„Þetta er mjög bagalegt“

Skólp­dælu­stöðin við Faxa­skjól í Reykja­vík er biluð og flæða því ...
Skólp­dælu­stöðin við Faxa­skjól í Reykja­vík er biluð og flæða því nú á hverri sek­úndu 750 lítr­ar af óhreinsuðu skólpi út í hafið. mbl.is/Golli

Umhverfisstjóri Orkuveitu Reykjavíkur segir það mjög bagalegt að óhreinsað skólp renni út í sjó við Faxaskjól í Reykjavík. Hart sé hins vegar unnið að viðgerð við erfiðar aðstæður. Fulltrúar frá heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur eru nú á leið niður að fjörunni til að taka sýni og meta aðstæður.

Eins og greint var frá í gær er skólpdælustöðin við Faxaskjól biluð og flæða því á hverri sekúndu 750 lítrar af óhreinsuðu skólpi út um neyðarlúgu og í hafið. Hefur þetta verið staðan undanfarna ellefu sólarhringa, en viðgerð sem lauk 19. júní sl. skilaði ekki tilætluðum árangri. Neyðarlúgan var þó lokuð í nótt.

Hólmfríður Sigurðardóttir, umhverfisstjóri Orkuveitu Reykjavíkur segist vonast til þess að viðgerð fari að ljúka, en mikilvægt sé þó að tryggja öryggi starfsmanna. „Okkar starfsmenn hafa verið að vinna hörðum höndum við mjög erfiðar aðstæður í þessari dælustöð. Þetta hefur gengið brösuglega vegna aðstæðnanna,“ segir hún. „En það er auðvitað mjög bagalegt að þetta taki svona langan tíma.“

Frumniðurstöður ljósar eftir sólarhring

Að sögn Svövu Steinarsdóttur, heilbrigðisfulltrúa hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur, eru fulltrúar nú á leið í fjöruna til að taka sýni. Frumniðurstöður ættu að verða ljósar eftir sólarhring. Þá verður einnig metið hvort tilefni sé til þess að fara í hreinsiaðgerðir á svæðinu.

Spurð um það hvers vegna ekki hafi verið tilkynnt um skólpmengunina fyrr segir Svava að þar sem saurgerlar hafi verið innan ásættanlegra marka við sýnatöku í júní hafi ekki þótt tilefni til að tilkynna um mengunina til almennings. „En við getum beint því til fólks núna þar sem þetta ástand er búið að vara svona lengi að gæta að því að halda sig fjarri dælustöðinni,“ segir hún.

Samkvæmt reglugerð nr. 798/1999 skal fjöldi hitaþolinna kólíbaktería eða saurkokka í a.m.k. 90% tilfella vera undir 100 pr. 100 ml utan þynningarsvæðis miðað við lágmark 10 sýni við fjörur. Sýnin sem Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur tók í júní voru yfir viðmiðunarmörkunum en innan skekkjumarka að sögn Svövu.

Unnið er að viðgerð á svæðinu.
Unnið er að viðgerð á svæðinu. mbl.is/Golli

„Óvenjulegt ástand“

„Þetta gerist ekki oft til allrar lukku en getur gerst ef bilun verður í dælum eða mikið álag verður á kerfinu, til dæmis miklar rigningar,“ segir Svava en bætir við að búnaðurinn sé hannaður til að standast slíkt. „En þetta er óvenjulegt ástand þar sem neyðarlúgan hefur sífellt verið að bila yfir þetta tímabil.“

Spurð hver áhrifin séu af gerlamengun segir Svava hana aldrei vera æskilega. „Þeir geta valdið sjúkdómum ef fólk er til dæmis veikt fyrir eða fær gerlana í sár. Við forðumst þessa gerla eins og við getum og erum með eftirlit við baðstaði, strandlengjuna og í neysluvatni,“ segir hún. Heilbrigðiseftirlitið er með eftirlit á tólf sýnatökustöðum við fjöruna, og að sögn Svövu er sýnatökustaður við Ægisíðuna venjulega með mjög góð gildi.

Lengsta og alvarlegasta bilun frá upphafi

Bilunin sem um ræðir er sú lengsta og alvarlegasta á skólphreinsikerfinu frá upphafi, en hreinsistöðvarnar voru settar upp í kringum aldamót. Tvær stórar hreinsistöðvar eru á höfuðborgarsvæðinu; við Klettagarða og Ánanaust. Í þá síðarnefndu kemur skólp úr suður- og vesturhluta borgarinnar, meðal annars frá dælustöðinni sem nú er biluð.

Í dælustöðina kemur skólp úr stórum hluta Breiðholts, Árbæ, Norðlingaholti, Garðabæ og Kópavogi en vegna bilunarinnar rennur það nú út í sjó. Við eðlilegar aðstæður er skólpinu dælt hreinsuðu 4 kílómetra út í hafið á 30 metra dýpi.

Vegna bilunarinnar var ákveðið að hafa neyðarlúgu opna og láta skólpið streyma út í sjó svo ekki væri hætta á því að það færi inn í kerfið og flæddi upp niðurföll eða inn til fólks.

Neyðarlúgan var lokuð í nótt.
Neyðarlúgan var lokuð í nótt. mbl.is/Golli

Mælir ekki með fjöruferð með börn á svæðinu

„Blessunarlega erum við ekki vön því að sjá skólp í fjörunum og þegar svona bilanir verða kemur það eðlilega illa við okkur því ástandið hefur verið gott,“ segir Hólmfríður. „Það er eitt jákvæðasta umhverfismál sem gripið hefur verið til að koma upp skólphreinsistöðvum á höfuðborgarsvæðinu. Víða um land eru þessi mál í miklum ólestri, en auðvitað viljum við ekki að það sé saurgerlamengun í okkar umhverfi.“

Spurð hvort ekki hefði verið hægt að senda skólpið í hreinsistöðina í Klettagörðum í stað þess að láta það flæða út í sjó segir Hólmfríður enga tengingu vera á milli hreinsistöðvanna. „Væri hún til staðar hefði það ekki hjálpað í þessu tilviki þar sem endastöð skólpsins sem fer í gegnum dælustöðina í Faxaskjóli er í Ánanaustum og sú hreinsistöð er í fullum rekstri,“ segir hún.

En er óhætt að fara með börn niður að fjörunni? „Ég mæli ekki með því að foreldrar fari með börnin sín í fjöruferð þar sem skólp rennur út í sjó,“ segir Hólmfríður.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

„Mér finnst þið sýna hressandi kjark“

Í gær, 22:52 Katrín Júlíusdóttir, fyrrverandi varaformaður Samfylkingarinnar, segir Vinstri græn sýna hressandi kjark með því að fara í stjórnarmyndunarviðræður með Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum. „Mér finnst þið sýna hressandi kjark sem vonandi hristir upp í þessu.“ Meira »

Skylt að veita aðgang að eldri prófum

Í gær, 22:04 Háskóla Íslands er skylt að veita nemanda skólans aðgang að eldri prófum í námskeiði við skólann, að því er fram kemur í úrskurði Úrskurðarnefndar um upplýsingamál, sem kveðinn var upp þann 2. nóvember en birtur var í gær. Skólinn hafði áður synjað beiðni nemandans þess efnis. Meira »

Veruleg óvissa um framhald atburðarásar

Í gær, 22:01 Ljóst er að verulegur jarðhiti er kominn upp í öskju Öræfajökuls en ekki eru nein merki að eldgos sé að hefjast. Veruleg óvissa er þó um framhald þeirrar atburðarásar sem nú er í gangi, að segir í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands. Stöðufundur var haldinn um Öræfajökul á Veðurstofunni í kvöld. Meira »

Syngur í Tosca í 400. skiptið

Í gær, 21:07 Síðasta sýningin á óperunni Tosca fyrir áramót verður í Hörpu í kvöld, en það er 400. sýning Kristjáns Jóhannssonar óperusöngvara í hlutverki Cavaradossi málara. Kristján hefur sungið hlutverkið víða um heiminn síðan 1980. Meira »

Ógn fylgi innflutningi á fersku kjöti

Í gær, 20:37 Karl G. Kristinsson, yfirlæknir á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans, segir ómetanlegt að á Íslandi sé minnst sýklalyfjaónæmi af löndum Evrópu, eins og árleg skýrsla Evrópsku sóttvarnarmiðstöðvarinnar sýnir. Meira »

Björn Lúkas tapaði úrslitabardaganum

Í gær, 20:12 Bardagamaðurinn Björn Lúkas Haraldsson tapaði úrslitabardaganum sínum á heimsmeistaramóti áhugamanna í MMA í dag. Svíinn Khaled Laallam reyndist of sterkur og fór með sigur af hólmi. Björn Lúkas fer hins vegar með silfrið heim. Þetta kemur fram á Meira »

Lambastelpa lét ekki stoppa sig

Í gær, 19:13 Þau ætluðu ekki að trúa sínum eigin augum þegar hún kom í leitirnar, eftir að hafa verið týnd í tvo og hálfan mánuð. Klóka kindin Ukulele lambastelpa er frekari en nokkru sinni fyrr og vill ei vera í fjárhúsi. Meira »

Sex fengu 100 þúsund krónur

Í gær, 19:34 Enginn miðhafi var með allar tölur réttar í Lottó þegar dregið var út kvöld og verður potturinn því tvöfaldur í næstu viku. Þrír miðaeigendur skiptu hins vegar með sér bónusvinningi kvöldsins og hlýtur hver um sig rúmlega 101 þúsund krónur. Meira »

Telja himin og jörð ekki að farast

Í gær, 18:33 Jarðvísindamenn voru við mælingar á Öræfajökli í dag og mældu meðal annars nýjan sigketil sem hefur myndast í öskju jökulsins síðustu daga. Ketillinn er um einn kílómetri í þvermál, en Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur segir það hafa komið í ljós að ketilinn sé um 15 til 20 metra djúpur. Meira »

„Þetta er algjör draumur“

Í gær, 17:40 Úthlutað var úr Styrktarsjóði Svavars Guðnasonar listmálara og Ástu Eiríksdóttur eiginkonu hans við athöfn í Listasafni Íslands í dag og hlutu tveir ungir myndlistarmenn styrki, þau Fritz Hendrik Berndsen og Katrín Inga Jónsdóttir Hjördísardóttir. Meira »

35,11% vefsíðna komnar aftur í gagnið

Í gær, 17:29 Samkvæmt Merði Ingólfssyni, framkvæmdastjóra 1984 ehf. hefur 35,11% þeirra vefsíðna sem fyrirtækið hýsir verið komið aftur í gagnið eftir kerfishrunið sem varð á miðvikudag. Á morgun vonast hann til að hlutfallið verði komið upp í 50% og að á mánudag verði allar vefsíðurnar komnar upp. Meira »

Fresta stofnfundi nýs stéttarfélags

Í gær, 16:57 Ákveðið hefur verið að fresta stofnfundi nýs Stéttarfélags, Sambands íslenskra flugliða, sem flugfreyjur- og þjónar hjá WOW air hugðust stofna. Erla Pálsdóttir forsvarsmaður undirbúningsnefndarinnar, segir í tilkynningu sem hún sendi frá sér fyrir skömmu, þetta sé gert vegna breyttra aðstæðna. Meira »

Stella hreint ekki í orlofi

Í gær, 16:32 Heiða Rún Sigurðardóttir kom heim til að leika titilhlutverkið í glænýjum glæpaþáttum um hina úrræðagóðu Stellu Blómkvist. Hún segir hlutverkið safaríkt og kærkomna tilbreytingu frá búningadramanu Poldark. Meira »

„Staðan er brothætt“

Í gær, 15:55 „Mér finnst við ekki standa illa. Við stöndum þokkalega en staðan er brothætt,“ segir dósent við menntavísindasvið HÍ um læsi grunnskólabarna. Þetta kom fram í erindi sem hann hélt á ráðstefnunni Lestur er lykill að ævintýrum. Meira »

Brotist inn í íbúðarhús á Selfossi

Í gær, 14:58 Lögregla á Selfossi handtók í morgun mann sem grunaður er um innbrot. Brotist var inn í íbúðarhús á Selfossi snemma í morgun og kom húsráðandi að manninum. Meira »

Rafleiðni í Múlakvísl eykst áfram

Í gær, 16:31 Rafleiðni í Múlakvísl á Mýrdalssandi heldur áfram að aukast og samkvæmt nýjustu mælingum sem gerðar voru í dag mælist rafleiðnin 560 míkrómens/cm. Meira »

Óku út af á stolnum bíl

Í gær, 15:12 Tilkynnt var um útafakstur rétt austan við Bitru í nótt. Þegar lögreglan kom á staðinn reyndist um stolinn bíl að ræða.  Meira »

Illa brotnar en ekki í lífshættu

Í gær, 14:38 Erlendu konurnar tvær sem lentu í árekstri við snjóruðningstæki við Ketilstaði á Þjóðvegi eitt á Suðurlandi á fimmtudag eru ekki lífshættulega slasaðar. Konurnar brotnuðu þó engu að síður báðar tvær illa samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurlandi. Meira »

Mátturinn eða dýrðin - Greinaflokkur

SÆT ÍBÚÐ TIL LEIGU Í VENTURA FLORIDA
GOLF & SÓL . Vel búin & björt 2 svh & 2 bh íbúð á 18 holu golfvallarsvæði. 2 sun...
Smíðum lista í gömul hús
Smíðum lista yfir rör og því sem þarf að loka uppl í s 564 4666 eða 866 6101 sk...
Höfuðljós, vasaljós og luktir
Milkið úrval af höfuðljósum vasaljósum luktum og fleira. Allar rafhlöður á einum...
 
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og b...
Skipulagsmál
Tilkynningar
Rangárþing ytra Auglýsing um skipulags...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...