Blómabeðið getur valdið myglu innandyra

Skortur á viðhaldi er einn þeirra þátta sem geta leitt ...
Skortur á viðhaldi er einn þeirra þátta sem geta leitt til raka og myglu. mbl.is/Kristinn Magnússon

Mygla í húsnæði orsakast fyrst og fremst af einhvers konar vatnstjóni. Ef hægt er að komast fyrir raka, er hægt að komast fyrir myglu. Þetta eru ekki ný tíðindi, en vandinn er hins vegar sá að ekki er hægt að segja til um það í öllum tilfellum hvað veldur því að rakinn kemst inn í húsnæði.

Líkt og mbl.is hefur greint frá má nánast ganga svo langt að tala um faraldur þegar kemur að útbreiðslu og fjölda tilfella mygluvandamála sem komið hafa upp í húsnæði hér á landi síðastliðinn áratug. Sérfræðingar vita í raun ekki hvað veldur þessum nýtilkomna vanda, enda skortir fjármagn til rannsókna á rakavandmálum og myglu hér á landi. Slíkar rannsóknir lögðust í raun af fyrir nokkrum árum.

„Við erum auðvitað að tala um fjölþætt vandamál. Það geta verið svo margar og mismunandi ástæður fyrir rakavandamálum. Allt frá veðurfari upp í skort á viðhaldi,“ segir Kjartan Guðmundsson, lektor í húsagerð við KTH í Svíþjóð.  „Við erum kannski að taka aðferðir frá ákveðnum löndum og nota hér á landi þar sem er annað veðurfar, það getur verið vandamál. Notkun húsnæðis breytist, fólk innréttar öðruvísi eða fleiri flytja í íbúðirnar. Þá verður meiri rakamyndun. Svo getur verið skortur á loftræstingu. Val á byggingaraðferðum er einnig vandamál. Það getur bæði verið þannig að menn velji aðferðir sem passa ekki aðstæðum eða hanni vitlaust, eða hanni of lítið kannski.“

Útbúa leiðarvísi fyrir viðhald

Kjartan segir það einmitt allt of algengt að verkkaupar tími einfaldlega ekki að leggja fé í að ljúka hönnun, sem er bagalegt, þar sem hönnuðir viti oft mun meira en þeir fá færi til að sýna. Hann segir viðhald líka eitt af lykilatriðum í að fyrirbyggja rakamyndun, og þá sé gott að hafa í huga að líftími efna er ekki óendanlegur.

Ólafur H. Wallevik, forstöðumaður Rannsóknarstofu byggingariðnaðarins, tekur undir með Kjartani. „Þú lætur skoða bílinn þinn einu sinni á ári og langflestir senda bíl í ástandsskoðun áður en þeir kaupa hann. Fólk ætti að nýta sér það í mun meira mæli að fá ástandsmat á eignina sína. Ef þú kaupir án þess að skoða, þá geturðu ekki vitað hvort það er mygla í húsnæði.“

Svo virðist sem mygla í húsnæði hafi orðið að faraldri ...
Svo virðist sem mygla í húsnæði hafi orðið að faraldri á Íslandi. Mynd/RB

Ólafur segir standa til að útbúa leiðarvísi fyrir húsnæði til að auðvelda fólki að átta sig á hvað þurfi að gera til að viðhalda eignum. „Í mínum gömlu skólabókum var talað um að 2,5 prósent af fasteignaverði ætti að fara í viðhald. Á Íslandi höfum við stundum talað um 0,5 til 1 prósent, en það verður einhvern veginn að gera ráð fyrir að halda þurfi eignum við. Ég efast um að það sé gert ráð fyrir því í fjárlögum að ákveðin upphæð renni í viðhaldssjóð opinberra bygginga. Það eru því allir undrandi þegar skaði kemur í ljós. Fólki finnst ekki spennandi að leggja pening í þetta.“

Ekki setja skáp og hillu við útvegg

En hvers vegna raki og mygla fór að verða svo umfangsmikið vandamál hér á landi fyrir tíu til fimmtán árum er í raun ráðgáta, þó að ýmsar kenningar séu uppi. Vert er að hafa í huga að íslensk veðrátta er öðruvísi en annars staðar, við kyndum húsin okkar öðruvísi en aðrar þjóðir og loftum minna út. Eftir hrun hækkaði verð á heitu vatni og gluggar voru minna opnaðir til að halda hitanum inni. Þessir þættir hafa eflaust sín áhrif.

Svo hafa verið uppi hugmyndir um að vandamálið megi að stórum hluta rekja til íslenska útveggjarins, en Ólafur bendir á að það geti ekki átt við í öllum tilfellum. Máli sínu til stuðnings vísar hann til fyrrverandi höfuðstöðva Íslandsbanka á Kirkjusandi og höfuðstöðva Orkuveitunnar, bygginga sem hafa orðið myglunni að bráð. „Þetta eru byggingar sem eru verulega skaðaðar og þær eru klæddar að utan. Útveggurinn er því ekki vandamálið þar. Ég ætla samt ekki að segja að kenningin sé röng. Í flestum tilfellum kemur raki í gegnum þök og glugga, svo er það leki vegna skemmda í húsum og auðvitað vatnstjón og votrúm.“

Kjartan grípur orðið og bendir á að verkvit skipti líka máli, sérstaklega þegar kemur að útveggnum. „Það hefði ekki gerst fyrir 50 árum að fólk hefði sett upp fataskápa eða bókahillur við útveggi. Það hefðu allir vitað það kæmi slag í vegginn. Í dag segist fólk bara setja skápinn þar sem það vill hafa hann. Þá getur myndast mygla. Blómabeð upp við vegg getur líka leitt til rakamyndunar. Beðið bindur rakann og heldur honum upp við veginn.“

Á meðan ekki liggja fyrir nýjar rannsóknir á myglu í húsnæði á Íslandi geta þeir Kjartan og Ólafur að minnsta kosti bent fólki á lykilatriði til að sporna við, eða draga úr líkum á, rakamyndun og myglu; að lofta vel út, sinna reglubundnu viðhaldi og nota upplýsingar um þekktar lausnir þegar kemur að frágangi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Fyrsta hleðslustöðin komin á Djúpavog

Í gær, 23:43 Rafbílaeigandinn Ólöf Rún Stefánsdóttir vígði í dag tuttugustu hleðslustöð Orku náttúrunnar sem er á Djúpavogi, er hún hlóð bílinn. Meira »

Lára Björg upplýsingafulltrúi stjórnarinnar

Í gær, 22:07 Lára Björg Björnsdóttir hefur verið ráðin upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá forsætisráðuneytinu þar sem hún verður með aðsetur. Meira »

Ók á brunahana og vatn flæddi um allt

Í gær, 21:47 Um klukkan hálfsjö í kvöld var keyrt á brunahana við Hvaleyrarbraut í Hafnarfirði, sem varð til þess að mikið vatn flæddi inn í nærliggjandi byggingu þar sem bílaverkstæðið Kvikkfix er til húsa. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu höfuðborgarsvæðinu var um töluvert mikið vatn að ræða. Meira »

Kirkjan er í miðju hverfisins

Í gær, 20:55 „Tengsl íbúanna hér í Seljahverfi við kirkjuna sína eru sterk. Hér í húsi er lifandi starf alla daga vikunnar og við svo heppin að tengslin hér í hverfinu leyfast og haldast enn góð milli skóla og kirkju og eru öllum mikilvæg,“ segir sr. Ólafur Jóhann Borgþórsson, sóknarprestur í Seljakirkju. Meira »

Orðið „dómsmorð“ eigi sér langa hefð

Í gær, 20:40 „Samræmist það málvenju að nota orðið dómsmorð þegar mengað hugarástand dómara leiðir til sakfellingar.“ Þetta er meðal þess sem kemur fram í greinargerð sem lögð var fyrir í meiðyrðamáli Benedikts Bogasonar hæstaréttarlögmanns á hendur Jóni Steinari Gunnlaugssyni í héraðsdómi í dag. Meira »

Þýðir ekki að grenja yfir laununum

Í gær, 20:15 Anna María Gunnarsdóttir, nýr varaformaður Kennarasambands Íslands, telur mikilvægt að kennarar vinni að sínum málum í gegnum fagleg málefni í stað þess að grenja endalaust yfir laununum. Slíkt geri virðingarverðar stéttir ekki. Anna María hlaut afgerandi kosningu í embættið. Meira »

Heppin að vinna við áhugamálið

Í gær, 19:37 Henni finnst gaman að finna nýjar áhugaverðar leiðir fyrir fjöruga krakka til að meðtaka námsefni. Hlín Magnúsdóttir er sérkennari í Norðlingaskóla en hún fékk á dögunum Hvatningarverðlaun Öryrkjabandalags Íslands. Námsefni hennar er ætlað börnum með greiningar, hegðunarvanda og lestrarerfiðleika. Meira »

Sakamál vegna andláts Ellu Dísar fellt niður

Í gær, 20:11 Héraðssaksóknari hefur ákveðið að fella niður sakamál gegn hjúkrunarfyrirtækinu Sinnum og starfsmanni þess vegna andláts átta ára stúlku, Ellu Dísar Laurens, í umsjón fyrirtækisins að því er greint var frá í kvöldfréttum RÚV. Meira »

Gera alvarlegar athugasemdir við varnarveggi

Í gær, 19:06 Varnarveggir við Miklubraut eru ekki viðurkenndur búnaður og gera þarf úrbætur þar á. Þetta er meðal þeirra athugasemda sem gerðar eru við öryggi vegfarenda við varnarvegginn í nýrri öryggisúttekt Vegagerðarinnar og Reykjavíkurborgar. Meira »

Á þriðja hundrað á slysadeild

Í gær, 18:45 Alls komu 157 manns á slysadeild bráðamóttökunnar í Fossvogi til miðnættis í gær, þar af margir vegna hálkuslysa. Það sem af er þessum degi hafa yfir 80 manns komið á slysadeildina. Mikið hefur verið um úlnliðsbrot og ökklabrot og hefur fólk á öllum aldri þurft að láta gera að sárum sínum. Meira »

Falast eftir kortaupplýsingum með greiðsluloforði

Í gær, 18:43 Svindlarar eru sagðir nota nú nafn Símans til að falast eftir greiðslukortaupplýsingum fólks með ósannindum um endurgreiðslu. Í fréttatilkynningu sem Síminn hefur sent frá sér um málið eru þeir viðskiptavinir sem fengið hafa póstinn beðnir um að hafa varann á. Meira »

Lík af karlmanni fannst í Fossvogi

Í gær, 18:41 Lík af karlmanni fannst í Fossvoginum um fjögurleytið í gærdag. Þetta staðfestir Jóhann Karl Þórisson aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í samtali við mbl.is. Meira »

Grátandi í flóttamannabúðum í Þýskalandi

Í gær, 17:54 Hjón­in Nasr Mohammed Rahim og Sobo Answ­ar Has­an og 18 mánaða sonur þeirra Leo, sem voru flutt á brott af Íslandi í lok síðasta mánaða dvelja nú í flóttamannabúðum í Þýskalandi þar sem að fjölskyldunni er ekki frjálst að fara eða koma nema með leyfi yfirvalda, þar sem enga síma má hafa og enga nettengingu er að finna. Meira »

Vantar starfsfólk á þriðjung leikskóla

Í gær, 17:10 Í byrjun desember voru 40 af 62 leikskólum í Reykjavík fullmannaðir, en í 22 leikskóla vantar samanlagt rúmlega 30 starfsmenn, í flestum tilfellum í hálfa stöðu. Þetta kemur fram á vef Reykjavíkurborgar, en upplýsingarnar eru fengnar frá stjórnendum í skóla og frístundastarfi borgarinnar. Meira »

Ríkið sýknað í máli Aldísar

Í gær, 15:43 Íslenska ríkið var í dag sýknað í Héraðsdómi Reykjavíkur af kæru Aldísar Hilmarsdóttur, fyrrverandi yfirmanns fíkniefnadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Fór hún fram á ógildingu á tilfærslu í starfi og bætur vegna þess og eineltis sem hún taldi sig hafa orðið fyrir af hálfu lögreglustjóra. Meira »

Ákvörðun um tilfærslu var tímabundin

Í gær, 17:44 Ákvörðun lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu, að flytja Aldísi Hilmarsdóttur, þáverandi yfirmann fíkniefnadeildar lögreglunnar, til í starfi tímabundið getur ekki fallið undir að vera stjórnvaldsákvörðun þar sem hún var tímabundin og fól ekki í sér skerðingu á launakjörum eða réttindum. Meira »

Svandís styður átak kvenna í læknastétt

Í gær, 16:49 Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra styður aðgerðir kvenna í læknastétt til að uppræta kynbundið áreiti, ofbeldi og mismunun í starfi. Í fréttatilkynningu á vef heilbrigðisráðuneytisins kemur fram að ráðherra hvetji konur og karla í heilbrigðisstéttum til að taka höndum saman og uppræta vandan. Meira »

Ísland valið fegursti tökustaðurinn

Í gær, 15:12 Ísland var valið fegursti tökustaðurinn á alþjóðlegu verðlaunahátíðinni International Film Business Awards í byrjun desember. Verðlaunaafhendingin fór fram í tengslum við Indywood Film Carnival sem er ein stærsta sölu- og kynningarhátíð kvikmyndageirans og haldin er á Indlandi. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

www.flutningur.is 5753000 sendibilastöð
Stöðin býður upp á allar stærðir sendibíla og veitir trausta og umfram allt góð...
Kaupum brotagull og -silfur
Kaupum eðalmálma til endurvinnslu hér heima. Kíkið á heimasíðu okkar þar sem FAS...
Rexton 2016. Á frábæru verði 3,990,000-
Vorum að fá inn SSangyong Rexton 2016 ekinn 50þús km, sjálfskiptur. Bíll byggðu...
SÆT ÍBÚÐ TIL LEIGU Í VENTURA FLORIDA
GOLF & SÓL . Vel búin & björt 2 svh & 2 bh íbúð á 18 holu golfvallarsvæði. 2 sun...
 
Onik 2017 20 skýli fyrir hleðslustöðvar
Tilboð - útboð
/ 14.12.2017 Útboð Orka náttúrunn...
Tilboð óskast skólavegi
Húsnæði í boði
TILBOÐ ÓSKAST í húseignina Skólaveg 3 ...
Onrs- 2017- 19 ræstingaþjónusta
Tilboð - útboð
/ 14.12.2017 Útboð Orka náttúrunna...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og j...