Áforma tugi veitingahúsa

Stefnt er að því að opna Jamie’s Italian á Hótel …
Stefnt er að því að opna Jamie’s Italian á Hótel Borg um miðjan júlí. mbl.is/Baldur Arnarson

Áformað er að opna um 30 veitingahús í miðborg Reykjavíkur á næstu misserum. Samkvæmt upplýsingum frá veitingamönnum má ætla að staðirnir rúmi minnst þúsund gesti.

Verkefnin eru misjafnlega langt komin. Sumir staðir eru í hönnun en aðrir á hugmyndastigi. Miðað við upplýsingar frá húseigendum og veitingafólki er líklegt að flest verkefnin verði að veruleika. Það á einkum við staði sem tengjast hótelum. Starfsleyfi hafa ekki verið tryggð á nokkrum stöðum og er það í umsóknarferli.

Sé miðað við að hvert sæti á fyrirhuguðum veitingahúsum skili 10 þúsund krónum í sölu á dag verður velta hvers dags alls 10 milljónir. Það gerir um 3,7 milljarða á ári. Þá mun fjöldi starfsmanna skipta hundruðum og afleidd áhrif verða mikil í gegnum vörukaup af birgjum og framleiðendum, að því er fram kemur í umfjöllun um áform þessi í Morgunblaðinu í dag.

Of mikil áhersla á umbúðir

Meðal þeirra sem undirbúa opnun veitingahúss er Jóhannes Steinn Jóhannesson, yfirkokkur á staðnum Jamie's Italian á Hótel Borg.

Hann segir markhópinn vera hinn dæmigerða Íslending sem veitingamenn í miðborginni hafi vanrækt með áherslu á dýrar veitingar og umbúnað. Reynt verði að höfða til sem flestra með hóflegri álagningu.

„Hinn dæmigerði Íslendingur fer aðeins fínt út að borða um helgar. Við ætlum að fá gesti til að koma líka á mánudegi og þriðjudegi. Veitingahúsið okkar er vel staðsett og hentar því ferðamönnum. Þeir sækja alltaf í staði þar sem heimafólkið er.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert