Kröfum Jóhannesar og Ástráðs vísað frá

Ástráður Haraldsson og Jó­hann­es­ Rún­ar Jó­hanns­son­.
Ástráður Haraldsson og Jó­hann­es­ Rún­ar Jó­hanns­son­. Samsett mynd

Kröfum þeirra Jóhannesar Rúnars Jóhannssonar og Ástráðs Haraldssonar, sem báðir sóttust eftir embætti Landsréttardómara og voru meðal þeirra sem dómnefnd um hæfni umsækjenda setti meðal 15 hæfustu en voru að lokum ekki skipaðir, hefur verið vísað frá Héraðsdómi Reykjavíkur. Ástráður ætlar að kæra úrskurðinn til Hæstaréttar.

Báðir stefndu ríkinu vegna ákvörðunar dómsmálaráðherra að leggja ekki til að þeir yrðu skipaðir í stöðu dómara við Landsrétt og fóru fram á að viðurkenndur yrði réttur þeirra til skaðabóta frá ríkinu og að þeim yrði greiddar ein milljón á mann í miskabætur.

Fór ríkið fram á að ógildingakröfunni og viðurkenningarkröfunni yrði vísað frá og úrskurðaði dómurinn um að gera það. Aftur á móti var ekki farið fram á að vísa miskabótakröfunni frá og verður það atriði tekið fyrir síðar.

Fram kemur í úrskurði héraðsdóms að ekki verði dregin sú ályktun af orðalagi laga um Landsrétt og lögskýringagögnum að vikið hafi verið frá þeirri óskráðu grundvallarreglu íslensks stjórnsýsluréttar að þeim handhafa opinbers valds sem skipar í embætti beri að velja hæfasta umsækjandann í embættið.

Ástráður og Jóhannes fóru fram á að ákvörðun Sigríðar H. ...
Ástráður og Jóhannes fóru fram á að ákvörðun Sigríðar H. Andersen dómsmálaráðherra um að leggja ekki til að þeir yrðu skipaðir dómarar við Landsrétt yrði ógild. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Þá verður heldur ekki séð að með þeim hafi verið létt af ráðherra þeim skyldum sem leiða af sömu grundvallarreglu stjórnsýsluréttarins um undirbúning stöðuveitingar og mat á hæfni umsækjenda. Þannig verður niðurstaðan um val á þeim einstaklingi sem veitingarvaldshafinn telur hæfastan að byggjast á heildstæðum samanburði á framkomnum umsóknum með tilliti til þeirra krafna sem lög gera til þess einstaklings sem gegna má embættinu og þeirra sjónarmiða sem val á umsækjendum byggist á,“ segir jafnframt í dóminum.

Dómurinn tekur jafnframt fram að ráðherra fari ekki einn með val til að ákveða hverjir skuli skipaðir í embætti heldur sé því deilt með Alþingi. Ráðherra sé þó einn um að geta borið fram tillögur og Alþingi geti ekki hlutast til um það eða tilnefnt annan.

Fram kemur að sækjendur í málinu hafi sett ógildingakröfuna fram á þann hátt að ákvörðun ráðherra yrði ógild eða til vara að ógilda ákvörðun um að leggja til við forseta Íslands að þeir verði ekki meðal þeirra 15 sem voru skipaðir.

Dómurinn tekur fram að ef afstaða sé tekin til þessarar kröfu verði að hafa í huga að það feli í sér að réttaráhrif ákvörðunar falla brott án þess að nokkuð annað komi í staðinn. Þar sem litið sé á skipun dómaranna sem 15 sjálfstæð stjórnsýslumál og ekki sé farið fram á að ógilda aðrar ákvarðanir ráðherra sé því ekki ljóst hver yrði niðurstaðan.

„Í ljósi þess sem að framan er rakið verður ekki séð að það myndi leiða til skýrrar og afgerandi niðurstöðu um sakarefni málsins ef fallist yrði á fyrstu dómkröfu stefnanda og að með því fengist efnisleg úrlausn um það álitaefni sem málsaðilar deila um. Þannig myndu ákvarðanir ráðherra, bæði hvað varðar tillögu hans til Alþingis og forseta Íslands, svo og ákvörðun Alþingis um staðfestingu tillögu ráðherra um skipun 15 dómara Landsréttar, allar halda áfram gildi sínu svo lengi sem dómstólar fella þær ekki úr gildi.

Í samræmi við framangreint er það niðurstaða dómsins að fyrsta dómkrafa stefnanda, eins og hann gerði nánar grein fyrir henni í málflutningi og stefnu málsins, sé svo andstæð meginreglum réttarfars um skýran málatilbúnað að ekki verði lagður á hana dómur. Af þeim sökum verður ekki komist hjá því komist að vísa henni frá dómi,“ segir í lok úrskurðarins.

Samkvæmt frétt Rúv ætlar Ástráður að kæra niðurstöðu héraðsdóms til Hæstaréttar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Sluppu ómeiddir frá bílveltu

06:03 Enginn slasaðist þegar bíll valt við Lónsá skammt fyrir utan Akureyri í gærkvöldi, að sögn varðstjóra í lögreglunni á Norðurlandi eystra. Meira »

Snúa þarf við blaðinu

05:30 Verði ekki snúið af braut núverandi stefnumörkunar stjórnvalda og hagsmunasamtaka atvinnulífsins í málefnum iðnmenntunar mun samfélagið allt bíða af því tjón. Meira »

Ný höfn í Nuuk

05:30 Íslendingar hafa gegnt mikilvægu hlutverki við byggingu nýrrar stórskipahafnar í Nuuk, höfuðstað Grænlands, sem vígð verður við hátíðlega athöfn í dag. Heildarkostnaður við þessa framkvæmd er rösklega 11 milljarðar íslenskra króna. Meira »

Langvía, teista, lundi og fýll á válista

05:30 Margar tegundir sjófugla eru á nýjum válista Náttúrufræðistofnunar Íslands yfir fugla sem hætta steðjar að. Langvía, teista, lundi, toppskarfur, fýll, skúmur, hvítmávur, rita, og kría eru þarna á meðal. Meira »

Siglingar við Eyjar eru í óvissu

05:30 Ölduspá fyrir Landeyjahöfn gefur tilefni til þess að norska ferjan Röst, afleysingaskip sem leigt var í stað Herjólfs, sigli ekki frá Eyjum frá og með morgundeginum. Meira »

Á fullt erindi til Strassborgar

05:30 „Niðurstaðan í þessu er þannig að mér sýnist að þetta mál eigi fullt erindi til Mannréttindadómstólsins,“ segir Ragnar H. Hall hæstaréttarlögmaður í Morgunblaðinu í dag. Meira »

Hjólreiðaslysum fjölgað verulega

05:30 Hjólreiðafólki hefur fjölgað mikið á síðustu árum og hefur hjólreiðaslysum fjölgað hægt og bítandi á sama tíma. Í fyrra voru samtals skráð 137 hjólreiðaslys á Íslandi þar sem slys urðu á fólki. Meira »

Fjórtán alvarleg atvik á spítalanum

05:30 Fjöldi skráðra alvarlegra atvika á Landspítalanum er orðinn fjórtán það sem af er þessu ári, samkvæmt nýútkomnum Starfsemisupplýsingum spítalans sem ná frá byrjun janúar til loka ágúst. Meira »

Kona látin og tveir handteknir

Í gær, 23:04 Kona er látin og tveir menn eru í haldi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu eftir alvarlegt atvik í Vesturbæ Reykjavíkur nú í kvöld. Þetta staðfestir Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn í samtali við mbl.is. Meira »

Hraunar yfir Viðreisn og Bjarta Framtíð

Í gær, 22:25 Sigríður Andersen segir skyndiákvörðun Bjartrar framtíðar um að slíta ríkisstjórnarsamstarfi vegna eðlilegra trúnaðarsamtals hennar við forsætisráðherra sé dæmi um fullkominn skort á yfirvegun. Viðbrögð Viðreisnar séu þó sýnu verri. Meira »

Fær skaðabætur vegna raflosts í höfuð

Í gær, 22:03 Hæstiréttur staðfesti í dag dóm héraðsdóms Austurlands þar sem viðurkennd var skaðabótaskylda VHE vegna líkamstjóns sem starfsmaður hlaut í vinnuslysi á gaffalverkstæði á Reyðarfirði. Meira »

Líkur á verulegum vatnavöxtum

Í gær, 21:45 Búast má við mikilli úrkomu á Suðausturlandi og á Austfjörðum á morgun og um helgina. Að sögn veðurfræðings á Veðurstofu Íslands verða mjög líklega verulegri vatnavextir. Á laugardag má búast að hviður við Eyjafjalla- og Öræfajökul fari yfir 30 metra á sekúndu. Meira »

Kann ekkert annað en að sýsla með fisk

Í gær, 21:15 Kristján B. Magnússon rekur fiskbúðina Mos í Mosfellsbæ. Hann segir að margt sé að deyja út í fiskneyslu Íslendinga og ungt fólk fari á límingunum ef það fær eitt bein upp í sig. Meira »

Ríkið sýknað í skötuselsmáli

Í gær, 20:45 Íslenska ríkið var í dag sýknað af skaðabótakröfu Útgerðarfélagsins Glófaxa ehf. fyrir Hæstaréttar. Glófaxi taldi ríkið bera skaðabótaábyrgð á tjóni vegna ólögmætrar úthlutunar á aflamarki skötusels fiskveiðiárin 2009-2012. Meira »

Fjórir af 79 fá ekki sanngirnisbætur

Í gær, 20:30 Fjórir einstaklingar sem dvöldu á Kópavogshæli á árum áður fá ekki sanngirnisbætur vegna þeirrar slæmu meðferðar sem þeir sættu, þrátt fyrir að lögð hafi verið inn umsókn þess efnis. Tveir hafa jafnframt dregið til baka umsókn sína um bætur. Meira »

Meðvitundarlaus eftir árekstur

Í gær, 20:56 Árekstur varð á gatnamótum Suðurlandsbrautar og Álfheima á sjöunda tímanum í kvöld þegar tveir bílar skullu saman.  Meira »

Frá Mosó í National Geographic

Í gær, 20:30 Mynd sem tekin er í réttum í Mosfellsdal af bónda og hrúti hefur verið valin sem ein af myndum dagsins á vef National Geographic. Myndina tók Sóllilja Baltasarsdóttir ljósmyndari. Meira »

Þarf að endurskoða aðgengi almennings

Í gær, 20:24 Nauðsynlegt er að endurskoða fyrirkomulag mála sem varða aðgengi almennings að gögnum og upplýsingum úr stjórnsýslunni, sem er ekki nægilega skilvirkt. Þetta er mat stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, sem segir að einfalda þurfi málsmeðferð og hraða úrskurðum til hagsbóta fyrir almenning. Meira »
Honda tanktaska
Góð original Honda tanktaska sem passar á flestar tegundir hjóla af Hondu. Seg...
Íslensk fornrit og Saga Íslands
Íslensk fornrit til sölu, Íslendingasögur og Landnáma, bindi 1-12 og 14. Saga ...
Sendibílaþjónustan Skutla S:867-1234
Tökum að okkur almenna flutninga, skutl, vörudreifingu o.fl. Nánari uppl. á www....
 
Reikningsskiladagur
Fundir - mannfagnaðir
Reikningsskiladagur FLE Föstudagur...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Það er opin vinnustofa hjá...
L helgafell 6017092019 iv/v
Félagsstarf
? HELGAFELL 6017092019 IV/V Mynd af ...
Utankjörfundaratkvæða- greiðsla uta
Tilkynningar
Utankjörfundaratkvæðagreiðs...