Engin mengun í sjónum við Nauthólsvík

Fráveitudælustöðin í Faxaskjóli.
Fráveitudælustöðin í Faxaskjóli. mbl.is/Golli

Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur hefur sent frá sér tilkynningu þar sem það er ítrekað, sem áður hafi komið fram, að engin hætta sé á því að mengun berist að útivistarsvæðinu í Nauthólsvík þegar neyðarlúgur séu opnar í fráveitudælustöðinni í Faxaskjóli.

„Heilbrigðiseftirlitið tók sýni í sjónum 6. júlí og skv. staðfestum niðurstöðum frá Mæliþjónustu Matís ohf. voru saurgerlar 1/100 ml. Heilbrigðiseftirlitið tók einnig sýni í gær, 7. júlí, og bráðabirgðaniðurstaða úr því er sú sama,“ segir í tilkynningu. 

S. Björn Blön­dal, formaður borg­ar­ráðs Reykja­vík­ur, sagði í samtali við mbl.is í gær, að hann teldi eft­ir á að hyggja að það hefði verið heppi­legra að láta vita fyrr af bil­un skólp­dælu­stöðvar við Faxa­skjól. Í hádeginu í gær mældist gerla­magn aust­an við skólp­dælu­stöð við Faxa­skjól yfir viðmiðun­ar­mörk­um.

Áður hafði verið greint frá því að dælu­stöðin hafi verið biluð í tíu sóla­hringa og á þeim tíma flæddu á hverri sek­úndu 750 lítr­ar af óhreinsuðu skólpi út í hafið.

Björn bend­ir á að til­kynn­ing­ar sem þess­ar séu á for­ræði heil­brigðis­eft­ir­lits. Umræðan hafi verið á þá leið að af þessu hefði mátt láta vita fyrr. „Heil­brigðis­eft­ir­lit starfar á grund­velli ákveðinna laga og hef­ur mikið sjálf­stæði. Við erum búin að fara yfir þetta með heil­brigðis­eft­ir­lit­inu og það mat það sem svo að það stafaði ekki hætta af þessu. Hins veg­ar er þetta ógeðfellt fyr­ir fólk.

Uppfært klukkan 13:10

Fram kemur á vef Rúv, að Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur, segist fyrst hafa frétt af skólpmengun við Faxaskjól í fjölmiðlum, þótt skólpdælukerfi borgarinnar hafi verið bilað dögum saman og mörg hundruð milljónir lítra af skólpi hafi flætt í fjöruna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert