„Þetta er mjög bagalegt“

Skólp­dælu­stöðin við Faxa­skjól í Reykja­vík er biluð og flæða því ...
Skólp­dælu­stöðin við Faxa­skjól í Reykja­vík er biluð og flæða því nú á hverri sek­úndu 750 lítr­ar af óhreinsuðu skólpi út í hafið. mbl.is/Golli

Umhverfisstjóri Orkuveitu Reykjavíkur segir það mjög bagalegt að óhreinsað skólp renni út í sjó við Faxaskjól í Reykjavík. Hart sé hins vegar unnið að viðgerð við erfiðar aðstæður. Fulltrúar frá heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur eru nú á leið niður að fjörunni til að taka sýni og meta aðstæður.

Frétt mbl.is: 750 lítrar af skólpi á sekúndu

Eins og greint var frá í gær er skólpdælustöðin við Faxaskjól biluð og flæða því á hverri sekúndu 750 lítrar af óhreinsuðu skólpi út um neyðarlúgu og í hafið. Hefur þetta verið staðan undanfarna ellefu sólarhringa, en viðgerð sem lauk 19. júní sl. skilaði ekki tilætluðum árangri. Neyðarlúgan var þó lokuð í nótt.

Hólmfríður Sigurðardóttir, umhverfisstjóri Orkuveitu Reykjavíkur segist vonast til þess að viðgerð fari að ljúka, en mikilvægt sé þó að tryggja öryggi starfsmanna. „Okkar starfsmenn hafa verið að vinna hörðum höndum við mjög erfiðar aðstæður í þessari dælustöð. Þetta hefur gengið brösuglega vegna aðstæðnanna,“ segir hún. „En það er auðvitað mjög bagalegt að þetta taki svona langan tíma.“

Frumniðurstöður ljósar eftir sólarhring

Að sögn Svövu Steinarsdóttur, heilbrigðisfulltrúa hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur, eru fulltrúar nú á leið í fjöruna til að taka sýni. Frumniðurstöður ættu að verða ljósar eftir sólarhring. Þá verður einnig metið hvort tilefni sé til þess að fara í hreinsiaðgerðir á svæðinu.

Spurð um það hvers vegna ekki hafi verið tilkynnt um skólpmengunina fyrr segir Svava að þar sem saurgerlar hafi verið innan ásættanlegra marka við sýnatöku í júní hafi ekki þótt tilefni til að tilkynna um mengunina til almennings. „En við getum beint því til fólks núna þar sem þetta ástand er búið að vara svona lengi að gæta að því að halda sig fjarri dælustöðinni,“ segir hún.

Samkvæmt reglugerð nr. 798/1999 skal fjöldi hitaþolinna kólíbaktería eða saurkokka í a.m.k. 90% tilfella vera undir 100 pr. 100 ml utan þynningarsvæðis miðað við lágmark 10 sýni við fjörur. Sýnin sem Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur tók í júní voru yfir viðmiðunarmörkunum en innan skekkjumarka að sögn Svövu.

Unnið er að viðgerð á svæðinu.
Unnið er að viðgerð á svæðinu. mbl.is/Golli

„Óvenjulegt ástand“

„Þetta gerist ekki oft til allrar lukku en getur gerst ef bilun verður í dælum eða mikið álag verður á kerfinu, til dæmis miklar rigningar,“ segir Svava en bætir við að búnaðurinn sé hannaður til að standast slíkt. „En þetta er óvenjulegt ástand þar sem neyðarlúgan hefur sífellt verið að bila yfir þetta tímabil.“

Spurð hver áhrifin séu af gerlamengun segir Svava hana aldrei vera æskilega. „Þeir geta valdið sjúkdómum ef fólk er til dæmis veikt fyrir eða fær gerlana í sár. Við forðumst þessa gerla eins og við getum og erum með eftirlit við baðstaði, strandlengjuna og í neysluvatni,“ segir hún. Heilbrigðiseftirlitið er með eftirlit á tólf sýnatökustöðum við fjöruna, og að sögn Svövu er sýnatökustaður við Ægisíðuna venjulega með mjög góð gildi.

Lengsta og alvarlegasta bilun frá upphafi

Bilunin sem um ræðir er sú lengsta og alvarlegasta á skólphreinsikerfinu frá upphafi, en hreinsistöðvarnar voru settar upp í kringum aldamót. Tvær stórar hreinsistöðvar eru á höfuðborgarsvæðinu; við Klettagarða og Ánanaust. Í þá síðarnefndu kemur skólp úr suður- og vesturhluta borgarinnar, meðal annars frá dælustöðinni sem nú er biluð.

Í dælustöðina kemur skólp úr stórum hluta Breiðholts, Árbæ, Norðlingaholti, Garðabæ og Kópavogi en vegna bilunarinnar rennur það nú út í sjó. Við eðlilegar aðstæður er skólpinu dælt hreinsuðu 4 kílómetra út í hafið á 30 metra dýpi.

Vegna bilunarinnar var ákveðið að hafa neyðarlúgu opna og láta skólpið streyma út í sjó svo ekki væri hætta á því að það færi inn í kerfið og flæddi upp niðurföll eða inn til fólks.

Neyðarlúgan var lokuð í nótt.
Neyðarlúgan var lokuð í nótt. mbl.is/Golli

Mælir ekki með fjöruferð með börn á svæðinu

„Blessunarlega erum við ekki vön því að sjá skólp í fjörunum og þegar svona bilanir verða kemur það eðlilega illa við okkur því ástandið hefur verið gott,“ segir Hólmfríður. „Það er eitt jákvæðasta umhverfismál sem gripið hefur verið til að koma upp skólphreinsistöðvum á höfuðborgarsvæðinu. Víða um land eru þessi mál í miklum ólestri, en auðvitað viljum við ekki að það sé saurgerlamengun í okkar umhverfi.“

Spurð hvort ekki hefði verið hægt að senda skólpið í hreinsistöðina í Klettagörðum í stað þess að láta það flæða út í sjó segir Hólmfríður enga tengingu vera á milli hreinsistöðvanna. „Væri hún til staðar hefði það ekki hjálpað í þessu tilviki þar sem endastöð skólpsins sem fer í gegnum dælustöðina í Faxaskjóli er í Ánanaustum og sú hreinsistöð er í fullum rekstri,“ segir hún.

En er óhætt að fara með börn niður að fjörunni? „Ég mæli ekki með því að foreldrar fari með börnin sín í fjöruferð þar sem skólp rennur út í sjó,“ segir Hólmfríður.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

10 vikna kvikmyndanámskeið í Hinu húsinu

20:56 Námskeið í kvikmyndagerð og vídeólist fyrir ungt fólk á aldrinum 16 til 25 ára fer af stað í sjötta sinn hér á landi þann 28. september. Námskeiðið stendur í 10 vikur og er haldið í Hinu húsinu og er á vegum Lee Lynch og Þorbjargar Jónsdóttur, sem saman stofnuðu Teenage Wasteland of the Arts úti í Los Angeles þar sem þau bjuggu um árabil. Meira »

Kleif öll hæstu fjöll heims á 9 ára tímabili

20:52 Spænska fjallgöngukonan Edurne Pasaban hlaut í dag Landkönnunarverðlaun Leifs Eiríkssonar við hátíðlega athöfn á Húsavík. Fjallgöngugarpurinn Vilborg Arna Gissurardóttir afhenti Padaban verðlaunin. Meira »

Mátti búast við ofbeldi ef hún var sýnileg

20:51 „Ef að ég var sýnileg í vinnunni minni þá vissi ég að þegar ég kom heim að kvöldi þá mátti ég búast við hverju sem var. Þetta fór að hafa áhrif, ekki bara á mitt sjálfstraust og mína tilveru, heldur líka á starfið mitt. Ég fór að hætta að vera í mynd og fór að lesa texta.“ Meira »

„Ég er Reykvíkingur og Íslendingur“

20:15 Lina Ashouri er tannlæknir frá Sýrlandi. Hún kom hingað sem flóttamaður ásamt sonum sínum en eiginmaður hennar lést á flóttanum. Hún vildi komast til lands þar sem drengirnir gætu gengið menntaveginn og hún unnið við sitt fag. Ísland hefur tekið vel á móti þeim. „Ég er Reykvíkingur og Íslendingur.“ Meira »

Andúð og fordómar ýta undir frekari brot

19:57 Brotalamir eru á betrun fanga á Íslandi. Mannekla, fjárskortur og samfélagið sjálft eru hindranirnar.  Meira »

Vann tæpar 24 milljónir króna í Lottó

19:52 Einn heppinn Lottóspilari var með allar tölur réttar í Lottó útdrætti vikunnar og er orðinn 23,8 milljónum króna ríkari. Lukku-Lottómiðann sinn keypti hann í 10-11 við Suðurfell í Reykjavík. Þá var einnig einn miðaeigandi með bónusvinninginn. Meira »

„Útmálaður mesti hrokagikkur landsins“

19:35 Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir það mikinn misskilning að þeir sem hæst hafa látið í málum tengdum uppreist æru sé meira annt um brotaþola og aðstandendur þeirra en öðrum. Hann segir það einfaldlega mikilvægt hjá sumum að þyrla upp moldviðri til að koma pólitísku höggi á Sjálfstæðisflokkinn. Meira »

Sósíalistaflokkurinn býður ekki fram

19:45 Sósíalistaflokkur Íslands mun ekki bjóða fram lista í komandi alþingiskosningum. Þetta var niðurstaða félagafundar flokksins sem greint er frá í tilkynningu. Meira »

Ásmundur Einar fer á móti Gunnari Braga

18:37 Ásmundur Einar Daðason hefur ákveðið að gefa kost á sér í fyrsta sæti á lista Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi. Hann greindi frá ákvörðun sinni á aukakjördæmaþingi flokksins sem fór fram fyrr í dag. Áður hafði Gunnar Bragi Sveinsson, oddviti flokksins, gefið kost á sér. Meira »

Fólk úr öðrum flokkum meðal frambjóðenda

18:14 Samvinnuflokkurinn, ný stjórnmálahreyfing sem skilgreinir sig frá miðju til hægri á hinum pólitíska skala, stefnir á að bjóða fram í öllum kjördæmum í komandi alþingiskosningum. Meðal frambjóðenda flokksins verða fyrrverandi, og hugsanlega núverandi þingmenn annarra stjórnmálaflokka. Meira »

Elsa Lára stígur til hliðar í Norðvestur

17:40 Elsa Lára Arnardóttir, þingmaður Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi, hefur ákveðið að stíga til hliðar og gefa ekki kost á sér á tvöföldu kjördæmisþingi Framsóknarflokksins í kjördæminu þar sem kosið verður um fimm efstu sæti á lista. Meira »

„Raddir fólksins“ á Austurvelli

17:05 „Raddir fólksins“ komu saman til útifundar á Austurvelli í dag þar sem helstu mál á dragskrá voru umræður um stjórnarskrána og stjórnarslitin í síðustu viku. Ræðumenn voru þau Auður Jónsdóttir rithöfundur og Bergur Þór Ingólfsson leikari og leikstjóri. Meira »

Stóð ekki til að styðja eigin fjárlög

16:47 Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir aldrei hafa staðið til að Sjálfstæðisflokkurinn samþykkti þær skattahækkanir sem fram komu í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar. Meira »

Björn Ingi stofnar nýjan flokk

15:45 Björn Ingi Hrafnsson fjölmiðlamaður hefur stofnað lénið samvinnuflokkurinn.is, en þvertekur þó fyrir að vera á leið í framboð. Vísir.is greinir frá þessu. Hægt er að fletta léninu upp á isnic.is og þar sést að hann er skráður rétthafi þess. Meira »

Veggirnir ekki árekstrarprófaðir

15:13 Veggir beggja vegna Miklubrautar, milli Lönguhlíðar og Rauðarárstígs, kosta samtals 60 milljónir króna. Þeim er ætlað að bæta hljóðvist og umhverfisgæði íbúa og þeirra sem nota Klambratún sem og að stýra þverumferð gangandi og hjólandi vegfarenda. Hvorugur veggjanna hefur verið árekstrarprófaður. Meira »

Íslandsmót sleðahunda haldið í dag

16:42 Íslandsmeistaramót Sleðahundaklúbbs Íslands var haldið við Rauðavatn í Reykjavík í dag. Keppt var í ýmsum greinum svosem hjólatogi, sem á ensku nefnist bikejoring. Þá er hundur bundinn við hjól og togar það áfram líkt og um sleða væri að ræða. Meira »

Rafræn prófkjör Pírata hafin

15:28 Kosning í prófkjörum Pírata fyrir alþingiskosningar 2017 er hafin, en framboðsfrestur rann út klukkan 15.00 í öllum kjördæmum og hófst kosning í kjölfarið. Aðildarfélög Pírata ráða formi kosninga. Meira »

Ástfangin Ágústa Eva gaf þessu séns

14:59 Ágústa Eva Erlendsdóttir veit ekki hvort hún hefði gefið verkefninu séns ef hún væri ekki svona ástfangin en tímasetningin var góð og hún tók lögum Gunna Hilmarssonar um ástina fagnandi. Til varð hljómsveitin Sycamore Tree sem sendir frá sér sína fyrstu plötu um helgina. Meira »
Getum útvegað allt frá Bretlandi á mun lægra verði........
Getum útvegað allt frá Bretlandi á mun lægra verði sem viðkemur vinnuvélum, trak...
VÖNDUÐ VEL BÚIN KENNSLUBIFREIÐ
Vönduð, vel búin kennslubifreið Subaru XV 4WD . Akstursmat og endurtökupróf. Gyl...
Mitsubishi Outlander 2007 dekurbíll til sölu
1 eigandi frá upphafi, ekinn aðeins 75.000 km. 5 gíra, bensín, 4WD, ný dekk, nýj...
Gastro truck/veitingabíll
Til sölu ný standsettur veitingabíl með gas-grillpönnu, gas-grillofn, rafmagns p...
 
Opinn fundur
Fundir - mannfagnaðir
Sjálfstæðisflokkurinn í Hafnarfi...
L helgafell 6017092019 iv/v
Félagsstarf
? HELGAFELL 6017092019 IV/V Mynd af ...
Hádegisfundur ses
Fundir - mannfagnaðir
ses.xd.is Samtök eldri sjálfstæði...
Rafræn kosning hofsprestakall
Tilkynningar
Auglýsing um prestskosningu í Hofspr...