Langar að nýta skepnuna alla betur

Hildur Þóra Magnúsdóttir er stofnandi fyrirtækisins.
Hildur Þóra Magnúsdóttir er stofnandi fyrirtækisins.

Hildur Þóra Magnúsdóttir er eigandi sprotafyrirtækisins Pure Natura sem nú keppir fyrir Íslands hönd um ein stærstu matvælaverðlaun Norðurlandanna, Embluverðlaunin. Fyrirtækið framleiðir hágæða fæðuunnin bætiefni og matvæli úr íslensku hráefni, meðal annars innmat úr íslenskum lömbum. Ekkert annað fyrirtæki í Evrópu er með slíka starfsemi.

Fyrir okkur snýst þetta rosalega mikið um að gera íslenska landbúnaðinum hærra undir höfði. Okkur finnst við vera svolítið aftarlega á merinni, samanborið við sjávarútveginn,“ segir Hildur Þóra Magnúsdóttir sem árið 2015 stofnaði skagfirska sprotafyrirtækið Pure Natura sem keppir um þessar mundir um Embluverðlaunin í Kaupmannahöfn. Um er að ræða matvælaverðlaun sem bændasamtök á Norðurlöndunum standa að í samvinnu við norrænu ráðherranefndina. Pure Natura keppir í flokknum matvælafrumkvöðull Norðurlandanna 2017 en fyrirtækið framleiðir hágæða fæðuunnin bætiefni og matvæli úr íslensku hráefni, meðal annars innmat og kirtlum úr íslenskum lömbum, villtum jurtum og grænmeti. En hvernig skyldi þetta hafa byrjað?

Úti í guðsgrænni náttúrunni. Vörurnar eru meðal annars unnar úr ...
Úti í guðsgrænni náttúrunni. Vörurnar eru meðal annars unnar úr villtum jurtum og grænmeti.

„Ég sendi tillögu inn í hugmyndasamkeppni um þurrkun og nýtingu skjaldkirtla sláturdýra. Ég vann þá keppni og þá kom fyrsti styrkurinn. Í kjölfarið sótti ég um og fékk fleiri styrki til þess að rannsaka þetta viðfangsefni.“

Hildur fór síðar á námskeið hjá Sigríði Ævarsdóttur og við það fóru hjólin að snúast. „Ég fékk hana til liðs við mig því hún hefur þekkinguna á bak við allar vörurnar og býr til blöndurnar. Við lentum fyrst á hindrun sem við komumst ekki yfir varðandi hráefni þannig að við stigum eitt skref aftur á bak og hugsuðum upp á nýtt, hvernig við gætum haldið áfram og komið okkur áfram með vörur sem væru ekki umdeildar svo við næðum að skapa okkur nafn.“

Pure Natura vörurnar eru seldar í ýmsum heilsubúðum og í ...
Pure Natura vörurnar eru seldar í ýmsum heilsubúðum og í Fríhöfninni.

Segja má að fyrirtækið hafi verið í sókn síðan. „Nú erum við í vöruþróun og ætlum að koma með tvær nýjar vörur sína hvorum megin við næstu áramót. Við erum til dæmis að fara að nota lambaeistu og fleira hráefni því okkur langar að nýta skepnuna alla miklu betur.“

Eigum að búa til verðmæti

Hildur og Sigríður eru sammála um að of miklu sé hent af því sem til fellur við slátrun.

„Ef við horfum á hvað er búið að gera með fiskinn, nú er verið að nýta hann algjörlega upp til agna. En við í landbúnaðinum höfum einhvern veginn ekki verið að fylgja þessari þróun. Þannig að fyrir okkur snýst þetta svolítið um að búa til afurðir og verðmæti úr því kjöti sem að framleitt er, fyrst að það er til staðar,“ segir Hildur. Sigríður tekur í sama streng. „Það er miklu betra að nýta þetta í eitthvað sem gagnast fólki, í heimi þar sem margt fólk líður næringarskort á degi hverjum.“ Hildur bendir á að innmaturinn sem fyrirtækið notar sé 10-100 sinnum næringarríkari en kjötið af sömu skepnu. „Við erum ekki að fá nógu mikið fyrir afurðina sjálfa, við eigum að búa til verðmæti úr öllu því sem skepnan býður upp á.“

Pure Natura vörurnar eru unnar úr hágæða hráefni, meðal annars ...
Pure Natura vörurnar eru unnar úr hágæða hráefni, meðal annars úr innmat íslenska lambsins

Aðspurð segir Hildur viðtökurnar hafa verið alveg frábærar. „Við byrjuðum að selja á Íslandi í lok mars og það hefur gengið mjög vel. Erum að selja í ýmsum heilsubúðum og í Fríhöfninni. Íslenski markaðurinn er frábær að mörgu leyti til þess að prufa vörur en hann er helst til lítill fyrir fyrirtæki eins og okkar sem stefnir á að framleiða og skara fram úr.“ Pure Natura hefur því sett stefnuna á Bandaríkin. „Það er markaðurinn sem við horfum svolítið til vegna þess að þar er notkun á þessum vörum vel þekkt. Það er aðeins auðveldara að fara inn á markað þar sem að fólk þekkir eitthvað sambærilegt.“

Hildur segir mikinn áhuga vera á vörum Pure Natura á erlendum markaði. „Við erum komin með tvo dreifingaraðila sem vilja selja vörurnar okkar í Bandaríkjunum og þær eru núna í hefðbundnu skráningarferli. Við vonumst til þess að þær vörur geti komist á Bandaríkjamarkað strax í haust. Við erum líka að fara á sýningu sem að heitir Natural Product Expo í Baltimore í september.“

Pure Natura frumkvöðlarnir Hildur Magnúsdóttir, Rúna Kristín Sigurðardóttir og Sigríður ...
Pure Natura frumkvöðlarnir Hildur Magnúsdóttir, Rúna Kristín Sigurðardóttir og Sigríður Ævarsdottir.

Neytendur eru meðvitaðari en áður var

Spurð hvort Evrópa sé ekki næst á dagskrá segir Hildur að það sé aldrei að vita hvar tækifærin leynist.

„Embluverðlaunin í Kaupmannahöfn eru miðuð að Skandinavíu. Þannig að við fáum einhverja kynningu þar. Hver veit nema það opnist einhver tækifæri þar og við verðum komin með dreifingaraðila í Danmörku eða Noregi. Aldrei að vita nema að Evrópa fari að opnast meira fyrir þetta.“

Pure Natura vörurnar eru seldar í ýmsum heilsubúðum og í ...
Pure Natura vörurnar eru seldar í ýmsum heilsubúðum og í Fríhöfninni.

Þær Sigríður og Hildur eru sammála um að ákveðin vitundarvakning sé að verða meðal fólks. „Jarðvegurinn er einhvern veginn aðeins öðruvísi núna,“ segir Sigríður. Hildur tekur undir það. „Ég held að neytendur séu almennt að verða mun meðvitaðari. Neytendum í dag er ekki sama, upplýsingaflæðið býður upp á að fólk spyrji spurninga.“ Hildur leggur áherslu á að framleiðsluferlið sé eins og best verður á kosið. „Við hérna á Íslandi erum með frábæra aðstöðu til að vinna svona vörur. Við reynum að sjálfsögðu að passa upp á að þetta sé gert fagmannlega. Það á allt að vera sjálfbært. Við erum ekki að láta slátra skepnum fyrir okkur til þess að gera þetta, þessum skepnum er slátrað í öðrum tilgangi. Við hirðum afganginn sem í sumum tilfellum er fleygt, og í öðrum tilfellum fæst of lítið verð fyrir hann. Það eru því allir að græða á þessu ef þetta gengur upp,“ segir Hildur að lokum.

Innlent »

Aukið fjármagn í rannsóknir og viðhald

13:40 Nokkra aukningu er að finna í fjárlagafrumvarpinu á fjármagni til Hafrannsóknastofnunar á næsta ári. Auknu fé verður varið til rannsókna á lífríkinu og kemur fram í frumvarpinu að áætlað er að kortleggja um 6% af hafsbotninum í efnahagslögsögu árið 2018. Meira »

Kvörtunum rignir yfir Icelandair

13:21 Ósáttir farþegar Icelandair kvarta nú sáran á samfélagsmiðlum vegna áhrifa verkfallsaðgerða flugvirkja á ferðaáætlanir þeirra. Margir leita einfaldlega svara. Meira »

Var bara tilkynnt niðurstaðan

11:59 Ákveðið hefur verið að leggja niður Geðheilsu- og eftirfylgdarteymi (GET), sem starfað hefur innan heilsugæslunnar undanfarin fimmtán ár. Forstöðumaður teymisins segir um mikla afturför að ræða og stór hópur muni líða fyrir ákvörðunina. Meira »

„Feginn að þú ert ekki forstjóri“

11:51 100 milljarða aukning í heilbrigðiskerfið sem Sjálfstæðisflokkurinn hét fyrir síðustu kosningar mun skila sér. Þetta sagði Páll Magnússon í þættinum Silfrinu. Fjárframlög til heilbrigðiskerfisins voru til umræðu og sagðist Páll telja Landspítalann fá of mikið í nýju fjárlagafrumvarpi. Meira »

„Verða að ná saman í dag“

11:38 Halldór Benjamín Þorgeirsson, framkvæmdastjóri Samtaka Atvinnulífsins, segir nauðsynlegt að funda í kjaradeilu flugvirkja í dag. Fundi var slitið um þrjú leytið í nótt og enn hefur ekki verið boðað til fundar á ný. Meira »

Fyrrum fangar fá aðstoð

11:10 Rauði krossinn og Fangelsismálastofnun gerðu í gær með sér samstarfssamning um aðstoð sjálfboðaliða við einstaklinga sem brotið hafa af sér, eftir að afplánun refsivistar í fangelsum líkur. Um er að ræða útvíkkun á heimsóknarþjónustu Rauða krossins. Meira »

Rólegt andrúmsloft í Leifsstöð

10:18 Engin örtröð ríkir í Leifsstöð, þrátt fyrir miklar raskanir á öllum leiðum Icelandair sökum verkfalls flugvirkja. Gert er ráð fyrir frekari röskunum seinna í dag en enginn fundur hefur verið boðaður í deilunni enn sem komið er. Meira »

Með 80 þúsund í heildartekjur á mánuði

10:53 „Við erum jafnvel með fólk sem er að fá 80.000 í heildartekjur á mánuði og ekkert annað,“ sagði Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands, í þættinum Sprengisandi nú í morgun. „Við verðum að finna leiðir með stjórnvöldum til að bæta þetta, því það getur enginn lifað á þessu.“ Meira »

Áform um íbúðir við flugvöllinn í Vatnsmýri

09:42 Skipulagsfulltrúinn í Reykjavík hefur auglýst til kynningar forsögn að deiliskipulagi lóðar við Þjórsárgötu í grennd við flugvöllinn í Skerjafirði. Þarna er áformað að rísi íbúðarhús. Meira »

Leita að næsta „fidget spinner“

09:15 „Við hörmum þá umræðu sem fram hefur farið undanfarna daga um störf okkar,“ segir í yfirlýsingu frá jólagjafaráði jólasveinanna sem send var á fjölmiðla í morgun. Jólagjafaráð er skipað fulltrúum jólasveinanna og sendir frá sér hugmyndir að gjöfum í skóinn fyrir hver jól. Meira »

Eldur í bíl í Hafnarfirði

08:38 Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út um þrjúleytið í nótt eftir að tilkynning barst um eld í bifreið á bílastæði Húsasmiðjunnar í Helluhrauni. Töluverður eldur var í bílnum þegar slökkvilið kom á svæðið. Meira »

Ágætt vetrarveður í dag en lægir á leiðinni

08:22 Útlit er fyrir ágætis vetrarverður í dag, með fremur hægum vestanvindi og dálitlum él sunnan- og vestanlands og hita kringum frostmark víðast hvar á landinu. Suðvestan- og vestanátt og stöku él, verður á landinu en allhvasst fyrir austan framan af morgni áður en léttir til þar. Meira »

Þjófurinn gæddi sér á afgöngunum

07:32 Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um innbrot í Bústaðahverfinu um þrjúleytið í nótt. Húsráðandi, sem hafði verið sofandi, vaknaði við læti í eldhúsinu hjá sér og fór að kanna hvað ylli. Meira »

Verkfall flugvirkja hafið

07:13 Verkfall flugvirkja Icelandair hófst klukkan sex í morgun, eftir að maraþonfundi samninganefnda lauk á þriðja tímanum í nótt. Samkvæmt upplýsingum frá Elísabetu Ólafsdóttur, skrifstofustjóra embættis ríkissáttasemjara hefur ekki verið boðaður annar fundur í deilunni. Meira »

Á von á að það verði af verkfallinu

Í gær, 22:29 Óskar Einarsson, formaður flugvirkjafélagsins segist frekar eiga von á því að af verkfalli flugvirkja Icelandair verði í fyrramálið. Enn er fundað í Karphúsinu. Meira »

Borga 1.100 milljónir fyrir lóð Björgunar

07:20 Reykjavíkurborg hefur gert samning við Faxaflóahafnir um kaup á 76 þúsund fermetra lóð í Sævarhöfða við Elliðaárvog fyrir 1.098 milljónir króna. Samningurinn var lagður fyrir borgarráð síðastliðinn fimmtudag og gerir ráð fyrir þremur greiðslum á næsta ári. Meira »

Fluttu fólk til byggða en skildu bíla eftir

Í gær, 23:07 Björgunarsveit Hafnarfjarðar var kölluð út á áttunda tímanum í kvöld vegna fólks sem var í vandræðum með bíla sína í mikilli hálku við Hjallaflatir í Heiðmörk. Voru tveir hópar björgunarsveitafólks komnir á vettvang um klukkan átta. Meira »

Adam og Eva tóku silfrið

Í gær, 21:06 „Team Paradise“ náði frábærum árangri á Opna heimsmeistaramótinu í Suður-amerískum dönsum um helgina. Þau Adam og Eva, sem bæði eru níu ára gömul, hafa einungis dansað saman í sex mánuði en hafa þó farið víða á þeim tíma. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

OZONE lofthreinsun tæki til leigu.
Rekur þú hótel/gistihús,þetta tæki eyðir allri ólykt m.a. af raka-myglu-og reyk....
antik flott innskotsborð innlögp plata
er me falleg innskotsborð,innlögð rós í plötu í góðu standi.fæst á 45,000 kr sí...
VÖNDUÐ VEL BÚIN KENNSLUBIFREIÐ
Vönduð, vel búin kennslubifreið Subaru XV 4WD . Akstursmat og endurtökupróf. Gyl...
Bækur til sölu
Bækur til sölu Um Urnot, bókin hennar Bjarkar, Færeyingasagal 1832, Njála 1772, ...
 
Onrs- 2017- 19 ræstingaþjónusta
Tilboð - útboð
/ 14.12.2017 Útboð Orka náttúrunna...
L helgafell 6017121319 vi
Félagsstarf
? HELGAFELL 6017121319 VI Mynd af au...
Aðalskipulag breyting
Tilkynningar
Kynning á tillögum um breytingar á a...
Stella bankastræti 3 óskum eftir starf
Afgreiðsla/verslun
Bankastræti 3 Óskum eft...