Jón Eggert syntur af stað

Jón Eggert kemur til Hafnarfjarðar eftir að hafa hjólað hringinn …
Jón Eggert kemur til Hafnarfjarðar eftir að hafa hjólað hringinn á síðasta ári. Nú ætlar hann að synda hringinn. mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson

Jón Eggert Guðmundsson er syntur af stað í fyrsta áfanga sundsins í kringum Íslands en sundið syndir hann til styrktar Krabbameinsfélaginu. Sundið mun taka alls sjö ár og hefur aldrei verið synt áður.

Ár er síðan Jón Eggert hjólaði strandvegahringinn til styrktar félaginu og fyrir ellefu árum gekk hann sömu leið. Jón stefnir að því að synda 200-250 km leið í fyrsta áfanga; norðurströnd Reykjanesskagans, megnið af Reykjavík, Hvalfjörð, Akranes að Borgarfirði og einnig megnið af norðurströnd Snæfellsness. Hann hefur nú synt um 100 km leiðarinnar og allt gengið áfallalaust.

Hann hefur kajakræðara með sér og siglingaklúbburinn Þytur fylgir honum einnig hluta leiðarinnar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert