Geta barið til bana með vængjunum

Einstaka sinnum hafa birst í fjölmiðlum, m.a. hér á mbl.is, ...
Einstaka sinnum hafa birst í fjölmiðlum, m.a. hér á mbl.is, myndir af álftum í miklum ham. Á neðri myndinni er álft að reka hundinn Glóa burt. Glói var eins og sjá má nokkuð skelkaður. mbl.is

Álftir eru yfirleitt stilltar í ævintýrunum og unun er að fylgjast með þessum tignarlegu fuglum á flugi eða sundi. En svanir eru misjafnir eins og þeir eru margir og eiga það til að verja egg og unga sína með kjafti og klóm, eða réttara sagt goggi og vængjum. Dæmi eru um að þeir hafi drepið lömb, hunda, tófur og aðra fugla. Mönnunum er heldur ekki óhætt í kringum þá er þeir eru í þessum ham. Þegar álft breiðir út vængina er því best að forða sér. Vængirnir geta breyst í aflmikið vopn á augabragði. 

Frétt mbl.is: Álft réðst á vinnuskólapilt

Ær og lamb hennar í Álftafirði áttu fótum sínum fjör að launa er álft lét til skarar skríða gegn þeim. Í fyrstu breiddi hún út sitt risavaxna vænghaf, sem getur verið rúmlega tveir metrar, en þegar kindurnar létu ekki segjast, eða réttara sagt forðuðu sér ekki nægilega hratt að mati álftarinnar, flaug hún að þeim og lét höggin dynja á ánni.

Jóhann Óli Hilmarsson fuglafræðingur segir þessa hegðun hvorki óeðlilega né óalgenga. „Það eru dæmi um að álftir hafi drepið kindur. Þá fljúga þær upp á bakið á þeim og berja þær með vængjunum,“ segir Jóhann sem man eftir sögu af álft í Tungunum fyrir nokkrum árum sem var felld þar sem hún hafði drepið mörg lömb með þessum hætti.

Hann segir þó ekki allar álftir árásargjarnar. „Það er einn og einn fugl sem hagar sér svona, oftast eru það nú karlarnir.“ Hann segir þekkt að þær skæðustu hafi drepið tófur, hunda, lömb og fugla. 

Álftir helga sér nokkuð stór óðul og eru ekki hrifnar af því að verpa í nágrenni við aðra fugla. Skiptir þá engu máli hvort það eru aðrar álftir eða fjarskyldari fiðraðir ættingjar. 

Jóhann Óli segir að árásargirnin sé að mestu bundin við þennan árstíma, þ.e. vor og sumar, þegar þær eru að verja egg sín og unga. 

Karlfuglinn getur verið tólf kíló að þyngd og vænghafið rúmlega tveir metrar. „Þeir eru mjög sterkir. Þeir eru svo þungir að þeir þurfa gríðarlegan kraft í vængina til að geta haldið sér á lofti.“

Álft að elta gæs. Hannes Þorsteinsson áhugaljósmyndari náði þessari áhugaverðu ...
Álft að elta gæs. Hannes Þorsteinsson áhugaljósmyndari náði þessari áhugaverðu mynd af álft að elta gæs í Reykjavík á dögunum. Ljósmynd/Hannes Þorsteinsson

Álftir verpa oft í nágrenni manna, á tjörnum og vötnum, m.a. á höfuðborgarsvæðinu. Nábýlið við manninn virðist þó ekki stilla skap álfta sem eru árásargjarnar að upplagi. „Nei, þeir kunna sig ekkert betur í þéttbýli,“ svarar Jóhann spurður um borgarsvanina. „Maki Svandísar, sem var á Bakkatjörn á Seltjarnarnesi, var þekktur fyrir að vera ógnandi við fólk og var mjög harður í því að reka burt gæsir.“

Frétt mbl.is: Álft drap á annan tug æðarunga

En hvernig nákvæmlega fara álftir að því að drepa lömb og önnur dýr?

„Þær setjast á bakið á þeim og berja þau sundur og saman með vængjunum,“ segir Jóhann Óli. Slíkur er styrkurinn. 

Jóhann hefur ekki séð slíkt gerast sjálfur en man eftir álft sem hélt til á Elliðavatni fyrir margt löngu. Sú var það árásargjörn að hann hafði iðulega með sér prik til að verjast henni er hann var þar á ferð. Ef hann kom of nærri hreiðrinu barði hún hann með vængjunum. „Hún barði mjög fast. Maður fann alveg aflið. Vængirnir eru hennar helsta vopn.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

„Mér finnst þið sýna hressandi kjark“

Í gær, 22:52 Katrín Júlíusdóttir, fyrrverandi varaformaður Samfylkingarinnar, segir Vinstri græn sýna hressandi kjark með því að fara í stjórnarmyndunarviðræður með Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum. „Mér finnst þið sýna hressandi kjark sem vonandi hristir upp í þessu.“ Meira »

Skylt að veita aðgang að eldri prófum

Í gær, 22:04 Háskóla Íslands er skylt að veita nemanda skólans aðgang að eldri prófum í námskeiði við skólann, að því er fram kemur í úrskurði Úrskurðarnefndar um upplýsingamál, sem kveðinn var upp þann 2. nóvember en birtur var í gær. Skólinn hafði áður synjað beiðni nemandans þess efnis. Meira »

Veruleg óvissa um framhald atburðarásar

Í gær, 22:01 Ljóst er að verulegur jarðhiti er kominn upp í öskju Öræfajökuls en ekki eru nein merki að eldgos sé að hefjast. Veruleg óvissa er þó um framhald þeirrar atburðarásar sem nú er í gangi, að segir í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands. Stöðufundur var haldinn um Öræfajökul á Veðurstofunni í kvöld. Meira »

Syngur í Tosca í 400. skiptið

Í gær, 21:07 Síðasta sýningin á óperunni Tosca fyrir áramót verður í Hörpu í kvöld, en það er 400. sýning Kristjáns Jóhannssonar óperusöngvara í hlutverki Cavaradossi málara. Kristján hefur sungið hlutverkið víða um heiminn síðan 1980. Meira »

Ógn fylgi innflutningi á fersku kjöti

Í gær, 20:37 Karl G. Kristinsson, yfirlæknir á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans, segir ómetanlegt að á Íslandi sé minnst sýklalyfjaónæmi af löndum Evrópu, eins og árleg skýrsla Evrópsku sóttvarnarmiðstöðvarinnar sýnir. Meira »

Björn Lúkas tapaði úrslitabardaganum

Í gær, 20:12 Bardagamaðurinn Björn Lúkas Haraldsson tapaði úrslitabardaganum sínum á heimsmeistaramóti áhugamanna í MMA í dag. Svíinn Khaled Laallam reyndist of sterkur og fór með sigur af hólmi. Björn Lúkas fer hins vegar með silfrið heim. Þetta kemur fram á Meira »

Lambastelpa lét ekki stoppa sig

Í gær, 19:13 Þau ætluðu ekki að trúa sínum eigin augum þegar hún kom í leitirnar, eftir að hafa verið týnd í tvo og hálfan mánuð. Klóka kindin Ukulele lambastelpa er frekari en nokkru sinni fyrr og vill ei vera í fjárhúsi. Meira »

Sex fengu 100 þúsund krónur

Í gær, 19:34 Enginn miðhafi var með allar tölur réttar í Lottó þegar dregið var út kvöld og verður potturinn því tvöfaldur í næstu viku. Þrír miðaeigendur skiptu hins vegar með sér bónusvinningi kvöldsins og hlýtur hver um sig rúmlega 101 þúsund krónur. Meira »

Telja himin og jörð ekki að farast

Í gær, 18:33 Jarðvísindamenn voru við mælingar á Öræfajökli í dag og mældu meðal annars nýjan sigketil sem hefur myndast í öskju jökulsins síðustu daga. Ketillinn er um einn kílómetri í þvermál, en Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur segir það hafa komið í ljós að ketilinn sé um 15 til 20 metra djúpur. Meira »

„Þetta er algjör draumur“

Í gær, 17:40 Úthlutað var úr Styrktarsjóði Svavars Guðnasonar listmálara og Ástu Eiríksdóttur eiginkonu hans við athöfn í Listasafni Íslands í dag og hlutu tveir ungir myndlistarmenn styrki, þau Fritz Hendrik Berndsen og Katrín Inga Jónsdóttir Hjördísardóttir. Meira »

35,11% vefsíðna komnar aftur í gagnið

Í gær, 17:29 Samkvæmt Merði Ingólfssyni, framkvæmdastjóra 1984 ehf. hefur 35,11% þeirra vefsíðna sem fyrirtækið hýsir verið komið aftur í gagnið eftir kerfishrunið sem varð á miðvikudag. Á morgun vonast hann til að hlutfallið verði komið upp í 50% og að á mánudag verði allar vefsíðurnar komnar upp. Meira »

Fresta stofnfundi nýs stéttarfélags

Í gær, 16:57 Ákveðið hefur verið að fresta stofnfundi nýs Stéttarfélags, Sambands íslenskra flugliða, sem flugfreyjur- og þjónar hjá WOW air hugðust stofna. Erla Pálsdóttir forsvarsmaður undirbúningsnefndarinnar, segir í tilkynningu sem hún sendi frá sér fyrir skömmu, þetta sé gert vegna breyttra aðstæðna. Meira »

Stella hreint ekki í orlofi

Í gær, 16:32 Heiða Rún Sigurðardóttir kom heim til að leika titilhlutverkið í glænýjum glæpaþáttum um hina úrræðagóðu Stellu Blómkvist. Hún segir hlutverkið safaríkt og kærkomna tilbreytingu frá búningadramanu Poldark. Meira »

„Staðan er brothætt“

Í gær, 15:55 „Mér finnst við ekki standa illa. Við stöndum þokkalega en staðan er brothætt,“ segir dósent við menntavísindasvið HÍ um læsi grunnskólabarna. Þetta kom fram í erindi sem hann hélt á ráðstefnunni Lestur er lykill að ævintýrum. Meira »

Brotist inn í íbúðarhús á Selfossi

Í gær, 14:58 Lögregla á Selfossi handtók í morgun mann sem grunaður er um innbrot. Brotist var inn í íbúðarhús á Selfossi snemma í morgun og kom húsráðandi að manninum. Meira »

Rafleiðni í Múlakvísl eykst áfram

Í gær, 16:31 Rafleiðni í Múlakvísl á Mýrdalssandi heldur áfram að aukast og samkvæmt nýjustu mælingum sem gerðar voru í dag mælist rafleiðnin 560 míkrómens/cm. Meira »

Óku út af á stolnum bíl

Í gær, 15:12 Tilkynnt var um útafakstur rétt austan við Bitru í nótt. Þegar lögreglan kom á staðinn reyndist um stolinn bíl að ræða.  Meira »

Illa brotnar en ekki í lífshættu

Í gær, 14:38 Erlendu konurnar tvær sem lentu í árekstri við snjóruðningstæki við Ketilstaði á Þjóðvegi eitt á Suðurlandi á fimmtudag eru ekki lífshættulega slasaðar. Konurnar brotnuðu þó engu að síður báðar tvær illa samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurlandi. Meira »

Mátturinn eða dýrðin - Greinaflokkur

Vatnshitarar fyrir sumarhús.
Ýmsar gerðir af vatnshiturum 3300w til 21000w fyrir sumarhús, þessi búnaður er f...
Vasaljós Ennisljós Luktir
Milkið úrval af höfuðljósum vasaljósum luktum og fleira. Allar rafhlöður á einum...
NUDD- LÁTTU DEKRA VIÐ ÞIG.
HEITIR STEINAR OG OLIA- STURTA OG HANDKLÆÐI Á STAÐNUM NUDD GEFUR SLÖKUN OG...
 
Aðalfundur
Fundir - mannfagnaðir
Aðalfundur Aðalfundur Vör...
Aflaheimildir
Tilkynningar
Auglýsing eftir umsóknum um afla...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristniboðs- salnum. R...