Ók sofandi í gegnum grindverk leikskóla

Sofandi ökumaður fór í gegnum grindverkið með þeim afleiðingum að …
Sofandi ökumaður fór í gegnum grindverkið með þeim afleiðingum að miklar skemmdir urðu á grindverkinu og bifeiðinni sjálfri. Leikskólastjórinn vill ekki hugsa til þess hvað hefði orðið hefði leikskólinn ekki verið í sumarfríi. mbl.is/Ingileif

Mun verr hefði getað farið þegar bifreið ók í gegnum grindverk leikskólans Sæborgar í Vesturbæ Reykjavíkur um miðjan dag í gær. Engin slys urðu á fólki en miklar skemmdir urðu á bifreiðinni og grindverkinu. Leikskólastjórinn vill ekki hugsa þá hugsun til enda hvernig þetta hefði getað farið hefði ekki verið sumarfrí í leikskólanum.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni sofnaði bílstjóri bifreiðarinnar undir stýri með þeim afleiðingum að hann ók á grindverk leikskólans sem stendur við Starhaga. Mikil umferð fer um götuna en hún tekur við af Ægisíðunni þegar ekið er inn á Suðurgötu. Íbúar eru orðnir langþreyttir á umferðinni sem fer um götuna og segir Soffía Þorsteinsdóttir, leikskólastjóri á Sæborg, umferðina um götuna stöðugt að þyngjast.

Það stórsér á grindverkinu eftir atvikið.
Það stórsér á grindverkinu eftir atvikið. mbl.is/Ingileif

Bifreiðin hafnaði rétt við rólurnar

„Umferðin fer allt of hratt hér í gegn, líka þungaumferð. Umferðin fer meira og minna öll í gegn þarna af Nesinu og eftir að Hofsvallagatan var þrengd finnst mér umferðin hafa aukist þarna,“ segir Soffía. Starhagi er einstefnugata og segir Soffía að ekki sé umferðin aðeins að þyngjast eða umferðarhraði um götuna að aukast heldur sé það einnig að færast í aukana að fólk keyri á móti umferð.

Hún segir að mun verr hefði getað farið í gær hefði leikskólinn ekki verið í sumarfríi. „Það má segja það. Það eru margir sem ganga eftir þessari gangstétt, til dæmis foreldrar að koma með börn í leikskólann. Ég get ekki hugsað þessa hugsun til enda ef leikskólinn hefði verið á fullu. Það er rétt við rólurnar þar sem hann fer þarna inn,“ segir Soffía.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert