu við hljóðmön. Það er veggur til að verja íbúabyggð fyrir umferðarhávaða. Meira »

Rætist úr spánni á kjördag

18:00 Útlit er fyrir milt veður á kjördag. Samkvæmt veðurspá frá Veðurstofu Íslands má búast við vestlægri eða breytilegri átt á landinu öllu á laugardag og sunnudag. Meira »

Vakan heldur blaðamannafund

17:16 Vakan, félagasamtök um aukna kosningaþátttöku ungs fólks, hefur boðað til blaðamannafundar í Smáralindinni á morgun. Efnis fundarins eru tilmæli yfirkjörstjórnar Reykjavíkur norður til Vökunnar, um að það gæti brotið í bága við kosningalög að hvetja fólk að taka af sér sjálfur á kjörstað. Meira »

Fylgi Samfylkingarinnar dalar

16:47 Sjálfstæðisflokkurinn nýtur mest fylgis kjósenda samkvæmt nýrri skoðanakönnun MMR. Flokkurinn mælist með 22,9% fylgi. Fast á hæla hans fylgir VG með 19,9% fylgi. Munurinn er innan vikmarka en báðir flokkar mælast með meira fylgi en í síðustu könnun MMR. Meira »

Óljóst hvort farið verði gegn RÚV

16:56 Ekki hefur verið tekið ákvörðun um hvort Glitnir HoldCo ehf. fari fram á lögbann á fréttaflutning Ríkisútvarpsins af viðskiptum Glitnis. Ingólfur Hauksson segir í samtali við mbl.is að hann geti ekki staðfest eitt eða neitt og að hann vilji ekki tjá sig um fréttaflutning RÚV. Meira »

Áfram í haldi vegna peningaþvættis

16:18 Hæstirétt­ur staðfesti í dag að níg­er­ísk­ur karl­maður skuli áfram sæta gæslu­v­arðhaldi vegna gruns um pen­ingaþvætti í febrúar í fyrra. Hæstiréttur staðfesti með dómi sínum dóm Héraðsdóms Reykjavíkur frá 19. október. Meira »

„Fólk hefur sýnt okkur mikla ást“

16:07 Þakklæti er efst í huga níg­er­ísku hjónanna Sunday Iserien og Joy Lucky og dótt­ur þeirra Mary sem fengu dval­ar­leyfi af mannúðarástæðum hér á landi í morgun. Þau hafa dvalið hér á landi í eitt og hálft ár en í september var þeim gert að yfirgefa landið. Meira »

Rúta náði ekki beygjunni

15:56 Umferðaróhapp varð á Mývatnsöræfum við vestari afleggjarann að Dettifossi þegar rúta með ferðamenn um borð náði ekki beygjunni. Meira »

Samið um allt nema laun

15:47 Fjórtán aðildarfélög Bandalags háskólamanna, BHM og Samtaka atvinnulífsins, SA, undirrituðu í dag ótímabundinn kjarasamning sín á milli. Samningurinn byggir á fyrri kjarasamningi þessara aðila, frá árinu 2011, en er sérstakur að því leytinu til að ekki er þar samið um laun. Meira »

BL innkallar Dacia Duster

15:27 BL hefur tilkynnt um innköllun á Dacia Duster-bifreiðum, en ástæða innköllunarinnar er að möguleiki er á að flauta hætti að virka vegna spennumismunar. Meira »

Ríkið efli flugsamgöngur til Eyja

13:46 „Við höfum áhyggjur af þessari stöðu eins og við höfum margoft áður lýst yfir. Herjólfur er orðinn gamall og eftir því sem skip verða eldri aukast líkur á alvarlegum bilunum, eins og nú hafa komið upp í Herjólfi,“ segir Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, í samtali við mbl.is. Meira »

38% kjósa Miðflokkinn í stað Framsóknar

12:38 Alls ætla 38% þeirra sem kusu Framsóknarflokkinn í alþingiskosningunum í fyrra að kjósa Miðflokkinn um næstu helgi. Þetta kemur fram í niðurstöðum nýjustu skoðanakönnunar Félagsvísindastofnunar fyrir Morgunblaðið. Meira »

Hvað vilja flokkarnir í utanríkismálum?

14:37 Fríverslun, hernaðarbandalög og kjarnorkuvopn. Utanríkismálin eru kannski ekki mest í umræðunni í aðdraganda þingkosninga en engu að síður skiptir staða Íslands á alþjóðavettvangi miklu máli fyrir hagsmuni þjóðarinnar. Hvað vilja flokkarnir sem eru í framboði gera í þessum málum? Meira »

Tafir í Ártúnsbrekku eftir árekstur

13:43 Talsverðar umferðartafir eru nú í Ártúnsbrekkunni eftir aftanákeyrslur þar sem þrír bílar lentu í árekstri.  Meira »

Biðjast afsökunar á notkun Sólfarsins

12:02 Flokkur fólksins hefur beðist afsökunar á notkun á listaverkinu Sólfarinu eftir Jón Gunnar Árnason á haustþingi flokksins. Í bréfi sem undirritað er af formanninum Ingu Sæland segir að ljósmyndin sem sýni sólarlag við Sundin í Reykjavík með listaverkið í forgrunni hafi verið notuð í góðri trú. Meira »

Skoðanakannanir

[ Nánar | Allar kannanir í CSV-skrá ]

Mátturinn eða dýrðin - Greinaflokkur

FORD ESCAPE JEPPI TIL SÖLU
Til sölu Ford Escape jeppi, benzín, árgerð 2007, ekinn 193.000km. Vel með farinn...
VIÐHALD FASTEIGNA
Við þjónustum þig með lítil sem stór verk. Tímavinna eða tilboð. sími: 544-44...
Playback borðtennisborð
PLAYBACK borðtennisborð frá BUTTERFLY m/neti, blá eða græn. 19mm borðplata Verð:...
 
Verkefnisstjóri
Stjórnunarstörf
Verkefnisstjóri Stjór...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Hjá okkur er opin vinnusto...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Við byrjum daginn á opnu v...