Arnarstofninn í hægum en öruggum vexti á Íslandi og vitað er um 76 arnarpör í ár

Vitað er um 27 arnarhreiður með 33 arnarungum á Íslandi …
Vitað er um 27 arnarhreiður með 33 arnarungum á Íslandi í dag. mbl.is/RAX

Talið er að fleiri arnarpör séu á Íslandi nú en nokkurn tíma í tíð núlifandi manna. Þetta sagði Kristinn Haukur Skarphéðinsson, sviðsstjóri dýrafræði hjá Náttúrufræðistofnun Íslands.

Kristinn er nýbúinn að fara í talningar- og eftirlitsflug með arnarstofninum, sem um er fjallað í Morgunblaðinu í dag.

Kristinn Haukur segir að arnarstofninn sé í hægum en öruggum vexti, eins og verið hafi undanfarna áratugi. Nú sé vitað um 76 arnarpör á Íslandi, en í fyrra hafi þau verið 74.

Arnarvarp hafi gengið misjafnlega eftir svæðum, en í heildina megi segja að það hafi gengið þokkalega. „Núna vitum við um 27 hreiður sem eru með 33 ungum og það er ríflega í meðallagi miðað við undanfarin ár,“ sagði Kristinn Haukur. 4

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert