Robert Downey kærður á ný

Anna Katrín Snorradóttir lagði fram kæru gegn Roberti Downey í …
Anna Katrín Snorradóttir lagði fram kæru gegn Roberti Downey í gær. mbl.is/Þórður

Kona lagði í gær fram kæru gegn Robert Downey fyrir kynferðisbrot en hún segir brotin svipuð og þau sem hann var sakfelldur fyrir árið 2008. Downey fékk uppreist æru í síðasta mánuði en hann var fyr­ir níu árum dæmd­ur í 3 ára fang­elsi fyr­ir kyn­ferðis­brot gegn fjór­um stúlk­um. RÚV greinir frá.

Anna Katrín Snorradóttir, sem lagði fram kæruna, segir að samskipti hennar og Roberts, sem áður hét Róbert Árni Hreiðarsson, hafi staðið yfir frá 2001 til 2004. Hún segir allan þann tíma í móðu og að það sendi röng skilaboð að veita dæmdum kynferðisbrotamanni uppreist æru og lögmannsréttindi á nýjan leik.

„Ég fæ svakalegt kvíðakast, eitt stærsta kvíðakast sem ég hef fengið og það endar með því að ég hringi á sjúkrabíl, ég hélt ég væri að deyja,“ sagði Anna um viðbrögð hennar þegar hún frétti að Robert hefði fengið uppreist æru.

Vanlíðanin er svo mikil að ég er ekki að höndla neitt. Það er síðan upp frá því að þá ákvað ég að koma fram.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert