Á þriðju milljón safnast fyrir Láru

Lára Sif Christiansen lenti í alvarlegu hjólreiðaslysi og er lömuð …
Lára Sif Christiansen lenti í alvarlegu hjólreiðaslysi og er lömuð frá brjósti. Hér er hún ásamt Leifi Grétarssyni, manni sínum.

Vel yfir tvær milljónir hafa safnast fyrir Láru Sif Cristiansen í Reykjavíkurmaraþoninu en hún lenti í alvarlegu hjólreiðaslysi fyrir nokkrum vikum og lamaðist frá brjósti og niður. Lára var mikil íþróttamanneskja og starfaði sem flugmaður hjá Icelandair.

Ekki er vitað hversu lengi lömunin mun vara og hvort hún endurheimti einhvern mátt en hún er nú í endurhæfingu á Grensási.

Rúmlega 2,3 milljónir króna hafa núna safnast inn á Hlaupastyrk þar sem hægt er að heita á hlaupara í Reykjavíkurmaraþoninu. Mestu hefur maður Láru, Leifur Grétarsson, safnað eða rúmlega 1,7 milljónum kr. Aðrir sem hlaupa fyrir hana eru nánasta fjölskylda hennar og samstarfsmenn hennar hjá Icelandair. Reykjavíkurmaraþonið verður hlaupið 19. ágúst.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert