Gagnrýna kerfið með #höfumhátt

Í pistli sínum hvetja þeir Bergur Þór og Þröstur Leó …
Í pistli sínum hvetja þeir Bergur Þór og Þröstur Leó samlanda sína til að spyrna við fótum og hafa hátt. Samsett mynd

Með myllumerkinu #höfumhátt gagn­rýna Íslendingar stjórn­völd fyr­ir að hafa veitt Róberti Árna Hreiðarssyni, sem heitir nú Róbert Downey, upp­reist æru. Þar minna þeir einnig á mikilvægi þess að krefjast breytinga í samfélagi þar sem enn sé langt í land í bar­átt­unni gegn kyn­ferðisof­beldi.

Berg­ur Þór Ing­ólfs­son og Þröstur Leó Gunn­ars­son hvöttu svo, í pistil sínum í dag, sam­land­a sín­a til að hætta að setja ábyrgð á þolend­ur of­beld­is, spyrna frekar við fót­um og hafa hátt. Leikararnir tveir hafa áður hvatt Íslendinga til að láta í sér heyra.

Pistli Karls Ágústs Úlfssonar leikara hefur einnig verið deilt undir myllumerkinu #höfumhátt. Pistillinn, sem heitir Til Jóns Steinars Gunnlaugssonar – #höfumhátt, snýr að ummælum lögmannsins um mál skjólstæðings hans, Roberts Downey. 

mbl.is tók sam­an nokk­rar færslur með myllumerkinu. 

#Höfum hátt

Bergur Þór deilir mynd af Bjarna Benediktssyni forsætisráðherra, Sigríði Andersen dómsmálaráðherra og Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, í gervi þríeykisins í Galdrakarlinum í Oz. 

Píratar voru ekki lengi að taka þátt. Í tísti sínu hvetja þeir Íslendinga til að krefjast ábyrgðar af ráðamönnum. 

Yfir 700 manns hafa mælt með færslu Láru Hönnu Einarsdóttur. Í henni deilir hún myndskeiði úr fréttum, þar sem einn þolandi Róberts kemur fram. Í færslunni segir Lára: „Þessi unga kona er hetja, ekkert minna.“

Leikkonan Halldóra Geirharðsdóttir deilir í Facebook-færslu sinni grein RÚV. Hún fjallar um neitun Héraðsdóms Reykjaness um að veita fréttastofu RÚV gögn um mál Downey. Í færslunni segir Halldóra: „Ég er ekki mikið fyrir samsæriskenningar... en eitthvað þolir ekki dagsljósið hérna.“

Halla Tómasdóttir, fyrrverandi forsetaframbjóðandi, þakkar Bergi Þór og Þresti Leó fyrir að vekja athygli á málefninu og varpa fram spurningunni „Í hvernig samfélagi viljum við búa?“ í pistli sínum í dag. 

Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir leikkona deildi pistli Karls Ágústs og vitnar í. Í pistlinum biður Karl Ágúst lögfræðinginn Jón Steinar að setja sig í spor foreldris sem eigi barn sem hafi orðið fyrir kynferðisofbeldi. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert