„Þetta er búið held ég“

Steinnes er glæsilegt tæplega 300 fermetra einbýlishús.
Steinnes er glæsilegt tæplega 300 fermetra einbýlishús. Ljósmynd/Níels karlsson

„Auðvitað er þetta búið að vera mjög svekkjandi allan tímann. Manni líður ekki vel að vera settur svona upp við vegg; annaðhvort selurðu eða við tökum þetta,“ segir Akureyringurinn Níels Karlsson í samtali við mbl.is. Hann var neyddur til að selja Akureyrarbæ húsið sitt, Steinnes, því samkvæmt aðalskipulagi átti að rífa húsið svo að bæta mætti íþróttaaðstöðu Þórs.

Níels og eiginkona hans byggðu húsið og hafa búið í því í 30 ár en verða að yfirgefa húsið um næstu mánaðamót.

Ótrúleg framkoma Akureyrarbæjar

„Í lok janúar 2008 var samið við bæinn um að þeir keyptu Steinnes gegn því að við fengjum að leigja af bænum húsið til 1. júlí 2014 meðan við værum enn á vinnumarkaði. Þetta voru myrkir dagar í okkar lífi og ótrúleg framkoma Akureyrarbæjar gagnvart okkur, en lögin voru þeirra með vísan í aðalskipulag bæjarins. Við fengum síðan 3 ára framlengingu á leigu til 1. júlí 2017 vegna atvinnu okkar og erum nú um mánaðamótin að flytja úr húsinu,“ skrifar Níels á Facebook-síðu sína.

Úr húsinu sést á Þórsvöllinn.
Úr húsinu sést á Þórsvöllinn. Ljósmynd/Níels Karlsson

Samkvæmt nýju aðalskipulagi Akureyrarbæjar fyrir árin 2018-2030 á hins vegar ekki að rífa húsið. „Það sem við erum svekktust yfir er að hafa frétt fyrir hálfum mánuði að þessu hafi verið breytt og húsið verði nýtt sem íbúðarhús. Sá gjörningur fer verst í okkur,“ segir Níels við blaðamann.

„Það hefur ekkert breyst í umhverfinu frá því þeir sögðu að það yrði að rífa húsið. Nú breyta þeir skipulaginu þannig að þeir geta nýtt þetta sem íbúðarhús,“ bætir Níels við.

Frá byggingu hússins.
Frá byggingu hússins. Ljósmynd/Níels Karlsson

Eins og það sé búið að stela af okkur

Ein athugasemd við færslu Níelsar á Facebook er á þá leið að hann og eiginkona hans eru hvött til að fá sér lögfræðing og láta athuga hvort ekki sé hægt að rifta samningnum um kaup bæjarins á húsinu. Aðalskipulagið sé breytt og þar af leiðandi séu forsendur fyrri samnings ekki raunhæfar lengur.

Níels efast um að þau hjónin fari lengra með málið. „Við erum hætt að vinna og ég efast um að við nennum að eyða næstu árum í að ergja okkur frekar yfir þessu. Ég vildi með þessari færslu vekja athygli á þessu siðferði sem býr að baki. Okkur finnst að bærinn hafi ætlað að komast yfir eignina með þessum hætti. Okkur finnst eins og það sé búið að stela af okkur en ætlum ekki að standa í málaferlum. Þetta er búið, held ég,“ segir Níels en hann og eiginkona hans flytja til Hafnarfjarðar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Sigmundur muni taka fylgi af Framsókn

13:02 Viðbúið er að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson muni taka með sér eitthvað af fylgi Framsóknarflokksins eftir að hann sagði sig úr flokknum í gær. Hann á jafnframt mjög góða möguleika á því að komast á þing. Þetta segir Grétar Þór Eyþórsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Akureyri. Meira »

Framsókn meira samstiga á eftir

12:17 „Það er bara rosalega góður hugur í fólki. Fólk bara þjappar sér saman þegar á móti blæs. Það er bara þannig eins og í íþróttum og öðru. Það eru bara eðlileg viðbrögð. Síðan líður bara öllum vel þegar útlit er fyrir að allir verði samstíga í framhaldinu.“ Meira »

Stormur við suðurströndina

11:49 Búast má við stormi með suðurströndinni í kvöld og einnig snarpar vindhviður við fjöll á Suðvesturlandi. Útlit fyrir talsverða eða mikla rigningu suðaustantil á landinu út vikuna. Meira »

Hjóluðu í hlíðum Hverfjalls

11:07 Landverðir í Mývatnssveit fóru á dögunum til þess að afmá för eftir reiðhjól úr hlíðum Hverfjalls. Rakað var yfir förin eftir reiðhjólin sem voru ekki umfangsmikil. Í hlíðum Hverfjalls er öll umferð bönnuð en eingöngu er leyfilegt að nota göngustíginn upp á fjallið. Meira »

Bjartsýnn á góða vertíð fyrir vestan

10:56 „Þetta hefur verið ágætiskropp á línu,“ segir Emil Freyr Emilsson, skipstjóri á línubátnum Guðbjarti SH sem er gerður út frá Rifi. „Það stóð til að við færum til veiða á Skagaströnd í haust en aflinn þar hefur ekkert verið sérstakur svo við höldum okkur við Breiðafjörðinn að sinni.“ Meira »

Þorsteinn fer úr Framsóknarflokknum

10:39 Þorsteinn Sæmundsson, fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins, hefur sagt skilið við flokkinn. Þetta kemur fram í tilkynningu sem hann hefur sent á fjölmiðla. Þorsteinn sat á Alþingi fyrir Framsókn á árunum 2013-2016 en gaf ekki áfram kost á sér í þingkosningunum sem fram fóru á síðasta ári. Meira »

Fái að veiða 57 þúsund rjúpur yfir 12 daga

10:26 Rjúpnastofninn þolir að veiddar verði 57 þúsund rjúpur á þessu veiðitímabili samkvæmt tillögum Náttúrufræðistofnunnar Íslands, sem mælir áfram með 12 daga veiðitímabili rjúpu. Voru niðurstöðurnar kynntar umhverfis- og auðlindaráðherra í bréfi síðasta föstudag. Meira »

Formenn flokkanna hittast í dag

10:33 Unnur Brá Konráðsdóttir, forseti Alþingis, hefur boðað formenn flokkanna á sinn fund klukkan 15.15 í dag.  Meira »

Óskar eftir gögnum um uppreist æru

10:24 Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, hefur sent upplýsingabeiðni til dómsmálaráðuneytisins þar sem hún óskar eftir aðgangi að ýmsum gögnum er varða málsmeðferð uppreistar æru í víðum skilningi. Meira »

„Ég hef alltaf stutt Sigmund Davíð“

10:16 Formaður Framsóknarfélags Aðaldæla í Norður-Þingeyjarsýslu hyggst ganga úr Framsóknarflokknum í kjölfar ákvörðunar Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, þingmanns flokksins og fyrrverandi formanns hans, að segja skilið við flokkinn. Meira »

Ný flugnámsbraut hjá Icelandair

10:13 Icelandair hefur sett af stað flugnámsbraut í samstarfi við Flugakademíu Keilis, Flugskóla Íslands og erlenda flugskóla til þess að styðja áframhaldandi vöxt félagsins og tryggja félaginu hæft starfsfólk til framtíðar. Meira »

Stjórnin segir sig úr Framsókn

09:44 Fimm stjórnarmenn í Framsóknarfélagi Mosfellsbæjar hafa sagt sig frá öllum trúnaðarstörfum fyrir flokkinn og segjast ekki eiga neina samleið með flokknum. Meira »

Skartgriparánið upplýst

09:35 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur upplýst rán sem hún hafði til rannsóknar. Fyrr í mánuðinum var lögreglan kölluð til á heimili í Reykjavík en þar hafði maður rænt skartgripum af eldri konu. Meira »

Akureyringar vilja í efstu sætin

07:37 Jóhannes G. Bjarnason, íþróttakennari og fv. bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins, útilokar ekki að bjóða sig fram á lista flokksins í Norðausturkjördæmi. Meira »

Ragnar Stefán hættur í Framsókn

06:06 Ragnar Stefán Rögnvaldsson, formaður Ungra framsóknarmanna í Reykjavík, hefur sagt sig úr Framsóknarflokknum.  Meira »

Gríðarleg eftirsjá að Sigmundi

09:01 „Það er gríðarleg eftirsjá að Sigmundi Davíð fyrir Framsóknarflokkinn. En á sama tíma held ég að það sé í sjálfu sér gott fyrir Ísland að hann sé ekki hættur í stjórnmálum,“ segir Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Framsóknarflokksins og fyrrverandi utanríkisráðherra, í samtali við mbl.is. Meira »

Úrhelli spáð næstu daga

06:49 Suðaustanáttir og vætutíð í kortunum að sögn veðurfræðings Veðurstofu Íslands og má reikna með úrhelli á suðaustanverðu landinu frá og með morgundeginum. Hiti verður þó með skárra móti og ekki að sjá að kólni neitt í bili. Meira »

Höfðar mál gegn Rúv

05:48 Eigandi veitingastaðarins Sjanghæ á Akureyri, Rosita YuFan Zhang, hefur ákveðið að leita réttar síns vegna umfjöllunar Ríkisútvarpsins um málefni veitingastaðarins. Meira »
STIGAR OG HANDRIÐ ALLAR MÖGULEGAR GERÐIR
Sjá meðal annars: http://www.youtube.com/watch?v=73dIQgOl2JQ&feature=channel L...
GLÆSILEGT HÚS T LEIGU Í VENTURA FLORIDA
Í húsi sem er v. 18 holu golfvöll eru 3 svh. m. sjónv., 2 bh., 1 wc, stór stofa,...
FJÖLNOTAKERRUR _ STURTUKERRUR
Fjölnotakerrur, auðvelt er að koma bílum og vélum uppá, 4 til 6 metra langar. St...
Kojur til sölu
Kojur til sölu, henta fyrir vel fyrir hostel eða samskonar rekstur. Neðra rúmið...
 
Fundarboð
Fundir - mannfagnaðir
Kjördæmisráð Sjálfstæðisflokksins ...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Það er opin vinnustofa hjá...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Hjá okkur er opin vinnusto...
L helgafell 6017092019 iv/v
Félagsstarf
? HELGAFELL 6017092019 IV/V Mynd af ...