Tvöfalt heljarstökk fram af þakinu

Líklega munu flestir súpa hveljur þegar þeir horfa á meðfylgjandi myndskeið af Agli Gunnari Kristjánssyni stökkva fram af húsþaki, taka tvöfalt heljarstökk og lenda í sandkassa fyrir neðan. Þetta gerði hann fyrr í sumar en Egill sem er fæddur árið 1999 stundar parkour af miklum móð. 

Kristján, faðir Egils Gunnars, hefur kennt parkour hjá Fylki og var einn sá fyrsti sem byrjaði að iðka íþróttina hér á landi. mbl.is hitti á feðgana og ræddi við þá um hvernig þeir nálgast íþróttina sem þeir hafa stundað um nokkurra ára skeið. 

Youtube-rás Egils Gunnars.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert