„Þetta er búið held ég“

Steinnes er glæsilegt tæplega 300 fermetra einbýlishús.
Steinnes er glæsilegt tæplega 300 fermetra einbýlishús. Ljósmynd/Níels karlsson

„Auðvitað er þetta búið að vera mjög svekkjandi allan tímann. Manni líður ekki vel að vera settur svona upp við vegg; annaðhvort selurðu eða við tökum þetta,“ segir Akureyringurinn Níels Karlsson í samtali við mbl.is. Hann var neyddur til að selja Akureyrarbæ húsið sitt, Steinnes, því samkvæmt aðalskipulagi átti að rífa húsið svo að bæta mætti íþróttaaðstöðu Þórs.

Níels og eiginkona hans byggðu húsið og hafa búið í því í 30 ár en verða að yfirgefa húsið um næstu mánaðamót.

Ótrúleg framkoma Akureyrarbæjar

„Í lok janúar 2008 var samið við bæinn um að þeir keyptu Steinnes gegn því að við fengjum að leigja af bænum húsið til 1. júlí 2014 meðan við værum enn á vinnumarkaði. Þetta voru myrkir dagar í okkar lífi og ótrúleg framkoma Akureyrarbæjar gagnvart okkur, en lögin voru þeirra með vísan í aðalskipulag bæjarins. Við fengum síðan 3 ára framlengingu á leigu til 1. júlí 2017 vegna atvinnu okkar og erum nú um mánaðamótin að flytja úr húsinu,“ skrifar Níels á Facebook-síðu sína.

Úr húsinu sést á Þórsvöllinn.
Úr húsinu sést á Þórsvöllinn. Ljósmynd/Níels Karlsson

Samkvæmt nýju aðalskipulagi Akureyrarbæjar fyrir árin 2018-2030 á hins vegar ekki að rífa húsið. „Það sem við erum svekktust yfir er að hafa frétt fyrir hálfum mánuði að þessu hafi verið breytt og húsið verði nýtt sem íbúðarhús. Sá gjörningur fer verst í okkur,“ segir Níels við blaðamann.

„Það hefur ekkert breyst í umhverfinu frá því þeir sögðu að það yrði að rífa húsið. Nú breyta þeir skipulaginu þannig að þeir geta nýtt þetta sem íbúðarhús,“ bætir Níels við.

Frá byggingu hússins.
Frá byggingu hússins. Ljósmynd/Níels Karlsson

Eins og það sé búið að stela af okkur

Ein athugasemd við færslu Níelsar á Facebook er á þá leið að hann og eiginkona hans eru hvött til að fá sér lögfræðing og láta athuga hvort ekki sé hægt að rifta samningnum um kaup bæjarins á húsinu. Aðalskipulagið sé breytt og þar af leiðandi séu forsendur fyrri samnings ekki raunhæfar lengur.

Níels efast um að þau hjónin fari lengra með málið. „Við erum hætt að vinna og ég efast um að við nennum að eyða næstu árum í að ergja okkur frekar yfir þessu. Ég vildi með þessari færslu vekja athygli á þessu siðferði sem býr að baki. Okkur finnst að bærinn hafi ætlað að komast yfir eignina með þessum hætti. Okkur finnst eins og það sé búið að stela af okkur en ætlum ekki að standa í málaferlum. Þetta er búið, held ég,“ segir Níels en hann og eiginkona hans flytja til Hafnarfjarðar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Sér til sólar á Norðaustur og Austurlandi

08:31 Hægur vindur verður á landinu í dag, skýjað og þokuloft eða súld fram eftir morgni. Það léttir víða til á Norðaustur- og Austurlandi í dag, en líkur eru þó á stöku síðdegisskúrum. Í öðrum landshlutum er hins vegar talið ólíklegt að það sjá til sólar. Meira »

Í toppstandi þrátt fyrir aldur

08:18 „Heyskapurinn gengur mjög vel núna,“ segir Helgi Þór Kárason, bóndi í Skógarhlíð í Reykjahverfi sem er í syðsta hluta Norðurþings, en hann var að dreifa heyi er fréttaritara Morgunblaðsins bar að garði. Meira »

Ingibjörg Sólrún tekin til starfa

08:05 Ingibjörg Sólrún Gísladóttir skrifaði í gær undir samning til þriggja ára sem framkvæmdastjóri Lýðræðis- og mannréttindastofnunar ÖSE. Stofnunin er lítt þekkt almenningi þar sem hún er meira að beita sér gegn aðildarríkjum en ekki opinberlega. Hún tók formlega við stöðunni í gær. Meira »

Milljónatjón vegna röskunar ferða

07:57 Röskun á ferðum Herjólfs til Landeyjahafnar á háannatíma veldur ferðaþjónustuaðilum í Vestmannaeyjum miklu tjóni.  Meira »

Tíu vilja stýra Jafnréttisstofu

07:46 Tíu sóttu um embætti framkvæmdastjóra Jafnréttisstofu á Akureyri sem velferðarráðuneytið auglýsti laust til umsóknar 24. júní síðastliðinn. Meira »

Nemar vilja hlaupa til styrktar HÍ

07:37 Stúdentaráð Háskóla Íslands vinnur að því að hægt verði að hlaupa til styrktar Háskólanum í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka sem fram fer 19. ágúst. Þetta staðfestir Ragna Sigurðardóttir, formaður stúdentaráðs. Meira »

„Hér hristist allt og titraði“

06:53 Tveir létust á grísku eyjunni Kos eftir jarðskjálfta af stærðinni 6,7 í nótt, sem átti upptök sín í hafinu 16 km austur af eyjunni. Oddný Arnarsdóttir sem er með fjölskyldunni í fríi á Kos segir hótelið hafa leikið á reiðiskjálfi, en fjölskyldan eyddi nóttinni á sólbekkjum í sundlaugagarðinum. Meira »

Þurfti að stöðva brotahrinu mannsins

06:54 Hæstiréttur staðfesti í gær framlengingu á gæsluvarðhaldi yfir karlmanni á fimmtugsaldri sem ákærður hefur verið fyrir fjöl­mörg svik á leigu­markaði. Maður­inn aug­lýsti hús­næði til leigu á bland.is en var ekki rétt­mæt­ur eig­andi íbúðanna og hafði þar með fé af fólki sem var í erfiðri aðstöðu vegna ástands á leigumarkaði. Meira »

Þreytt á ótryggum ferðum

05:30 Röskun á ferðum Herjólfs til Landeyjahafnar á háannatíma veldur ferðaþjónustuaðilum í Vestmannaeyjum miklu tjóni.  Meira »

Samráðsvettvangur um vímuefnamál

05:30 Heilbrigðisráðherra hefur sent bréf þar sem óskað er eftir tilnefningum í samráðsvettvang um vímuefnamál.  Meira »

Milljarðar í kolefniskvóta

05:30 Ríkissjóður mun að óbreyttu þurfa að kaupa kolefniskvóta fyrir milljarða króna á næsta áratug. Ástæðan er losun gróðurhúsalofttegunda umfram markmið stjórnvalda um 20% minni losun 2020 en árið 2005. Meira »

Unnið á öllum vígstöðvum á Bakka

05:30 „Það er ótrúlegur gangur þessa dagana og liggur við að hægt sé að sjá mun frá degi til dags. Það má segja að verkefnið sé á lokametrunum.“ Meira »

Stemning fyrir sólmyrkva árið 2048

05:30 Tæplega 4.000 manns bíða spenntir eftir hringmyrkva sem væntanlegur er árið 2048 ef marka má fésbókarsíðuna Sólmyrkvi 2048. Umræður sem fram fara á síðunni lýsa vel áhyggjum fylgjenda. Einhverjir hafa áhyggjur af því að verða uppteknir fimmtudaginn 11. Meira »

Fóru í morgunbað í Ölfusá

05:30 „Það er þónokkur straumur þarna og þótt áin virðist lygn á þessari mynd leynir hún á sér,“ segir Sigurjón Valgeir Hafsteinsson, sem sá tvo ferðamenn baða sig við Hrefnutanga í Ölfusá um níuleytið í gærmorgun. Meira »

Fangi slapp úr Akureyrarfangelsi

Í gær, 23:59 Fangi slapp úr fangelsinu á Akureyri í kvöld en lögregla hafði handtekið hann aftur um það bil klukkutíma eftir að hann slapp. Ríkisútvarpið greinir frá þessu og lögreglan á Akureyri staðfestir að fanginn hefði verið handtekinn en vísar á Fangelsismálastofnun um frekari upplýsingar. Meira »

Urriðavatn fær votlendið aftur

05:30 Undirritaður var samningur á milli Garðabæjar, Toyota á Íslandi ehf., Urriðaholts ehf., Landgræðslu ríkisins og Byggingarfélags Gylfa og Gunnars hf. um endurheimt votlendis við Urriðavatn í Garðabæ í gær. Meira »

Hávertíð skemmtiferðaskipanna

05:30 Vertíð skemmtiferðaskipanna mun ná hámarki á næstunni. Á miðvikudaginn voru þrjú skemmtiferðaskip samtímis í Sundahöfn í Reykjavík. Um borð voru rúmlega 5.500 farþegar og í áhöfn skipanna rúmlega 2.200 manns. Meira »

Íslendingar alltaf sólgnir í ís

Í gær, 22:44 Íslendingar elska ísinn sinn, í hvaða veðri sem er. Jafnvel í snjóstormi virðist alltaf nóg að gera í ísbúðunum. Ísbúðareigendur og starfsfólk segjast því ekki kippa sér upp yfir lélegu sumarveðri, enda skipti það litlu fyrir sölurnar. Ást á ís sé ættgeng á Íslandi og hluti íslenskrar menningar. Meira »
BEYGJANLEGUR HARÐVIÐUR
T.d. á hringstiga og annað bogið, http://www.youtube.com/watch?v=Xh2eO_RaxnQ www...
Ukulele
...
Fjórir stál-stólar - nýtt áklæði. Þessir gömlu góðu
Er með fjóra íslenska gæða stálstóla, nýklædda á 8.500.kr Sími 869-2798 STYKKI...
Flugskýli til leigu í Fluggörðum á Re
Flugskýli til leigu í Fluggörðum á Reykjavíkurflugvelli halldorjonss@gmail.com...
 
Kennarar óskast
Önnur störf
Kennarar óskast Handverks- og hússtjór...
Samkoma fellur niður í kvöld
Félagsstarf
Hörgshlíð 12 Samkoma fellur niður í kv...
Deiliskipulag
Tilboð - útboð
Kjósarhreppur Kjósarhreppur a...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...