Ahmadi-fjölskyldan er hólpin

Anisa með Mikael litla í febrúar. Hann fæddist á Landspítalanum ...
Anisa með Mikael litla í febrúar. Hann fæddist á Landspítalanum í desember. mbl.is/Kristinn Magnússon

Ahmadi-fjölskyldan frá Afganistan, sem sótti um hæli hér á landi í desember árið 2015, hefur fengið bestu mögulegu niðurstöðu í sitt mál hjá Útlendingastofnun: Alþjóðlega vernd til fjögurra ára. 

„Þetta þýðir að nú eru þau hólpin,“ segir Eva Dóra Kolbrúnardóttir, lögmaður fjölskyldunnar. „Þetta er besta niðurstaðan sem hægt er að fá.“

Frétt mbl.is: „Fannst ég fljúga“

Fjölskyldan hefur fengið dvalarleyfi hér á landi næstu fjögur árin og að þeim tíma liðnum verður það endurnýjað og er þá ótímabundið. Eftir fimm ár getur hún sótt um íslenskan ríkisborgararétt. „Þau eru komin í örugga höfn,“ segir Eva Dóra sem samgleðst fjölskyldunni innilega. „Ég er svo glöð í hjarta mínu að það hálfa væri nóg.“

Eva Dóra fór með fjölskyldunni í hádeginu í dag í Útlendingastofnun þar sem ákvörðunin var tilkynnt. „Þau voru vitanlega ofsalega glöð,“ segir hún um viðbrögð fjölskyldunnar. „Við táruðumst öll en svo var brosað og hlegið.“ 

Fyrir einu og hálfu ári kom Ahmadi-fjölskyldan, sem þá taldi sjö einstaklinga, hingað til lands, hjón­in An­isa og Mir Ahmad, börn­in þeirra þrjú og Za­hra og Ali Ahmad, for­eldr­ar Mir Ahmads. Lítill drengur fæddist svo hjónunum á Landspítalanum í desember á síðasta ári.

Fjölskyldan hefur gengið í gegnum miklar raunir. 

Fyr­ir um þremur árum varð hún fyr­ir árás talib­ana í þorp­inu sínu, Meyd­an Yar­dak, í Af­gan­ist­an. Af­leiðing­ar árás­ar­inn­ar voru bæði and­leg­ar og lík­am­leg­ar. 

Ahmadi-fjölskyldan (f.v.): Ali Ahmad, Mir Ahmad, Anisa, Mikael litli og ...
Ahmadi-fjölskyldan (f.v.): Ali Ahmad, Mir Ahmad, Anisa, Mikael litli og Zahra. Þrjú börn til viðbótar eru í fjölskyldunni. mbl.is/Kristinn Magnússon

Í kjöl­far henn­ar lögðu þau á flótta. Þau höfðu viðkomu í Þýskalandi á leið sinni til Íslands. En vikudvöl þar reynd­ist af­drifa­rík. Stjórn­völd létu Mir Ahmad gefa fingra­för sín og þar með var litið svo á að hann hefði sótt þar um dval­ar­leyfi. Þegar fjöl­skyld­an sótti svo um hæli á Íslandi fékk hún synj­un í fyrstu og til stóð að senda hana aft­ur til Þýska­lands á grund­velli Dyfl­inn­ar­reglu­gerðar­inn­ar. En Útlendingastofnun komst að lokum að annarri niðurstöðu.

„Það grundvallaðist helst af viðkvæmri stöðu barnanna,“ segir Eva Dóra. Áhrif árásarinnar á börnin þrjú voru mikil, sérstaklega á stúlkuna. Ljóst þykir að hún mun glíma við þau alla sína ævi. Eva Dóra segir að kærunefndin hafi í dag komist að þeirri niðurstöðu að fjölskyldan teljist í það viðkvæmri stöðu að það beri að beita undanþáguheimild frá Dyflinnar-reglugerðinni og veita fjölskyldunni hæli hér á landi.

Þegar mbl.is heimsótti fjölskylduna í febrúar lýsti fullorðna fólkið því hversu heitt það þráði að fá að eiga heima á Íslandi. Börnin höfðu aðlagast nokkuð vel og leið vel í skóla og leikskóla í Breiðholtinu þar sem fjölskyldan býr.

„Þau segjast nú loks geta farið að sofa róleg,“ segir Eva Dóra. Fjölskyldan sé einstaklega þakklát fyrir þessa niðurstöðu og alla þá Íslendinga sem aðstoðað hafa hana við að fóta sig í samfélaginu.

mbl.is

Innlent »

Sluppu ómeiddir frá bílveltu

06:03 Enginn slasaðist þegar bíll valt við Lónsá skammt fyrir utan Akureyri í gærkvöldi, að sögn varðstjóra í lögreglunni á Norðurlandi eystra. Meira »

Snúa þarf við blaðinu

05:30 Verði ekki snúið af braut núverandi stefnumörkunar stjórnvalda og hagsmunasamtaka atvinnulífsins í málefnum iðnmenntunar mun samfélagið allt bíða af því tjón. Meira »

Ný höfn í Nuuk

05:30 Íslendingar hafa gegnt mikilvægu hlutverki við byggingu nýrrar stórskipahafnar í Nuuk, höfuðstað Grænlands, sem vígð verður við hátíðlega athöfn í dag. Heildarkostnaður við þessa framkvæmd er rösklega 11 milljarðar íslenskra króna. Meira »

Langvía, teista, lundi og fýll á válista

05:30 Margar tegundir sjófugla eru á nýjum válista Náttúrufræðistofnunar Íslands yfir fugla sem hætta steðjar að. Langvía, teista, lundi, toppskarfur, fýll, skúmur, hvítmávur, rita, og kría eru þarna á meðal. Meira »

Siglingar við Eyjar eru í óvissu

05:30 Ölduspá fyrir Landeyjahöfn gefur tilefni til þess að norska ferjan Röst, afleysingaskip sem leigt var í stað Herjólfs, sigli ekki frá Eyjum frá og með morgundeginum. Meira »

Á fullt erindi til Strassborgar

05:30 „Niðurstaðan í þessu er þannig að mér sýnist að þetta mál eigi fullt erindi til Mannréttindadómstólsins,“ segir Ragnar H. Hall hæstaréttarlögmaður í Morgunblaðinu í dag. Meira »

Hjólreiðaslysum fjölgað verulega

05:30 Hjólreiðafólki hefur fjölgað mikið á síðustu árum og hefur hjólreiðaslysum fjölgað hægt og bítandi á sama tíma. Í fyrra voru samtals skráð 137 hjólreiðaslys á Íslandi þar sem slys urðu á fólki. Meira »

Fjórtán alvarleg atvik á spítalanum

05:30 Fjöldi skráðra alvarlegra atvika á Landspítalanum er orðinn fjórtán það sem af er þessu ári, samkvæmt nýútkomnum Starfsemisupplýsingum spítalans sem ná frá byrjun janúar til loka ágúst. Meira »

Kona látin og tveir handteknir

Í gær, 23:04 Kona er látin og tveir menn eru í haldi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu eftir alvarlegt atvik í Vesturbæ Reykjavíkur nú í kvöld. Þetta staðfestir Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn í samtali við mbl.is. Meira »

Hraunar yfir Viðreisn og Bjarta Framtíð

Í gær, 22:25 Sigríður Andersen segir skyndiákvörðun Bjartrar framtíðar um að slíta ríkisstjórnarsamstarfi vegna eðlilegra trúnaðarsamtals hennar við forsætisráðherra sé dæmi um fullkominn skort á yfirvegun. Viðbrögð Viðreisnar séu þó sýnu verri. Meira »

Fær skaðabætur vegna raflosts í höfuð

Í gær, 22:03 Hæstiréttur staðfesti í dag dóm héraðsdóms Austurlands þar sem viðurkennd var skaðabótaskylda VHE vegna líkamstjóns sem starfsmaður hlaut í vinnuslysi á gaffalverkstæði á Reyðarfirði. Meira »

Líkur á verulegum vatnavöxtum

Í gær, 21:45 Búast má við mikilli úrkomu á Suðausturlandi og á Austfjörðum á morgun og um helgina. Að sögn veðurfræðings á Veðurstofu Íslands verða mjög líklega verulegri vatnavextir. Á laugardag má búast að hviður við Eyjafjalla- og Öræfajökul fari yfir 30 metra á sekúndu. Meira »

Kann ekkert annað en að sýsla með fisk

Í gær, 21:15 Kristján B. Magnússon rekur fiskbúðina Mos í Mosfellsbæ. Hann segir að margt sé að deyja út í fiskneyslu Íslendinga og ungt fólk fari á límingunum ef það fær eitt bein upp í sig. Meira »

Ríkið sýknað í skötuselsmáli

Í gær, 20:45 Íslenska ríkið var í dag sýknað af skaðabótakröfu Útgerðarfélagsins Glófaxa ehf. fyrir Hæstaréttar. Glófaxi taldi ríkið bera skaðabótaábyrgð á tjóni vegna ólögmætrar úthlutunar á aflamarki skötusels fiskveiðiárin 2009-2012. Meira »

Fjórir af 79 fá ekki sanngirnisbætur

Í gær, 20:30 Fjórir einstaklingar sem dvöldu á Kópavogshæli á árum áður fá ekki sanngirnisbætur vegna þeirrar slæmu meðferðar sem þeir sættu, þrátt fyrir að lögð hafi verið inn umsókn þess efnis. Tveir hafa jafnframt dregið til baka umsókn sína um bætur. Meira »

Meðvitundarlaus eftir árekstur

Í gær, 20:56 Árekstur varð á gatnamótum Suðurlandsbrautar og Álfheima á sjöunda tímanum í kvöld þegar tveir bílar skullu saman.  Meira »

Frá Mosó í National Geographic

Í gær, 20:30 Mynd sem tekin er í réttum í Mosfellsdal af bónda og hrúti hefur verið valin sem ein af myndum dagsins á vef National Geographic. Myndina tók Sóllilja Baltasarsdóttir ljósmyndari. Meira »

Þarf að endurskoða aðgengi almennings

Í gær, 20:24 Nauðsynlegt er að endurskoða fyrirkomulag mála sem varða aðgengi almennings að gögnum og upplýsingum úr stjórnsýslunni, sem er ekki nægilega skilvirkt. Þetta er mat stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, sem segir að einfalda þurfi málsmeðferð og hraða úrskurðum til hagsbóta fyrir almenning. Meira »
Honda tanktaska
Góð original Honda tanktaska sem passar á flestar tegundir hjóla af Hondu. Seg...
Íslensk fornrit og Saga Íslands
Íslensk fornrit til sölu, Íslendingasögur og Landnáma, bindi 1-12 og 14. Saga ...
Sendibílaþjónustan Skutla S:867-1234
Tökum að okkur almenna flutninga, skutl, vörudreifingu o.fl. Nánari uppl. á www....
 
Reikningsskiladagur
Fundir - mannfagnaðir
Reikningsskiladagur FLE Föstudagur...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Það er opin vinnustofa hjá...
L helgafell 6017092019 iv/v
Félagsstarf
? HELGAFELL 6017092019 IV/V Mynd af ...
Utankjörfundaratkvæða- greiðsla uta
Tilkynningar
Utankjörfundaratkvæðagreiðs...