Ferðamaður lést í Hljóðaklettum

mbl.is

Erlendur ferðamaður lést í Hljóðaklettum í dag, eftir að hafa fallið um 15-20 metra niður af hamrabrún. Björgunarsveitir voru kallaðar út og hafa þær aðstoðað lögreglu á vettvangi.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Norðurlandi eystra. Segir þar að Landhelgisgæslan hafi sent þyrlu sína af stað en hún skömmu síðar verið afturkölluð eftir að maðurinn hafði verið úrskurðaður látinn af læknum á vettvangi.

Ekki er grunur um að neitt saknæmt hafi átt sér stað, að því er segir í tilkynningunni, Nánari tildrög slyssins liggi þá ekki fyrir en rannsókn málsins haldi áfram. Ekki sé hægt að veita frekari upplýsingar að sinni.

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert