Vertíðin fer rólega af stað

Huginn VE-55.
Huginn VE-55. mbl.is/Sigurður Bogi

Bæst hefur í hóp þeirra skipa sem hafa haldið á makrílveiðar við Íslandsstrendur. Almennt fer veiðin hægt af stað, en makríllinn er vænn.

Huginn VE-55 hélt fyrstur á veiðar um miðjan júní og hefur veitt suður af Eyjum. Um helgina landaði Huginn afla úr þriðja túr sínum. Makríllinn lítur ágætlega út segir Guðmundur Huginn Guðmundsson, skipstjóri Hugins, í Morgunblaðinu í dag.

„Við vorum að heilfrysta hann fyrst og svo höfum við verið að hausa hann og slógdraga,“ sagði hann, en Huginn hefur landað um sex hundruð tonnum upp úr sjó í hverjum túr.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert