„Þetta er mjög bagalegt“

Skólp­dælu­stöðin við Faxa­skjól í Reykja­vík er biluð og flæða því ...
Skólp­dælu­stöðin við Faxa­skjól í Reykja­vík er biluð og flæða því nú á hverri sek­úndu 750 lítr­ar af óhreinsuðu skólpi út í hafið. mbl.is/Golli

Umhverfisstjóri Orkuveitu Reykjavíkur segir það mjög bagalegt að óhreinsað skólp renni út í sjó við Faxaskjól í Reykjavík. Hart sé hins vegar unnið að viðgerð við erfiðar aðstæður. Fulltrúar frá heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur eru nú á leið niður að fjörunni til að taka sýni og meta aðstæður.

Frétt mbl.is: 750 lítrar af skólpi á sekúndu

Eins og greint var frá í gær er skólpdælustöðin við Faxaskjól biluð og flæða því á hverri sekúndu 750 lítrar af óhreinsuðu skólpi út um neyðarlúgu og í hafið. Hefur þetta verið staðan undanfarna ellefu sólarhringa, en viðgerð sem lauk 19. júní sl. skilaði ekki tilætluðum árangri. Neyðarlúgan var þó lokuð í nótt.

Hólmfríður Sigurðardóttir, umhverfisstjóri Orkuveitu Reykjavíkur segist vonast til þess að viðgerð fari að ljúka, en mikilvægt sé þó að tryggja öryggi starfsmanna. „Okkar starfsmenn hafa verið að vinna hörðum höndum við mjög erfiðar aðstæður í þessari dælustöð. Þetta hefur gengið brösuglega vegna aðstæðnanna,“ segir hún. „En það er auðvitað mjög bagalegt að þetta taki svona langan tíma.“

Frumniðurstöður ljósar eftir sólarhring

Að sögn Svövu Steinarsdóttur, heilbrigðisfulltrúa hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur, eru fulltrúar nú á leið í fjöruna til að taka sýni. Frumniðurstöður ættu að verða ljósar eftir sólarhring. Þá verður einnig metið hvort tilefni sé til þess að fara í hreinsiaðgerðir á svæðinu.

Spurð um það hvers vegna ekki hafi verið tilkynnt um skólpmengunina fyrr segir Svava að þar sem saurgerlar hafi verið innan ásættanlegra marka við sýnatöku í júní hafi ekki þótt tilefni til að tilkynna um mengunina til almennings. „En við getum beint því til fólks núna þar sem þetta ástand er búið að vara svona lengi að gæta að því að halda sig fjarri dælustöðinni,“ segir hún.

Samkvæmt reglugerð nr. 798/1999 skal fjöldi hitaþolinna kólíbaktería eða saurkokka í a.m.k. 90% tilfella vera undir 100 pr. 100 ml utan þynningarsvæðis miðað við lágmark 10 sýni við fjörur. Sýnin sem Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur tók í júní voru yfir viðmiðunarmörkunum en innan skekkjumarka að sögn Svövu.

Unnið er að viðgerð á svæðinu.
Unnið er að viðgerð á svæðinu. mbl.is/Golli

„Óvenjulegt ástand“

„Þetta gerist ekki oft til allrar lukku en getur gerst ef bilun verður í dælum eða mikið álag verður á kerfinu, til dæmis miklar rigningar,“ segir Svava en bætir við að búnaðurinn sé hannaður til að standast slíkt. „En þetta er óvenjulegt ástand þar sem neyðarlúgan hefur sífellt verið að bila yfir þetta tímabil.“

Spurð hver áhrifin séu af gerlamengun segir Svava hana aldrei vera æskilega. „Þeir geta valdið sjúkdómum ef fólk er til dæmis veikt fyrir eða fær gerlana í sár. Við forðumst þessa gerla eins og við getum og erum með eftirlit við baðstaði, strandlengjuna og í neysluvatni,“ segir hún. Heilbrigðiseftirlitið er með eftirlit á tólf sýnatökustöðum við fjöruna, og að sögn Svövu er sýnatökustaður við Ægisíðuna venjulega með mjög góð gildi.

Lengsta og alvarlegasta bilun frá upphafi

Bilunin sem um ræðir er sú lengsta og alvarlegasta á skólphreinsikerfinu frá upphafi, en hreinsistöðvarnar voru settar upp í kringum aldamót. Tvær stórar hreinsistöðvar eru á höfuðborgarsvæðinu; við Klettagarða og Ánanaust. Í þá síðarnefndu kemur skólp úr suður- og vesturhluta borgarinnar, meðal annars frá dælustöðinni sem nú er biluð.

Í dælustöðina kemur skólp úr stórum hluta Breiðholts, Árbæ, Norðlingaholti, Garðabæ og Kópavogi en vegna bilunarinnar rennur það nú út í sjó. Við eðlilegar aðstæður er skólpinu dælt hreinsuðu 4 kílómetra út í hafið á 30 metra dýpi.

Vegna bilunarinnar var ákveðið að hafa neyðarlúgu opna og láta skólpið streyma út í sjó svo ekki væri hætta á því að það færi inn í kerfið og flæddi upp niðurföll eða inn til fólks.

Neyðarlúgan var lokuð í nótt.
Neyðarlúgan var lokuð í nótt. mbl.is/Golli

Mælir ekki með fjöruferð með börn á svæðinu

„Blessunarlega erum við ekki vön því að sjá skólp í fjörunum og þegar svona bilanir verða kemur það eðlilega illa við okkur því ástandið hefur verið gott,“ segir Hólmfríður. „Það er eitt jákvæðasta umhverfismál sem gripið hefur verið til að koma upp skólphreinsistöðvum á höfuðborgarsvæðinu. Víða um land eru þessi mál í miklum ólestri, en auðvitað viljum við ekki að það sé saurgerlamengun í okkar umhverfi.“

Spurð hvort ekki hefði verið hægt að senda skólpið í hreinsistöðina í Klettagörðum í stað þess að láta það flæða út í sjó segir Hólmfríður enga tengingu vera á milli hreinsistöðvanna. „Væri hún til staðar hefði það ekki hjálpað í þessu tilviki þar sem endastöð skólpsins sem fer í gegnum dælustöðina í Faxaskjóli er í Ánanaustum og sú hreinsistöð er í fullum rekstri,“ segir hún.

En er óhætt að fara með börn niður að fjörunni? „Ég mæli ekki með því að foreldrar fari með börnin sín í fjöruferð þar sem skólp rennur út í sjó,“ segir Hólmfríður.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Harður árekstur á Grensásvegi

Í gær, 23:38 Harður árekstur varð nú á tólfta tímanum á gatnamótum Grensásvegar og Miklubrautar þar sem að tveir bílar skullu saman.  Meira »

Fótbrotnaði í mótorkrossbraut

Í gær, 23:27 Maður slasaðist á mótorkrosshjóli í Bolaöldu rétt fyrir átta í kvöld. Að sögn lögreglunnar á Selfossi þá var maðurinn á ferð á mótorkrossbraut sem er á svæðinu þegar hann datt og fótbrotnaði. Meira »

Eldur logaði í stút gaskúts

Í gær, 22:39 Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað að húsi í Kópavoginum um áttaleytið í kvöld, eftir að eldur kviknaði á stút gaskúts undir gasgrilli þar sem verið var að grilla. Meira »

Fékk áfall undir stýri og ók út af

Í gær, 22:25 Umferðaróhapp varð á Fjarðarheiði á Austfjörðum í dag þegar eldri maður keyrði útaf veginum. Vegfarendur sem komu að manninum látnum hófu strax endurlífgunartilraunir og hringdu á lögreglu. Meira »

Varðhald framlengt til 18. ágúst

Í gær, 21:57 Hæstirétt­ur staðfesti í dag úr­sk­urð Héraðsdóms Reykjavíkur um að karlmaður, sem grunaður er um að hafa orðið Arn­ari Jóns­syni Asp­ar að bana í Mosfellsdal í síðasta mánuði, sæti áfram­hald­andi fjög­urra vikna gæslu­v­arðhaldi. Meira »

Almenningur fær að tjá sig um fjársjóðsleitina

Í gær, 21:10 Almenningur mun geta tjáð sig um starfsleyfisumsókn bresku fjársjóðsleitarmannanna að sögn forstjóra Umhverfisstofnunnar. Umsóknin hafi verið send til umsagnar og muni svo fara í hefðbundið ferli. Meira »

Þyrlan sótti veikan sjómann

Í gær, 20:32 Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti veikan sjómann í dag á fiskiskipi við strendur Norðurlands. Samkvæmt upplýsingum frá gæslunni fór þyrlan í loftið um fimmleytið og lenti þremur klukkutímum síðar, um áttaleytið, við Borgarspítala. Meira »

Lengi að telja 31 unga á sundi

Í gær, 20:58 „Ég var lengi að telja þá alla því þeir voru alltaf að fara í kaf. Þetta var alveg glæsilegt,“ segir Sigurjón Guðmundsson áhugaljósmyndari sem tók í gær mynd af toppönd með hvorki meira né minna en 31 unga á sundi á Skorradalsvatni í Skorradal. Meira »

Býr til líkjör úr íslenskri mjólk

Í gær, 20:30 „Ég er bara búinn að vera að dunda mér við þetta í eldhúsinu heima,“ segir Pétur Pétursson, en hann hefur verið að þróa íslenskan mjólkurlíkjör sem unninn er úr rjómablandi og alkóhóli úr mysu. Meira »

Akranes má ekki sigla á Þjóðhátíð

Í gær, 19:51 Samgöngustofa hefur hafnað beiðni Eimskips um að fá að sigla ferjunni Akranesi til Vestmannaeyja um verslunarmannahelgina. Akranesferjan hefur verið í tilraunasiglingum milli Akraness og Reykjavíkur í sumar. Meira »

27,7 stig – hitamet sumarsins slegið

Í gær, 19:15 Hitamet sumarsins féll í dag, þegar 27,7 gráður mældust á Végeirsstöðum í Fnjóskadal. Hiti hefur ekki mælst jafnhár frá því árið 2012, þegar hann mældist 28 gráður. Helga Ívarsdóttir, veðurfræðingur á vakt, segir veður verða áfram með svipuðu móti á morgun en svo fari það kólnandi. Meira »

Segja dauðann bíða sín í heimalandinu

Í gær, 19:00 „Ég er dauður maður ef ég fer aftur til Nígeríu. En þetta snýst ekki um mig heldur dóttur mína. Ég vil að hún fái tækifæri á betra lífi,“ segir Sunday Iserien, nígerískur hælisleitandi sem hefur búið hér á landi ásamt eiginkonu sinni og dóttur í eitt og hálft ár, en verður á næstunni vísað úr landi. Meira »

Kökur gleðja og kalla fram bros

Í gær, 18:47 Karen Kjartansdóttir, sem er hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir að mennt, vinnur á næturvöktum á Landakoti og á frí aðra hverja viku. Þá situr hún ekki auðum höndum heldur bakar kökur, sem hún skreytir af hjartans lyst og gefur stundum samstarfsfólki sínu að smakka. Meira »

Stærsta sumar í komu skemmtiferðaskipa

Í gær, 17:55 Tæplega sex þúsund manns komu til Reykjavíkur með skemmtiferðaskipum í dag. Er þetta mesti fjöldi gesta í sumar til þessa og stærsta sumarið í komu skemmtiferðaskipa. Í fyrra komu tæplega 99 þúsund farþegar með skemmtiferðaskipum, en í ár eru þeir rúmlega 127 þúsund. Meira »

Vinna hörðum höndum að því að laga hallann

Í gær, 17:32 „Við erum, stjórnin og starfsfólkið, að vinna að því að rétta af hallann,“ segir Stefán Hrafn Jónsson, varaformaður Neytendasamtakanna, í samtali við mbl.is. Neytendasamtökin settu tilkynningu á vef sinn í gær þar sem fram kemur að starfsemi samtakanna muni halda áfram með óbreyttu sniði. Meira »

Miklar umferðatafir á Suðurlandsvegi

Í gær, 18:15 „Þetta getur ekki annað en farið í vitleysu,“ segir varðstjóri hjá lögreglunni á Selfossi um miklar umferðatafirnar sem nú eru á Suðurlandsvegi milli Hveragerðis og Selfoss. Mikið hafi verið kvartað undan þungri umferð. Meira »

Malbikað á Keflavíkurflugvelli (myndir) myndasyrpa

Í gær, 17:45 Umfangsmiklar framkvæmdir standa nú yfir á flugbrautum á Keflavíkurflugvelli þar sem verið er að malbika báðar flugbrautirnar, leggja nýjar flýtireinar sem munu gera það að verkum að brautirnar nýtast enn betur, skipta út öllum raflögnum og flugbrautarljósum fyrir ljós sem nota mun minni orku. Meira »

Skrautleg smáfluga uppgötvuð í Surtsey

Í gær, 17:18 Í leiðangri sérfræðinga Náttúrufræðistofnunar Íslands til Surtseyjar fönguðu skordýrafræðingar skrautlega smáflugu sem ekki hefur fundist hér á landi áður. Einnig hefur grávíðir bæst á flórulista eyjarinnar. Meira »
HÚSAVIÐHALD
Viðgerðir og viðhald fasteigna er okkar fag. Húsaklæðning ehf. hefur í áratugi ...
Fjórir stál-stólar - nýtt áklæði. Þessir gömlu góðu
Er með fjóra íslenska gæða stálstóla, nýklædda á 8.500.kr Sími 869-2798 STYKKI...
Fyrir verslunarmannahelgina !!!
Til sölu 2ja manna tjald. Verð kr 4000. 4 manna tjald Verð kr 10000. Samanbrjót...
 
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar 4 Smíðar/útskurður með leiðb. k...
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristniboðs- salnum. R...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar 4 Smíðar/útskurður m./leiðb. kl...