Ahmadi-fjölskyldan er hólpin

Anisa með Mikael litla í febrúar. Hann fæddist á Landspítalanum ...
Anisa með Mikael litla í febrúar. Hann fæddist á Landspítalanum í desember. mbl.is/Kristinn Magnússon

Ahmadi-fjölskyldan frá Afganistan, sem sótti um hæli hér á landi í desember árið 2015, hefur fengið bestu mögulegu niðurstöðu í sitt mál hjá Útlendingastofnun: Alþjóðlega vernd til fjögurra ára. 

„Þetta þýðir að nú eru þau hólpin,“ segir Eva Dóra Kolbrúnardóttir, lögmaður fjölskyldunnar. „Þetta er besta niðurstaðan sem hægt er að fá.“

Fjölskyldan hefur fengið dvalarleyfi hér á landi næstu fjögur árin og að þeim tíma liðnum verður það endurnýjað og er þá ótímabundið. Eftir fimm ár getur hún sótt um íslenskan ríkisborgararétt. „Þau eru komin í örugga höfn,“ segir Eva Dóra sem samgleðst fjölskyldunni innilega. „Ég er svo glöð í hjarta mínu að það hálfa væri nóg.“

Eva Dóra fór með fjölskyldunni í hádeginu í dag í Útlendingastofnun þar sem ákvörðunin var tilkynnt. „Þau voru vitanlega ofsalega glöð,“ segir hún um viðbrögð fjölskyldunnar. „Við táruðumst öll en svo var brosað og hlegið.“ 

Fyrir einu og hálfu ári kom Ahmadi-fjölskyldan, sem þá taldi sjö einstaklinga, hingað til lands, hjón­in An­isa og Mir Ahmad, börn­in þeirra þrjú og Za­hra og Ali Ahmad, for­eldr­ar Mir Ahmads. Lítill drengur fæddist svo hjónunum á Landspítalanum í desember á síðasta ári.

Fjölskyldan hefur gengið í gegnum miklar raunir. 

Fyr­ir um þremur árum varð hún fyr­ir árás talib­ana í þorp­inu sínu, Meyd­an Yar­dak, í Af­gan­ist­an. Af­leiðing­ar árás­ar­inn­ar voru bæði and­leg­ar og lík­am­leg­ar. 

Ahmadi-fjölskyldan (f.v.): Ali Ahmad, Mir Ahmad, Anisa, Mikael litli og ...
Ahmadi-fjölskyldan (f.v.): Ali Ahmad, Mir Ahmad, Anisa, Mikael litli og Zahra. Þrjú börn til viðbótar eru í fjölskyldunni. mbl.is/Kristinn Magnússon

Í kjöl­far henn­ar lögðu þau á flótta. Þau höfðu viðkomu í Þýskalandi á leið sinni til Íslands. En vikudvöl þar reynd­ist af­drifa­rík. Stjórn­völd létu Mir Ahmad gefa fingra­för sín og þar með var litið svo á að hann hefði sótt þar um dval­ar­leyfi. Þegar fjöl­skyld­an sótti svo um hæli á Íslandi fékk hún synj­un í fyrstu og til stóð að senda hana aft­ur til Þýska­lands á grund­velli Dyfl­inn­ar­reglu­gerðar­inn­ar. En Útlendingastofnun komst að lokum að annarri niðurstöðu.

„Það grundvallaðist helst af viðkvæmri stöðu barnanna,“ segir Eva Dóra. Áhrif árásarinnar á börnin þrjú voru mikil, sérstaklega á stúlkuna. Ljóst þykir að hún mun glíma við þau alla sína ævi. Eva Dóra segir að kærunefndin hafi í dag komist að þeirri niðurstöðu að fjölskyldan teljist í það viðkvæmri stöðu að það beri að beita undanþáguheimild frá Dyflinnar-reglugerðinni og veita fjölskyldunni hæli hér á landi.

Þegar mbl.is heimsótti fjölskylduna í febrúar lýsti fullorðna fólkið því hversu heitt það þráði að fá að eiga heima á Íslandi. Börnin höfðu aðlagast nokkuð vel og leið vel í skóla og leikskóla í Breiðholtinu þar sem fjölskyldan býr.

„Þau segjast nú loks geta farið að sofa róleg,“ segir Eva Dóra. Fjölskyldan sé einstaklega þakklát fyrir þessa niðurstöðu og alla þá Íslendinga sem aðstoðað hafa hana við að fóta sig í samfélaginu.

mbl.is

Innlent »

„Verða að ná saman í dag“

11:38 Halldór Benjamín Þorgeirsson, framkvæmdastjóri Samtaka Atvinnulífsins, segir nauðsynlegt að funda í kjaradeilu flugvirkja í dag. Fundi var slitið um þrjú leytið í nótt og enn hefur ekki verið boðað til fundar á ný. Meira »

Sjálfboðaliðar aðstoði fyrrum fanga

11:10 Rauði krossinn og Fangelsismálastofnun gerðu í gær með sér samstarfssamning um aðstoð sjálfboðaliða við einstaklinga sem brotið hafa af sér, eftir að afplánun refsivistar í fangelsum líkur. Um er að ræða útvíkkun á heimsóknarþjónustu Rauða krossins. Meira »

Með 80 þúsund í heildartekjur á mánuði

10:53 „Við erum jafnvel með fólk sem er að fá 80.000 í heildartekjur á mánuði og ekkert annað,“ sagði Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands, í þættinum Sprengisandi nú í morgun. „Við verðum að finna leiðir með stjórnvöldum til að bæta þetta, því það getur enginn lifað á þessu.“ Meira »

Rólegt andrúmsloft í Leifsstöð

10:18 Engin örtröð ríkir í Leifsstöð, þrátt fyrir miklar raskanir á öllum leiðum Icelandair sökum verkfalls flugvirkja. Gert er ráð fyrir frekari röskunum seinna í dag en enginn fundur hefur verið boðaður í deilunni enn sem komið er. Meira »

Áform um íbúðir við flugvöllinn í Vatnsmýri

09:42 Skipulagsfulltrúinn í Reykjavík hefur auglýst til kynningar forsögn að deiliskipulagi lóðar við Þjórsárgötu í grennd við flugvöllinn í Skerjafirði. Þarna er áformað að rísi íbúðarhús. Meira »

Leita að næsta „fidget spinner“

09:15 „Við hörmum þá umræðu sem fram hefur farið undanfarna daga um störf okkar,“ segir í yfirlýsingu frá jólagjafaráði jólasveinanna sem send var á fjölmiðla í morgun. Jólagjafaráð er skipað fulltrúum jólasveinanna og sendir frá sér hugmyndir að gjöfum í skóinn fyrir hver jól. Meira »

Ágætt vetrarveður í dag en lægir á leiðinni

08:22 Útlit er fyrir ágætis vetrarverður í dag, með fremur hægum vestanvindi og dálitlum él sunnan- og vestanlands og hita kringum frostmark víðast hvar á landinu. Suðvestan- og vestanátt og stöku él, verður á landinu en allhvasst fyrir austan framan af morgni áður en léttir til þar. Meira »

Eldur í bíl í Hafnarfirði

08:38 Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út um þrjúleytið í nótt eftir að tilkynning barst um eld í bifreið á bílastæði Húsasmiðjunnar í Helluhrauni. Töluverður eldur var í bílnum þegar slökkvilið kom á svæðið. Meira »

Þjófurinn gæddi sér á afgöngunum

07:32 Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um innbrot í Bústaðahverfinu um þrjúleytið í nótt. Húsráðandi, sem hafði verið sofandi, vaknaði við læti í eldhúsinu hjá sér og fór að kanna hvað ylli. Meira »

Borga 1.100 milljónir fyrir lóð Björgunar

07:20 Reykjavíkurborg hefur gert samning við Faxaflóahafnir um kaup á 76 þúsund fermetra lóð í Sævarhöfða við Elliðaárvog fyrir 1.098 milljónir króna. Samningurinn var lagður fyrir borgarráð síðastliðinn fimmtudag og gerir ráð fyrir þremur greiðslum á næsta ári. Meira »

Verkfall flugvirkja hafið

07:13 Verkfall flugvirkja Icelandair hófst klukkan sex í morgun, eftir að maraþonfundi samninganefnda lauk á þriðja tímanum í nótt. Samkvæmt upplýsingum frá Elísabetu Ólafsdóttur, skrifstofustjóra embættis ríkissáttasemjara hefur ekki verið boðaður annar fundur í deilunni. Meira »

Fluttu fólk til byggða en skildu bíla eftir

Í gær, 23:07 Björgunarsveit Hafnarfjarðar var kölluð út á áttunda tímanum í kvöld vegna fólks sem var í vandræðum með bíla sína í mikilli hálku við Hjallaflatir í Heiðmörk. Voru tveir hópar björgunarsveitafólks komnir á vettvang um klukkan átta. Meira »

Á von á að það verði af verkfallinu

Í gær, 22:29 Óskar Einarsson, formaður flugvirkjafélagsins segist frekar eiga von á því að af verkfalli flugvirkja Icelandair verði í fyrramálið. Enn er fundað í Karphúsinu. Meira »

„Það þarf lítið til að gleðja“

Í gær, 20:50 „Ég hef alltaf klætt börnin í jólasveinabúninga í desember. Ef við erum að fara eitthvað sérstakt, þá notum við búningana. Við vekjum mikla lukku þegar við förum út að labba. Eldra fólk er hrifið og kemur og kjáir framan í börnin. Mér finnst skemmtilegt að hafa svona tilbreytingu og fara í hlutverk fyrir jólin.“ Meira »

Aldrei grátið það að hafa eignast hana

Í gær, 20:35 Dísa Ragnheiður Tómasdóttir á fjögur börn á aldrinum sex til nítján ára. Átta ára dóttir hennar, Ísabella Eir Ragnarsdóttir, er með Smith-Magenis-heilkenni en aðeins þrír hafa greinst hérlendis með SMS. Meira »

Adam og Eva tóku silfrið

Í gær, 21:06 „Team Paradise“ náði frábærum árangri á Opna heimsmeistaramótinu í Suður-amerískum dönsum um helgina. Þau Adam og Eva, sem bæði eru níu ára gömul, hafa einungis dansað saman í sex mánuði en hafa þó farið víða á þeim tíma. Meira »

Logi vill vita hvað þeir ríkustu eiga

Í gær, 20:46 Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, hefur lagt fram fyrirspurn á Alþingi um það hverjar eignir og tekjur ríkustu Íslendinganna séu. Meira »

Tveir með fyrsta vinning í lottóinu

Í gær, 19:40 Tveir heppnir lottó­spil­arar voru með allar tölur réttar í lottóútdrætti kvöldsins og fá þeir hvor rúmar 3,8 milljónir króna í sinn hlut. Annar miðinn var keyptur í lotto.is en hinn var í áskrift. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

Notalegir inniskór
Notalegir inniskór Teg. 005 - stærðir 37-42- verð kr. 4.500,- Teg. 629 - stærðir...
NOTAÐ&NÝTT
NOTAÐ&NÝTT er ný verslun á Skemmuvegi 6 á bak við Byko. Mikið úrval af fallegum ...
Bolir og buxur
Tískuverslunin Smart Grímsbæ/Bústaðavegi Bolur 3990 , Buxur 6900 Sími 588 8050. ...
 
Tilboð óskast skólavegi
Húsnæði í boði
TILBOÐ ÓSKAST í húseignina Skólaveg 3 ...
Aðalskipulag breyting
Tilkynningar
Kynning á tillögum um breytingar á a...
Onik 2017 20 skýli fyrir hleðslustöðvar
Tilboð - útboð
/ 14.12.2017 Útboð Orka náttúrunn...
Onrs- 2017- 19 ræstingaþjónusta
Tilboð - útboð
/ 14.12.2017 Útboð Orka náttúrunna...