„Þetta er búið held ég“

Steinnes er glæsilegt tæplega 300 fermetra einbýlishús.
Steinnes er glæsilegt tæplega 300 fermetra einbýlishús. Ljósmynd/Níels karlsson

„Auðvitað er þetta búið að vera mjög svekkjandi allan tímann. Manni líður ekki vel að vera settur svona upp við vegg; annaðhvort selurðu eða við tökum þetta,“ segir Akureyringurinn Níels Karlsson í samtali við mbl.is. Hann var neyddur til að selja Akureyrarbæ húsið sitt, Steinnes, því samkvæmt aðalskipulagi átti að rífa húsið svo að bæta mætti íþróttaaðstöðu Þórs.

Níels og eiginkona hans byggðu húsið og hafa búið í því í 30 ár en verða að yfirgefa húsið um næstu mánaðamót.

Ótrúleg framkoma Akureyrarbæjar

„Í lok janúar 2008 var samið við bæinn um að þeir keyptu Steinnes gegn því að við fengjum að leigja af bænum húsið til 1. júlí 2014 meðan við værum enn á vinnumarkaði. Þetta voru myrkir dagar í okkar lífi og ótrúleg framkoma Akureyrarbæjar gagnvart okkur, en lögin voru þeirra með vísan í aðalskipulag bæjarins. Við fengum síðan 3 ára framlengingu á leigu til 1. júlí 2017 vegna atvinnu okkar og erum nú um mánaðamótin að flytja úr húsinu,“ skrifar Níels á Facebook-síðu sína.

Úr húsinu sést á Þórsvöllinn.
Úr húsinu sést á Þórsvöllinn. Ljósmynd/Níels Karlsson

Samkvæmt nýju aðalskipulagi Akureyrarbæjar fyrir árin 2018-2030 á hins vegar ekki að rífa húsið. „Það sem við erum svekktust yfir er að hafa frétt fyrir hálfum mánuði að þessu hafi verið breytt og húsið verði nýtt sem íbúðarhús. Sá gjörningur fer verst í okkur,“ segir Níels við blaðamann.

„Það hefur ekkert breyst í umhverfinu frá því þeir sögðu að það yrði að rífa húsið. Nú breyta þeir skipulaginu þannig að þeir geta nýtt þetta sem íbúðarhús,“ bætir Níels við.

Frá byggingu hússins.
Frá byggingu hússins. Ljósmynd/Níels Karlsson

Eins og það sé búið að stela af okkur

Ein athugasemd við færslu Níelsar á Facebook er á þá leið að hann og eiginkona hans eru hvött til að fá sér lögfræðing og láta athuga hvort ekki sé hægt að rifta samningnum um kaup bæjarins á húsinu. Aðalskipulagið sé breytt og þar af leiðandi séu forsendur fyrri samnings ekki raunhæfar lengur.

Níels efast um að þau hjónin fari lengra með málið. „Við erum hætt að vinna og ég efast um að við nennum að eyða næstu árum í að ergja okkur frekar yfir þessu. Ég vildi með þessari færslu vekja athygli á þessu siðferði sem býr að baki. Okkur finnst að bærinn hafi ætlað að komast yfir eignina með þessum hætti. Okkur finnst eins og það sé búið að stela af okkur en ætlum ekki að standa í málaferlum. Þetta er búið, held ég,“ segir Níels en hann og eiginkona hans flytja til Hafnarfjarðar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Tekjur tónlistarfólks rannsakaðar

11:10 „Það eru til litlar tölur um það hvernig íslenska tónlistarhagkerfið virkar,“ segir Sigtryggur Baldursson framkvæmdastjóri Útón, um könnun sem skrifstofan stendur fyrir á efnahagslegu umhverfi tónlistarmanna. Upplýsingarnar geta skapað forsendur fyrir aukinni fjárfestingu innan tónlistargeirans. Meira »

Engar mjólkurvörur til Húsavíkur

11:05 „Ég veit ekkert hvað við fáum í dag. Mjólkin átti að koma í dag en það er spurning hvort Víkurskarð opnast,“ segir Helga Soffía Bjarnadóttir, starfsmaður Krambúðarinnar á Húsavík. Meira »

Óvissustigi aflýst á Vestfjörðum

10:59 Óvissustigi vegna snjóflóða hefur verið aflýst á norðanverðum Vestfjörðum. Úrkomulaust hefur verið frá því í snemma í morgun og spáð er ágætis veðri yfir helgina. Meira »

„Ekki grunur um nýtt efni“

10:54 „Það er ekki grunur um nýtt efni sem er ekki þekkt,“ segir Grímur Grímsson, yf­ir­lög­regluþjónn, spurður hvort grunur leiki á að mennirnir tveir sem réðust á fimm ára barn í aft­ur­sæti bif­reiðar við gatna­mót Lauga­vegar og Snorra­braut­ar í vikunni hafi verið undir áhrifum nýrra eiturlyfja. Meira »

Byrlað nauðgunarlyf á landsfundi

10:11 Konu í stjórnmálum var byrlað nauðgunarlyf á landsfundi stjórnmálaflokks. Þetta er meðal þeirra 136 reynslusagna kvenna af kynferðisofbeldi og áreitni í stjórnmálum sem hefur verið deilt í lokaða facebookhópnum Í skugga valdsins undanfarna sex daga. Meira »

Innan við 100 metra skyggni

09:49 Á Austurlandi nær vindur hámarki um miðjan dag með 20 til 28 metrum á sekúndu og verður skyggni víðast minna en 100 metrar.   Meira »

Dregur úr snjóflóðahættu á Vestfjörðum

09:25 Veðrið er að mestu gengið niður á Vestfjörðum og reiknað er með því að óvissustig vegna snjóflóðahættu fari þar af fljótlega. Meira »

Nóg að gera hjá björgunarsveitum í nótt

09:34 Nóg hefur verið að gera hjá björgunarsveitum í nótt að sögn Davíðs Más Bjarnasonar, upplýsingafulltrúa Landsbjargar. Fyrsta útkallið kom um fjögurleytið í nótt og var það vegna bifreiðar sem hafði bilað fyrir utan Húsavík. Þá sat bíll frá Vegagerðinni fastur á Lyngdalsheiðinni nú í morgun. Meira »

Sagðist bara þurfa að fá að ríða henni

08:58 Grófar nauðgunarhótanir, ummæli á borð við að stjórnmálamaður þurfi „bara að fá að ríða“ viðkomandi stjórnmálakonu og óviðeigandi snertingar eru meðal þeirra frásagna sem stjórmálakonur deildu sín á milli í lokuðum hópi á Facebook. Meira »

Skólahald fellt niður á Akureyri

08:52 Ákveðið hefur verið að fella niður allt skólahald í leik- og grunnskólum á Akureyri vegna veðurs. Skólahald hefur einnig verið fellt niður í Verkmenntaskóla Akureyrar og Menntaskólanum á Akureyri. Meira »

Krefjast þess að karlar taki ábyrgð

08:31 Á fimmta hundrað stjórnmálakonur hafa sent frá sér sameiginlega áskorun þar sem þess er krafist að karlar taki ábyrgð og að stjórnmálaflokkar taki af festu á stöðu mála varðandi kynferðisofbeldi og áreitni í íslenskum stjórnmálum. Meira »

Endurhæfing sjúkra er fundið fé

08:18 Aðeins er hægt að sinna rúmlega helmingi beiðna sem berast frá læknum víðs vegar að af landinu um endurhæfingu skjólstæðinga þeirra á Reykjalundi, að sögn forstjórans þar, Birgis Gunnarssonar. Meira »

Rafmagn komst aftur á um eittleytið

08:16 Rafmagn á Austurlandi var alls staðar komið á aftur um klukkan eitt í nótt en það byrjaði að fara af um einum og hálfum tíma fyrr. Meira »

Gullaldarliðs Akurnesinga verði minnst

07:57 Bæjarráð Akranes hefur falið menningar- og safnanefnd bæjarins til úrvinnslu hugmyndir Gunnars Sigurðssonar um það hvernig bærinn geti minnst frumkvöðla íþróttalífsins á Akranesi. Meira »

Símalaus sunnudagur Barnaheilla

07:37 „Með símalausum sunnudegi erum við að vekja athygli á því hversu stór hluti símarnir eru orðnir af lífi okkar. Við eyðum oft dýrmætum tíma fjölskyldunnar með símann á lofti.“ Meira »

Stórhríð í Hvalfirði

08:01 Stórhríð er í sunnanverðum Hvalfirði og þæfingsfærð að því er fram kemur á vef Vegagerðarinar. Á Vesturlandi er víða hvasst, en víðast er þó verið að hreinsa vegi í kringum þéttbýli. Brattabrekka er þungfær en þæfingsfærð er á köflum á Snæfellsnesi. Holtavörðuheiði er enn lokuð. Meira »

Fékk aðsvif og lenti á staur

07:46 Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað til um fimmleytið í morgun vegna bíls sem hafði lent á staur við Hringbrautina. Hafði ökumaðurinn fengið aðsvif við aksturinn. Meira »

Veðurviðvaranir enn í fullu gildi

07:19 Veðurstofan vekur athygli á því að viðvaranir eru í gildi víða um land fram eftir degi og austantil fram á laugardag. Útlit er fyrir norðanhvassviðri eða -storm næsta sólarhring með snjókomu eða éljagangi á norðan- og austanverðu landinu, roki eða jafnvel ofsaveðri suðaustantil. Meira »

Mátturinn eða dýrðin - Greinaflokkur

Listakonan í fjörunni
Til sölu stytta eftir Elísabetu Geirmundsdóttur frá Akureyri, sem gekk ævinlega ...
Ukulele
...
INTENSIVE ICELANDIC, ENGLISH & NORWEGIAN f. foreigners - ÍSLENSKA f. útlendinga - ENSKA f. fullorðna - NORSKA - NORWEGIAN
START/BYRJA: 30/10, 27/11 - 2018: 8/1, 5/2, 5/3, 2/4, 30/4, 28/5, 25/6.(HOLIDAY...
FJÖLNOTAKERRUR _ STURTUKERRUR
Fjölnotakerrur, auðvelt er að koma bílum og vélum uppá, 4 til 6 metra langar. St...
 
Samþykkt breyting á deiliskipulagi
Tilkynningar
Samþykkt breyting á deiliskipulagi Da...
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristniboðs- salnum. R...
Skipulag
Tilkynningar
Borgarbyggð Skipulagsauglýsingar Sv...
Framhald
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...