N-Kóreuferð líklega blásin af

Ólíklegt er að fyrirhuguð ferð íslenskrar ferðaskrifstofu til Norður-Kóreu verði …
Ólíklegt er að fyrirhuguð ferð íslenskrar ferðaskrifstofu til Norður-Kóreu verði farin að sinni. AFP

Ólíklegt er að hópferð Íslendinga til Norður-Kóreu, sem fyrirhuguð var á vegum ferðaskrifstofunnar Trans-Atlantic í apríl næstkomandi, verði farin.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir Egill Örn Arnarson Hansen, starfsmaður ferðaskrifstofunnar, lítil viðbrögð hafa fengist við auglýsingum um ferðina. Það sé líklega vegna þess ótrygga ástands sem ríkir á Kóreuskaga.

„Við vorum búin að setja upp þá dagsetningu en það hafa verið voðalega lítil viðbrögð við því sem við höfum verið að auglýsa í kringum þetta,“ segir Egill. Áður hefur verið töluverður áhugi fyrir ferðum til Norður-Kóreu, sem Trans-Atlantic skipuleggur í samstarfi við ríkisrekna kínverska ferðaskrifstofu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert