Neytendasamtökin boða félagsfund

Ólafur Arnarson.
Ólafur Arnarson. mbl.is/Golli

Stjórn Neytendasamtakanna hefur boðað til félagsfundar 17. ágúst næstkomandi. Á fundinum verður farið yfir stöðu mála og leitað eftir aðstoð og tillögum frá félagsmönnum að því er fram kemur í frétt á vef samtakanna.

Eins og mbl.is fjallaði um sagði stjórn samtakanna upp öllu starfsfólki í lok síðasta mánaðar í „ljósi aðstæðna“. Fram kom að það væri liður í end­ur­skipu­lagn­ingu og end­ur­fjármögn­un sam­tak­anna. Von­ast væri til að starfs­fólk yrði end­ur­ráðið áður en upp­sagn­ar­frest­ur renn­ur út.

Átök hafa verið inn­an sam­tak­anna síðustu mánuði en í byrj­un maí lýsti stjórn­in yfir van­trausti á for­mann­inn Ólaf Arn­ar­son. Var það mat meiri­hluta stjórn­ar sam­tak­anna að Ólaf­ur hafi ít­rekað leynt stjórnina upp­lýs­ing­um og skuld­bundið sam­tök­in efn­um fram­ar.

Þá átti hann að hafa gengið til samn­inga um rekst­ur smá­for­rits með þeim orðum að það yrði sam­tök­un­um að kostnaðarlausu. Í ljós hafi hins veg­ar komið að smá­for­ritið væri kostnaðarsamt. Þá mun Ólaf­ur hafa látið leiðrétta laun sín aft­ur­virkt og leigt bif­reið sem hentaði ekki fjár­hags­stöðu sam­tak­anna.

Ólaf­ur sagðist í sam­tali við mbl.is í síðasta mánuði hafna því al­farið að ákv­arðanir hans hefðu skaðað sam­tök­in. Þá hafi verið að finna samþykki stjórn­ar í fund­ar­gerðum vegna þeirra ákv­arðana sem síðar hafi verið gagn­rýnd­ar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert