Strætó stefnir á rafmagn og vetni

Miklar breytingar eru framundan á flotanum hjá Strætó.
Miklar breytingar eru framundan á flotanum hjá Strætó. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

„Við gerum ráð fyrir að taka fyrstu fjóra rafmagnsvagnana í notkun í lok ágúst eða byrjun september,“ segir Jóhannes Rúnarsson, forstjóri Strætó bs. Fyrirtækið hefur nú þegar fest kaup á 9 strætisvögnum frá kínverska bílaframleiðandanum Yutong sem einvörðungu ganga fyrir rafmagni.

Verða vagnarnir hinir fyrstu sinnar tegundar hérlendis en fyrr í sumar tók fyrirtækið Guðmundur Tyrfingsson í gagnið rútu frá sama framleiðanda, sem einnig gengur aðeins fyrir rafmagni.

Í fréttaskýringu um þetta mál í Morgunblaðinu í dag segir Jóhannes að flest stefni í að vögnunum verði til að byrja með beitt á leið 4. „Við erum að leggja þetta niður þessa dagana en þá er einnig von á sérfræðingum frá útlöndum sem munu meta það með okkur hvar hentugast verði að nota þessa vagna. Það eru ýmis atriði sem taka þarf tillit til þegar það er ákveðið.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert