Grindhvalirnir helsærðir og áttavilltir

Rúmlega 100 grind­hval­ir voru rekn­ir frá landi við Bug, aust­an við Ólafs­vík á Snæ­fellsnesi, fyrr í dag. Stuttu síðar syntu þeir aft­ur á land við hafn­argarðinn á Rifi. Bát­ar Lífs­bjarg­ar eru nú að stugga hvöl­un­um aftur frá landi. Snorri Rafnsson sjómaður rak hvalina fyrstur í morgun frá strönd og lét björgunarsveitina vita þegar þeir sneru aftur í fjöruna. Hann segir hvalina helsærða og áttavillta.

Snorri var á leið sinni til veiða í morgun, ásamt vinum sínum, þegar hann sá grindhvalina hundrað, syndandi í land. Hann tók þá til sinna ráða og hóf að reka hvalina frá ströndinni á kajak. „Ég vissi hvað var að fara að gerast. Þeir voru að fara að stranda. Þetta hefur gerst hérna nokkrum sinnum síðan ég var polli,“ segir Snorri í viðtali við blaðamann mbl.is.

Snorri segir hvalina vera í slæmu ástandi og mikið særðir. …
Snorri segir hvalina vera í slæmu ástandi og mikið særðir. „Þeir voru búnir að negla svo oft á grjótgarðinn að allt var út í blóði þarna. Þeir voru alveg helsærðir.“ mbl.is/Alfons Finnsson


Stuttu síðar tók björgunarsveitin Lífsbjörg við og rak þá langt út á fjörðinn. „Þá héldu allir að þetta væri búið,“ segir Snorri. Hvalirnir sneru aftur á móti við og syntu í land á ný. „Hrúgan fer í áttina að Rifi aftur að landi og beint upp í sandfjöruna. Þá er ég akkúrat að koma þangað aftur,“ segir hann. Hann hóf þá ásamt félögum sínum að ýta hvölunum aftur frá fjörunni og hringdi rakleiðis í björgunarsveitina.

Hann segir hvalina afar ringlaða, en ef þeir komist frá fjörunni geti verið að þeir nái áttum: „Um leið og þeir komast út og sjá klettana og grjótið þá ná þeir sér á strik.“ Þeir séu þó í slæmu ástandi og mikið særðir. „Þeir voru búnir að negla svo oft á grjótgarðinn að allt var út í blóði þarna. Þeir voru alveg helsærðir,“ segir Snorri.

Snorri tók upp myndskeið af hvölunum þegar þeir voru komnir í hafnagarðinn á Rifi. Hann birti myndskeiðið á Snapchat-aðgangi sínum „vargurinn“. Í því má sjá þegar hann ýtir hval úr fjörunni.

„Ég vissi hvað var að fara gerast. Þeir voru að …
„Ég vissi hvað var að fara gerast. Þeir voru að fara að stranda. Þetta hefur gerst hérna nokkrum sinnum síðan ég var polli,“ segir Snorri í viðtali við blaðamann mbl.is. mbl.is/Alfons Finnsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert